Hrækt að ráðherra og ráðist að kynhneigð hans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2020 23:37 Jens Spahn er heilbrigðisráðherra Þýskalands. EPA/SASCHA STEINBACH Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýsklands, fékk yfir sig háðsglósur og fúkyrðaflaum síðastliðinn laugardag þar sem hann reyndi að tala við mótmælendur í Norðurrín-Vestfalíu, einu sambandslandi Þýskalands. Mótmælin sneru að aðgerðum stjórnvalda til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, sem mótmælendur telja skerða frelsi sitt. Þá hræktu einhverjir mótmælendur í átt að ráðherranum. Mótmælendur höfðu safnast saman skammt frá viðburði sem skipulagður hafði verið í aðdraganda kosninga í sambandslandinu, að því er fram kemur á vef Guardian. Þar var sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda mótmælt. Ráðherrann er þá sagður hafa farið til mótmælendanna til þess að ræða við þá. Mótmælendur voru þó ekki mjög viðræðufúsir og í stað þess að ræða við ráðherrann var fúkyrðum hreytt í hann og hrækt var í áttina að honum. Honum var sagt að „skammast sín“ og „hypja sig,“ auk þess sem einhverjir mótmælendur reyndu að koma höggi á Spahn með því að minnast á kynhneigð hans. Spahn er samkynhneigður en mótmælendur kölluðu hann meðal annars „samkynhneigt svín.“ Að neðan má sjá myndband af samskiptum ráðherrans við mótmælendur. Mótmælendur í minnihluta Spahn var á mælendaskrá á öðrum viðburði í Bottrop í kvöld, en þýskir staðarmiðlar greina frá því að þar hafi andrúmsloftið svipað til atburðarins sem fjallað var um hér að ofan. Þar gagnrýndi ráðherrann fólk sem kýs að „halda sig í sinni Facebook og WhatsApp-veröld, gerast árásargjarnara og hætta að leitast við að eiga samskipti við fólk á öðrum skoðunum.“ Vinsældir Spahn í Þýskalandi hafa þrátt fyrir allt ofangreint farið vaxandi í Þýskalandi frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Hann er þó illa liðinn meðal þeirra sem standa gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og þeirra sem telja að kórónuveiran sé ekki jafn skaðleg og hún er. Um helgina fóru fram fjölmenn mótmæli í Berlín þar sem sóttvarnaaðgerðum þýskra stjórnvalda var mótmælt. Hluti mótmælenda braut sér þá leið inn í þinghúsið. Það gerðu þeir eftir að sá orðrómur tók að kvisast út á meðal þeirra að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði flogið til Þýskalands til að sýna málstað þeirra stuðning. Það hafði hann hins vegar ekki gert. Skoðanakannanir í Þýskalandi sýna þá fram á að mótmælendurnir, sem voru um 30.000 í Berlín um helgina, tilheyri minnihlutahópi ef litið er á þýsku þjóðina í heild. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem þýski fjölmiðillinn ZDF birti á föstudag telja 10 prósent þeirra sem tóku þátt að stjórnvöld geri of mikið til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá telja um 60 prósent að aðgerðir stjórnvalda séu hæfilegar, en 28 prósent telja ekki nógu langt gengið í baráttunni við faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda Mikill fjöldi fólks kom saman í mótmælagöngu í Berlín í Þýskalandi í dag. 29. ágúst 2020 15:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýsklands, fékk yfir sig háðsglósur og fúkyrðaflaum síðastliðinn laugardag þar sem hann reyndi að tala við mótmælendur í Norðurrín-Vestfalíu, einu sambandslandi Þýskalands. Mótmælin sneru að aðgerðum stjórnvalda til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, sem mótmælendur telja skerða frelsi sitt. Þá hræktu einhverjir mótmælendur í átt að ráðherranum. Mótmælendur höfðu safnast saman skammt frá viðburði sem skipulagður hafði verið í aðdraganda kosninga í sambandslandinu, að því er fram kemur á vef Guardian. Þar var sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda mótmælt. Ráðherrann er þá sagður hafa farið til mótmælendanna til þess að ræða við þá. Mótmælendur voru þó ekki mjög viðræðufúsir og í stað þess að ræða við ráðherrann var fúkyrðum hreytt í hann og hrækt var í áttina að honum. Honum var sagt að „skammast sín“ og „hypja sig,“ auk þess sem einhverjir mótmælendur reyndu að koma höggi á Spahn með því að minnast á kynhneigð hans. Spahn er samkynhneigður en mótmælendur kölluðu hann meðal annars „samkynhneigt svín.“ Að neðan má sjá myndband af samskiptum ráðherrans við mótmælendur. Mótmælendur í minnihluta Spahn var á mælendaskrá á öðrum viðburði í Bottrop í kvöld, en þýskir staðarmiðlar greina frá því að þar hafi andrúmsloftið svipað til atburðarins sem fjallað var um hér að ofan. Þar gagnrýndi ráðherrann fólk sem kýs að „halda sig í sinni Facebook og WhatsApp-veröld, gerast árásargjarnara og hætta að leitast við að eiga samskipti við fólk á öðrum skoðunum.“ Vinsældir Spahn í Þýskalandi hafa þrátt fyrir allt ofangreint farið vaxandi í Þýskalandi frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Hann er þó illa liðinn meðal þeirra sem standa gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og þeirra sem telja að kórónuveiran sé ekki jafn skaðleg og hún er. Um helgina fóru fram fjölmenn mótmæli í Berlín þar sem sóttvarnaaðgerðum þýskra stjórnvalda var mótmælt. Hluti mótmælenda braut sér þá leið inn í þinghúsið. Það gerðu þeir eftir að sá orðrómur tók að kvisast út á meðal þeirra að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði flogið til Þýskalands til að sýna málstað þeirra stuðning. Það hafði hann hins vegar ekki gert. Skoðanakannanir í Þýskalandi sýna þá fram á að mótmælendurnir, sem voru um 30.000 í Berlín um helgina, tilheyri minnihlutahópi ef litið er á þýsku þjóðina í heild. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem þýski fjölmiðillinn ZDF birti á föstudag telja 10 prósent þeirra sem tóku þátt að stjórnvöld geri of mikið til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá telja um 60 prósent að aðgerðir stjórnvalda séu hæfilegar, en 28 prósent telja ekki nógu langt gengið í baráttunni við faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda Mikill fjöldi fólks kom saman í mótmælagöngu í Berlín í Þýskalandi í dag. 29. ágúst 2020 15:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda Mikill fjöldi fólks kom saman í mótmælagöngu í Berlín í Þýskalandi í dag. 29. ágúst 2020 15:58