Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 2. september 2020 18:31 Sigurbjörg og Svanur vilja að verkferlar Krabbmeinsfélagsins verði teknir til endurskoðunar. Vísir/Frikki Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. Reynheiður Þóra Guðmundsdóttir lést þann 22. ágúst síðast liðinn eftir eins árs baráttu við leghálskrabbamein. Hún var aðeins 35 ára gömul og lætur eftir sig eiginmann og tvö börn, fjögurra og sjö ára. Reynheiður fór í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu í september 2018 og fékk þær niðurstöður að allt væri með felldu. Stuttu síðar fóru þó einkenni krabbameinsins að gera vart við sig. „Svo ellefu mánuðum seinna vaknar hann [eiginmaður Reynheiðar] hér upp um nóttina og þá er hún komin inn á klósett og þá er henni bara hreinlega að blæða út. Þá kemur það í ljós við rannsókn að æxlið er orðið mjög stórt og búið að dreifa sér upp í gallblöðru og umvafið æðum sem þeir þora ekki að hreyfa við, þora ekki að koma við það, það er orðið það stórt,“ segir Sigurbjörg Gunnarsdóttir, móðir Reynheiðar. „Stuttu fyrir 9. ágúst þá kem ég að henni og þá er aðeins að blæða úr henni. Þá fer hún sjálf til kvensjúkdómalæknis og svo þarna 9. ágúst, viku eða tveim vikum seinna, þegar ég er á spítalanum þá hringir kvensjúkdómalæknirinn. Ég segi við hann „Ég veit hvað þú ert að fara að segja og við erum hérna inni.“ Og hann segir bara „Samhryggist þér,““ segir Svanur Örn Þrastarson, eiginmaður Reynheiðar. Reynheiður var borin til grafar síðastliðinn mánudag. Sama dag var greint frá því að kona hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að hafa fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskoðun.Vísir/Frikki Vægar frumubreytingar fundust fyrir fjórum árum Þegar Reynheiður var tvítug greindust hún með frumubreytingar í legi og var hún send í keiluskurð og er hún því í áhættuhópi. Daginn sem Reynheiður var jörðuð voru sagðar fréttir af alvarlegum mistökum starfsmanns Krabbameinsfélagsins sem uppgötvuðust eftir að kona um fimmtugt greindist með ólæknandi krabbamein sem hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef hún hefði ekki fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskoðun 2018. Eftir fréttirnar vill fjölskylda Reynheiðar svör. Í dag bárust þau svör frá Krabbameinsfélaginu að ekki hafi sést frumubreytingar í sýninu frá 2018. Hins vegar hafi vægar frumubreytingar sést árið 2016 en vegna þess að ekki mældist í henni HPV-veira hafi ekki verið talið nauðsynlegt að kanna það frekar. Þau segja að Reynheiður hafi aldrei fengið upplýsingar um frumubreytingarnar. „Af hverju hafa þeir ekki samband við hana 2016 og segja að þarna hafi þeir fundið eitthvað því þá hefði hún farið með málið lengra sjálf. Sérstaklega af því hún er búin að fara í gegn um þennan feril með að fara í keiluskurð,“ segir Sigurbjörg. Svanur Þór segir að ef það hefði verið gert telji hann að Reynheiður hefði látið fjarlægja úr sér legið. „Eftir okkar seinna barn var hún að diskútera það, að láta fjarlægja það.“ „Kannski fáum við engin svör“ Sigurbjörg og Svanur setja spurningarmerki við að ekkert hafi sést í sýninu sem tekið var 2018, sérstaklega í ljósi frétta síðustu daga. „Miðað við veikindin og miðað við æxlið og annað þá bara getur þetta bara ekki passað,“ segir Svanur. Þá geti þau ekki hætt að hugsa um orð læknanna. „Ég heyrði þá segja: „Þú gerðir allt þitt, þetta er ekki þér að kenna, kerfið brást þér,““ segir Sigurbjörg. Þau hafi ekki haft styrkinn til að kanna þessi orð frekar á þeim tíma en nú hafa þau sent inn kvörtun til landlæknisembættisins og vilja á málið sé rannsakað. „Kannski fáum við engin svör en vonandi fáum við allavega eitthvað,“ segir Sigurbjörg. Svanur bætir við að Reynheiður hafi aldrei þolað að sjá óréttlæti. „Þess vegna eru þessir hlutir nokkurn veginn efst í hausnum á manni. Hún gat ekki látið öðrum líða illa og vildi öllum gott. Það eru bara voða fáir einstaklingar í heiminum sem eru svona.“ Þau vilja að verkferlarnir séu endurskoðaðir. „Bara að allt í kring um þetta sé endurhugsað út í eitt,“ segir Svanur. Sigurbjörg segir engu í máli Reynheiðar verði breytt héðan af. „En að þetta verði einhverjum til góðs.“ Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Minnst þrjátíu konur fengið ranga niðurstöðu hjá Krabbameinsfélaginu Að minnsta kosti 30 konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands árið 2018. Félagið vinnur nú að því að endurskoða um 6000 leghálssýni. 1. september 2020 18:49 Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. Reynheiður Þóra Guðmundsdóttir lést þann 22. ágúst síðast liðinn eftir eins árs baráttu við leghálskrabbamein. Hún var aðeins 35 ára gömul og lætur eftir sig eiginmann og tvö börn, fjögurra og sjö ára. Reynheiður fór í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu í september 2018 og fékk þær niðurstöður að allt væri með felldu. Stuttu síðar fóru þó einkenni krabbameinsins að gera vart við sig. „Svo ellefu mánuðum seinna vaknar hann [eiginmaður Reynheiðar] hér upp um nóttina og þá er hún komin inn á klósett og þá er henni bara hreinlega að blæða út. Þá kemur það í ljós við rannsókn að æxlið er orðið mjög stórt og búið að dreifa sér upp í gallblöðru og umvafið æðum sem þeir þora ekki að hreyfa við, þora ekki að koma við það, það er orðið það stórt,“ segir Sigurbjörg Gunnarsdóttir, móðir Reynheiðar. „Stuttu fyrir 9. ágúst þá kem ég að henni og þá er aðeins að blæða úr henni. Þá fer hún sjálf til kvensjúkdómalæknis og svo þarna 9. ágúst, viku eða tveim vikum seinna, þegar ég er á spítalanum þá hringir kvensjúkdómalæknirinn. Ég segi við hann „Ég veit hvað þú ert að fara að segja og við erum hérna inni.“ Og hann segir bara „Samhryggist þér,““ segir Svanur Örn Þrastarson, eiginmaður Reynheiðar. Reynheiður var borin til grafar síðastliðinn mánudag. Sama dag var greint frá því að kona hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að hafa fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskoðun.Vísir/Frikki Vægar frumubreytingar fundust fyrir fjórum árum Þegar Reynheiður var tvítug greindust hún með frumubreytingar í legi og var hún send í keiluskurð og er hún því í áhættuhópi. Daginn sem Reynheiður var jörðuð voru sagðar fréttir af alvarlegum mistökum starfsmanns Krabbameinsfélagsins sem uppgötvuðust eftir að kona um fimmtugt greindist með ólæknandi krabbamein sem hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef hún hefði ekki fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskoðun 2018. Eftir fréttirnar vill fjölskylda Reynheiðar svör. Í dag bárust þau svör frá Krabbameinsfélaginu að ekki hafi sést frumubreytingar í sýninu frá 2018. Hins vegar hafi vægar frumubreytingar sést árið 2016 en vegna þess að ekki mældist í henni HPV-veira hafi ekki verið talið nauðsynlegt að kanna það frekar. Þau segja að Reynheiður hafi aldrei fengið upplýsingar um frumubreytingarnar. „Af hverju hafa þeir ekki samband við hana 2016 og segja að þarna hafi þeir fundið eitthvað því þá hefði hún farið með málið lengra sjálf. Sérstaklega af því hún er búin að fara í gegn um þennan feril með að fara í keiluskurð,“ segir Sigurbjörg. Svanur Þór segir að ef það hefði verið gert telji hann að Reynheiður hefði látið fjarlægja úr sér legið. „Eftir okkar seinna barn var hún að diskútera það, að láta fjarlægja það.“ „Kannski fáum við engin svör“ Sigurbjörg og Svanur setja spurningarmerki við að ekkert hafi sést í sýninu sem tekið var 2018, sérstaklega í ljósi frétta síðustu daga. „Miðað við veikindin og miðað við æxlið og annað þá bara getur þetta bara ekki passað,“ segir Svanur. Þá geti þau ekki hætt að hugsa um orð læknanna. „Ég heyrði þá segja: „Þú gerðir allt þitt, þetta er ekki þér að kenna, kerfið brást þér,““ segir Sigurbjörg. Þau hafi ekki haft styrkinn til að kanna þessi orð frekar á þeim tíma en nú hafa þau sent inn kvörtun til landlæknisembættisins og vilja á málið sé rannsakað. „Kannski fáum við engin svör en vonandi fáum við allavega eitthvað,“ segir Sigurbjörg. Svanur bætir við að Reynheiður hafi aldrei þolað að sjá óréttlæti. „Þess vegna eru þessir hlutir nokkurn veginn efst í hausnum á manni. Hún gat ekki látið öðrum líða illa og vildi öllum gott. Það eru bara voða fáir einstaklingar í heiminum sem eru svona.“ Þau vilja að verkferlarnir séu endurskoðaðir. „Bara að allt í kring um þetta sé endurhugsað út í eitt,“ segir Svanur. Sigurbjörg segir engu í máli Reynheiðar verði breytt héðan af. „En að þetta verði einhverjum til góðs.“
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Minnst þrjátíu konur fengið ranga niðurstöðu hjá Krabbameinsfélaginu Að minnsta kosti 30 konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands árið 2018. Félagið vinnur nú að því að endurskoða um 6000 leghálssýni. 1. september 2020 18:49 Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Minnst þrjátíu konur fengið ranga niðurstöðu hjá Krabbameinsfélaginu Að minnsta kosti 30 konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands árið 2018. Félagið vinnur nú að því að endurskoða um 6000 leghálssýni. 1. september 2020 18:49
Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46