Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 09:07 Ásgeir Jónsson seðlabankastjórinn lagar jakkann á kynningarfundi um stýrivaxtaákvörðun. vísir/vilhelm Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. Slíkt geti mögulega dregið úr hvata fólks til að halda aftur á vinnumarkað og orðið til þess að atvinnuleysi verði langvarandi. Alþingismenn, stéttarfélög og ýmsir hagfræðingar hafa kallað eftir því að bæturnar verði hækkaðar. Fyrir því séu ekki aðeins mannúðarrök heldur jafnframt hagfræðileg, eins og Ólafur Kjaran Árnason hagfræðingur rakti í nýlegri grein. Alþýðusamband Íslands tekur í sama streng, hvergi í heiminum hafi sú aðferð að „svelta fólk út af bótum skilað árangri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nefndi tvær aðstæður fyrir því að hann teldi hækkun atvinnuleysisbóta ekki ákjósanlega á þessum tímapunkti. Að hans áliti þurfi að vera „ákveðinn munur á atvinnuleysisbótum og lágmarkslaunum, til þess að það sé einhver „nauðsynlegur hvati“ til þess að stíga inn á vinnumarkaðinn og út úr bótakerfinu.“ Jafnframt hugnist fjármálaráðherra ekki að „leggja viðbótarálögur á atvinnurekendur vegna atvinnutryggingagjalds en það er það síðasta sem ég tel að muni hjálpa okkur við að skapa ný störf, að auka enn frekar álögur á atvinnulífið,“ sagði Bjarni í Bítinu á dögunum. Samtök atvinnulífsins hafa talað á svipuðum nótum: „Fjöldi rannsókna hefur sýnt að háar bætur í samhengi við laun á vinnumarkaði dragi úr hvata til atvinnuleitar og hafi þannig áhrif til aukins atvinnuleysis með tilheyrandi útgjöldum úr sameiginlegum sjóðum. Einnig hefur verið sýnt fram á að það sé samband milli lengdar bótatímabils og lengdar tímabils atvinnuleysis.“ Ekki fjárhagslegur hvati fyrir ungt fólk Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, aðspurður í Fréttablaðinu, segir að hækkun atvinnuleysisbóta geti mögulega leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. „Hin almenna regla er sú að hækkun atvinnuleysisbóta dregur úr eftirspurn eftir störfum – miðað við hvað bætur eru nú háar bendir ekkert til annars en það gerist nú,“ segir Ásgeir. Slíkt geti orðið til þess að atvinnuleysið verði langvarandi. Lágar atvinnuleysisbætur geti orðið til þess að halda aftur af einkaneyslu - „en ég held að það eigi ekki við hér á landi,“ bætir Ásgeir við. Að sama skapi segist hann við blaðið hafa „verulegar áhyggjur“ af því að ungt fólk eigi í erfiðleikum með að hefja starfsferil sinn. Fyrstu skrefin á vinnumarkaði skili litlum peningalegum ávinningi. Greint var frá því gær að til standi að framlengja rétt til tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Þá verði hlutabótaúrræðið framlengt sömuleiðis. Vinnumarkaður Félagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02 Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. 13. ágúst 2020 13:00 Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. 15. júlí 2020 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. Slíkt geti mögulega dregið úr hvata fólks til að halda aftur á vinnumarkað og orðið til þess að atvinnuleysi verði langvarandi. Alþingismenn, stéttarfélög og ýmsir hagfræðingar hafa kallað eftir því að bæturnar verði hækkaðar. Fyrir því séu ekki aðeins mannúðarrök heldur jafnframt hagfræðileg, eins og Ólafur Kjaran Árnason hagfræðingur rakti í nýlegri grein. Alþýðusamband Íslands tekur í sama streng, hvergi í heiminum hafi sú aðferð að „svelta fólk út af bótum skilað árangri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nefndi tvær aðstæður fyrir því að hann teldi hækkun atvinnuleysisbóta ekki ákjósanlega á þessum tímapunkti. Að hans áliti þurfi að vera „ákveðinn munur á atvinnuleysisbótum og lágmarkslaunum, til þess að það sé einhver „nauðsynlegur hvati“ til þess að stíga inn á vinnumarkaðinn og út úr bótakerfinu.“ Jafnframt hugnist fjármálaráðherra ekki að „leggja viðbótarálögur á atvinnurekendur vegna atvinnutryggingagjalds en það er það síðasta sem ég tel að muni hjálpa okkur við að skapa ný störf, að auka enn frekar álögur á atvinnulífið,“ sagði Bjarni í Bítinu á dögunum. Samtök atvinnulífsins hafa talað á svipuðum nótum: „Fjöldi rannsókna hefur sýnt að háar bætur í samhengi við laun á vinnumarkaði dragi úr hvata til atvinnuleitar og hafi þannig áhrif til aukins atvinnuleysis með tilheyrandi útgjöldum úr sameiginlegum sjóðum. Einnig hefur verið sýnt fram á að það sé samband milli lengdar bótatímabils og lengdar tímabils atvinnuleysis.“ Ekki fjárhagslegur hvati fyrir ungt fólk Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, aðspurður í Fréttablaðinu, segir að hækkun atvinnuleysisbóta geti mögulega leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. „Hin almenna regla er sú að hækkun atvinnuleysisbóta dregur úr eftirspurn eftir störfum – miðað við hvað bætur eru nú háar bendir ekkert til annars en það gerist nú,“ segir Ásgeir. Slíkt geti orðið til þess að atvinnuleysið verði langvarandi. Lágar atvinnuleysisbætur geti orðið til þess að halda aftur af einkaneyslu - „en ég held að það eigi ekki við hér á landi,“ bætir Ásgeir við. Að sama skapi segist hann við blaðið hafa „verulegar áhyggjur“ af því að ungt fólk eigi í erfiðleikum með að hefja starfsferil sinn. Fyrstu skrefin á vinnumarkaði skili litlum peningalegum ávinningi. Greint var frá því gær að til standi að framlengja rétt til tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Þá verði hlutabótaúrræðið framlengt sömuleiðis.
Vinnumarkaður Félagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02 Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. 13. ágúst 2020 13:00 Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. 15. júlí 2020 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02
Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. 13. ágúst 2020 13:00
Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. 15. júlí 2020 20:00