Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Jakob Bjarnar skrifar 31. ágúst 2020 16:05 Sigrún Helga Lund gat ekki horft upp á hóp manna ganga í skrokk á liggjandi manni. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur vakið mikla athygli eftir að myndband af svæsnum hópslagsmálum á Laugavegi nú um helgina brutust út. Þar má sjá hvar hún hleypur inn í þvöguna og leysir slagsmálin upp. „Maður getur ekki setið inni og drukkið bjór þegar maður sér sparkað í höfuðið á liggjandi manni,“ segir Sigrún Helga í samtali við Vísi. Brá þegar hún sá myndbandsupptökuna Eins og fram hefur komið eru umrædd slagsmál verulega harkaleg en málið er nú til rannsóknar. Á meðfylgjandi myndbandsupptöku má sjá tilþrifin sem Sigrún Helga sýnir. Óhætt er að fullyrða að flestir hefðu veigrað sér við því að láta til sín taka við þessar aðstæður og sýna þá dirfsku sem til þarf. Fréttablaðið greindi frá því að kona sem sést þjóta milli slagsmálaseggjanna er Sigrún Helga. Hún er margfaldur Íslands- og Evrópumeistari í brasilísku bardagalistinni Jiu Jitsu og segir spurð ekki fráleitt að telja það hafi hjálpað uppá sakirnar; að hafa til að bera það sjálfstraust sem þarf til að láta til sín taka með þessum hætti. Annars var um nánast ósjálfráð viðbrögð að ræða. „Ég hugsaði ekki mikið. Ég bara hljóp,“ segir Sigrún Helga. Hún segir að sér hafi reyndar brugðið í brún þegar hún svo sá myndbandsupptökuna af atburðinum og áttaði sig á því hversu harkaleg slagsmálin voru. Fékk hálfgert sjokk. Bara kona að detta í fertugt En Sigrún Helga var hvergi smeyk meðan á þessu stóð. Þú bara veður inní hópinn hvergi smeyk? „Já. Ég hef aldrei orðið vitni af svona hópslagsmálum áður. Sá er kannski munurinn. Kannski er auðveldara fyrir konur að hlaupa inni í svona. Ég var aldrei hrædd um að þeir myndu ráðast á mig.“ Sigrún var á Session Craft Bar ásamt vinkonu sinni Kristínu Helgu Karlsdóttur. Eins og segir í Fréttablaðinu sátu þær á næsta borði við Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúi Pírata, sem hafði séð slagsmálin út um gluggann. Sigrún Helga ákveðið að skakka leikinn þegar hún sá hóp sparka í liggjandi mann. Í samtali við Vísi hlær Sigrún Helga við spurð hvort hún sé enn að keppa í Jiu Jitsu. „Ég er nú bara kona að detta í fertugt!“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin og viðtal við Sigrúnu Helgu af vettvangi. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Sigrún Helga Lund, tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur vakið mikla athygli eftir að myndband af svæsnum hópslagsmálum á Laugavegi nú um helgina brutust út. Þar má sjá hvar hún hleypur inn í þvöguna og leysir slagsmálin upp. „Maður getur ekki setið inni og drukkið bjór þegar maður sér sparkað í höfuðið á liggjandi manni,“ segir Sigrún Helga í samtali við Vísi. Brá þegar hún sá myndbandsupptökuna Eins og fram hefur komið eru umrædd slagsmál verulega harkaleg en málið er nú til rannsóknar. Á meðfylgjandi myndbandsupptöku má sjá tilþrifin sem Sigrún Helga sýnir. Óhætt er að fullyrða að flestir hefðu veigrað sér við því að láta til sín taka við þessar aðstæður og sýna þá dirfsku sem til þarf. Fréttablaðið greindi frá því að kona sem sést þjóta milli slagsmálaseggjanna er Sigrún Helga. Hún er margfaldur Íslands- og Evrópumeistari í brasilísku bardagalistinni Jiu Jitsu og segir spurð ekki fráleitt að telja það hafi hjálpað uppá sakirnar; að hafa til að bera það sjálfstraust sem þarf til að láta til sín taka með þessum hætti. Annars var um nánast ósjálfráð viðbrögð að ræða. „Ég hugsaði ekki mikið. Ég bara hljóp,“ segir Sigrún Helga. Hún segir að sér hafi reyndar brugðið í brún þegar hún svo sá myndbandsupptökuna af atburðinum og áttaði sig á því hversu harkaleg slagsmálin voru. Fékk hálfgert sjokk. Bara kona að detta í fertugt En Sigrún Helga var hvergi smeyk meðan á þessu stóð. Þú bara veður inní hópinn hvergi smeyk? „Já. Ég hef aldrei orðið vitni af svona hópslagsmálum áður. Sá er kannski munurinn. Kannski er auðveldara fyrir konur að hlaupa inni í svona. Ég var aldrei hrædd um að þeir myndu ráðast á mig.“ Sigrún var á Session Craft Bar ásamt vinkonu sinni Kristínu Helgu Karlsdóttur. Eins og segir í Fréttablaðinu sátu þær á næsta borði við Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúi Pírata, sem hafði séð slagsmálin út um gluggann. Sigrún Helga ákveðið að skakka leikinn þegar hún sá hóp sparka í liggjandi mann. Í samtali við Vísi hlær Sigrún Helga við spurð hvort hún sé enn að keppa í Jiu Jitsu. „Ég er nú bara kona að detta í fertugt!“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin og viðtal við Sigrúnu Helgu af vettvangi. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira