Hætti við að hætta eftir fregnir um kynferðislegt samband þeirra hjóna við ungan mann Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2020 12:14 Becki og Jerry Falwell. AP/Steve Helber Jerry Falwell yngri, forseti eins stærsta evangelíska háskóla heims og dyggur stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, samþykkti að slíta sig frá skólanum vegna fregna af meintu kynferðislegu sambandi hans og eiginkonu hans við ungan mann en hætti svo við. Hann segir fréttir af þessu meinta sambandi, sem meðal annars snúa að því að hann hafi horft á mök eiginkonu sinnar og ungs manns, vera rangar. Reuters birti í gær viðtal við Giancarlo Granda sem segir að samband sitt við hjónin hafa byrjað árið 2012 þegar hann var tvítugur. Hann hafi meðal annars haft mök við eiginkonu Falwell á meðan Falwell fylgdist með. Granda segist hafa kynnst þeim hjónum þar sem hann vann við að hreinsa sundlaug á hóteli í Miami í Bandaríkjunum. Sambandið hafi svo staðið yfir til ársins 2018. Reuters leitaði viðbragða frá Falwell og í yfirlýsingu frá lögmanni hans neitaði hann alfarið þessari frásögn. Á sunnudagskvöldið, áður en Reuters birti frétt sína, gaf Falwell út yfirlýsingu þar sem hann sagði Becki, eiginkonu sína, hafa átt í „óviðeigandi sambandi“ við Granda og að sá síðastnefndi hafi reynt að kúga úr þeim fé. Granda sýndi blaðamönnum Reuters tölvupósta, smáskilaboð og aðrar sannanir fyrir sögu sinni. „Becki og ég áttum í nánu sambandi og Jerry hafði gaman af því að fylgjast með úr horni herbergisins,“ sagði Granda meðal annars. Meðal þess sem Granda sýndi blaðamönnum var skjáskot af myndbandssímtali á milli hans og Becki frá 2019. Þar var Becki nakin og Jerry Falwell hafði stungið höfðinu inn um dyr og fylgdist með. Sér sambandið í öðru ljósi Granda segir að hann hafi viljugur tekið þátt í þessu sambandi en segist nú sjá það í öðru ljósi. Hann hafi verið ungur og barnalegur og þau hafi nýtt sér það. Hann segir það ekki rétt að hann hafi reynt að kúga fé úr hjónunum, heldur hafi hann verið að reyna að losna úr viðskiptum sem tengjast þeim. Falwell hjónin eru verulega áhrifamikil innan hægri vængs bandarískra stjórnmála og er Jerry Falwell sagður eiga stóran hlut í því að Donald Trump hafi verið kjörinn forseti árið 2016 en hann var sá fyrsti innan evangelískuhreyfingarinnar sem lýsti yfir stuðningi við forsetann. Becki Falwell er einnig mikill stuðningsmaður Trump og hefur sömuleiðis tekið þátt í kosningabaráttu hans. Vandræði Falwell og Liberty-háskólans byrjuðu áður en frétt Reuters birtist í gær. Falwell tók við stjórn skólans þegar faðir hans, sem stofnaði skólann, dó árið 2007. Undir stjórn Falwell hafa áhrif skólans aukist verulega og sækja hann um hundrað þúsund nýnemar á ári hverju. Hann fór í launað leyfi þann 7. ágúst eftir að hafa birt ögrandi mynd af sér og aðstoðarkonu eiginkonu sinnar þar sem þau voru bæði með buxnaklaufar sínar renndar niður og hann virtist halda á áfengum drykk. Nemendur Liberty-háskólans þurfa að lúta ströngum reglum um hvernig skuli hegða sér innan sem utan veggja skólans. Er þeim til að mynda bannað að stunda kynlíf utan hjónabands og meinað að nota fjölmiðla, efni hverra brýtur í bága við gildi og hefðir skólans. Er þar átt við klúra lagatexta, andkristin boð, kynferðisleg efni og nekt. Þá skulu nemendur forðast öfgar í hártísku og fatavali og klæðast hæversklega á öllum stundum. Þeim er einnig meinað að neita áfengis en Falwell sagði drykkinn sem hann hélt á ekki vera áfengan. Í frétt Washington Post segir að stjórn Liberty-háskólans hafi um nokkuð skeið verið að missa trú á stjórn Falwell og telja hann hafa misst sjónar á markmiðum skólans. Tilkynnt var að Falwell hefði hætt í stjórn og sem forseti Liberty-háskólans umsvifamikla en hann dró þær fregnir svo til baka. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Jerry Falwell yngri, forseti eins stærsta evangelíska háskóla heims og dyggur stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, samþykkti að slíta sig frá skólanum vegna fregna af meintu kynferðislegu sambandi hans og eiginkonu hans við ungan mann en hætti svo við. Hann segir fréttir af þessu meinta sambandi, sem meðal annars snúa að því að hann hafi horft á mök eiginkonu sinnar og ungs manns, vera rangar. Reuters birti í gær viðtal við Giancarlo Granda sem segir að samband sitt við hjónin hafa byrjað árið 2012 þegar hann var tvítugur. Hann hafi meðal annars haft mök við eiginkonu Falwell á meðan Falwell fylgdist með. Granda segist hafa kynnst þeim hjónum þar sem hann vann við að hreinsa sundlaug á hóteli í Miami í Bandaríkjunum. Sambandið hafi svo staðið yfir til ársins 2018. Reuters leitaði viðbragða frá Falwell og í yfirlýsingu frá lögmanni hans neitaði hann alfarið þessari frásögn. Á sunnudagskvöldið, áður en Reuters birti frétt sína, gaf Falwell út yfirlýsingu þar sem hann sagði Becki, eiginkonu sína, hafa átt í „óviðeigandi sambandi“ við Granda og að sá síðastnefndi hafi reynt að kúga úr þeim fé. Granda sýndi blaðamönnum Reuters tölvupósta, smáskilaboð og aðrar sannanir fyrir sögu sinni. „Becki og ég áttum í nánu sambandi og Jerry hafði gaman af því að fylgjast með úr horni herbergisins,“ sagði Granda meðal annars. Meðal þess sem Granda sýndi blaðamönnum var skjáskot af myndbandssímtali á milli hans og Becki frá 2019. Þar var Becki nakin og Jerry Falwell hafði stungið höfðinu inn um dyr og fylgdist með. Sér sambandið í öðru ljósi Granda segir að hann hafi viljugur tekið þátt í þessu sambandi en segist nú sjá það í öðru ljósi. Hann hafi verið ungur og barnalegur og þau hafi nýtt sér það. Hann segir það ekki rétt að hann hafi reynt að kúga fé úr hjónunum, heldur hafi hann verið að reyna að losna úr viðskiptum sem tengjast þeim. Falwell hjónin eru verulega áhrifamikil innan hægri vængs bandarískra stjórnmála og er Jerry Falwell sagður eiga stóran hlut í því að Donald Trump hafi verið kjörinn forseti árið 2016 en hann var sá fyrsti innan evangelískuhreyfingarinnar sem lýsti yfir stuðningi við forsetann. Becki Falwell er einnig mikill stuðningsmaður Trump og hefur sömuleiðis tekið þátt í kosningabaráttu hans. Vandræði Falwell og Liberty-háskólans byrjuðu áður en frétt Reuters birtist í gær. Falwell tók við stjórn skólans þegar faðir hans, sem stofnaði skólann, dó árið 2007. Undir stjórn Falwell hafa áhrif skólans aukist verulega og sækja hann um hundrað þúsund nýnemar á ári hverju. Hann fór í launað leyfi þann 7. ágúst eftir að hafa birt ögrandi mynd af sér og aðstoðarkonu eiginkonu sinnar þar sem þau voru bæði með buxnaklaufar sínar renndar niður og hann virtist halda á áfengum drykk. Nemendur Liberty-háskólans þurfa að lúta ströngum reglum um hvernig skuli hegða sér innan sem utan veggja skólans. Er þeim til að mynda bannað að stunda kynlíf utan hjónabands og meinað að nota fjölmiðla, efni hverra brýtur í bága við gildi og hefðir skólans. Er þar átt við klúra lagatexta, andkristin boð, kynferðisleg efni og nekt. Þá skulu nemendur forðast öfgar í hártísku og fatavali og klæðast hæversklega á öllum stundum. Þeim er einnig meinað að neita áfengis en Falwell sagði drykkinn sem hann hélt á ekki vera áfengan. Í frétt Washington Post segir að stjórn Liberty-háskólans hafi um nokkuð skeið verið að missa trú á stjórn Falwell og telja hann hafa misst sjónar á markmiðum skólans. Tilkynnt var að Falwell hefði hætt í stjórn og sem forseti Liberty-háskólans umsvifamikla en hann dró þær fregnir svo til baka.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira