Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2020 19:40 Frá Kenosha í Bandaríkjunum. AP Photo/David Goldman Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. Í frétt CNN segir þó hins vegar að útskýringar lögreglunnar skilji enn eftir „gapandi holu“ í tímalínuninni sem átti sér stað er Blake var skotinn. Í raun sé aðeins um að ræða einhvers konar drög að útskýringu, því að ekki sé greint frá því af hverju lögregla hafi viljað handtaka Blake, hvorki sé greint frá því hvort Blake hafi verið vopnaður eggvopni né af hverju hann var skotinn alls sjö sinnum. Segja Blake hafa viðurkennt að hafa verið með hníf Lögregluyfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki stigið fram til að útskýra hvað lögreglumenn voru að gera á vettvangi, og hvað hafi leitt til þess að Blake var skotinn. Í frásögn lögregluyfirvalda kemur raunar aðeins fram að lögreglumenn hafi ætlað sér að handtaka Blake, 29 ára svartan mann. Lögreglumenn hafi reynt að hafa hendur í hári hans með rafbyssu, án árangurs. Hann hafi því næst gengið að ökumannshurðinni á bíl hans og beygt sig inn í bílinn. Það var þá sem lögreglumaðurinn Rusten Sheskey skaut Blake sjö sinnum í bakið. Lögregla segir að Blake hafi viðurkennt að hafa verið með hníf og að lögreglumenn hafi lagt hald á hníf sem fannst á gólfi bifreiðar Blake. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Skotunum var hleypt af þremur mínútum eftir að lögreglumenn mættu á vettvang. Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir viðskipti sín við lögreglu en gríðarleg mótmæli hafa sprottið upp í kjölfarið. Lögreglan í Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Hann stendur frammi fyrir því að vera ákærður fyrir morð. Bandaríkin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. Í frétt CNN segir þó hins vegar að útskýringar lögreglunnar skilji enn eftir „gapandi holu“ í tímalínuninni sem átti sér stað er Blake var skotinn. Í raun sé aðeins um að ræða einhvers konar drög að útskýringu, því að ekki sé greint frá því af hverju lögregla hafi viljað handtaka Blake, hvorki sé greint frá því hvort Blake hafi verið vopnaður eggvopni né af hverju hann var skotinn alls sjö sinnum. Segja Blake hafa viðurkennt að hafa verið með hníf Lögregluyfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki stigið fram til að útskýra hvað lögreglumenn voru að gera á vettvangi, og hvað hafi leitt til þess að Blake var skotinn. Í frásögn lögregluyfirvalda kemur raunar aðeins fram að lögreglumenn hafi ætlað sér að handtaka Blake, 29 ára svartan mann. Lögreglumenn hafi reynt að hafa hendur í hári hans með rafbyssu, án árangurs. Hann hafi því næst gengið að ökumannshurðinni á bíl hans og beygt sig inn í bílinn. Það var þá sem lögreglumaðurinn Rusten Sheskey skaut Blake sjö sinnum í bakið. Lögregla segir að Blake hafi viðurkennt að hafa verið með hníf og að lögreglumenn hafi lagt hald á hníf sem fannst á gólfi bifreiðar Blake. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Skotunum var hleypt af þremur mínútum eftir að lögreglumenn mættu á vettvang. Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir viðskipti sín við lögreglu en gríðarleg mótmæli hafa sprottið upp í kjölfarið. Lögreglan í Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Hann stendur frammi fyrir því að vera ákærður fyrir morð.
Bandaríkin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira