Rodriguez skrifar undir hjá Everton á morgun | Doucoure og Allan á leiðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 21:00 Ancelotti og Rodriguez þekkjast ágætlega en Ancelotti þjálfaði hann hjá Real Madrid sem og Bayern München. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Kólumbíski miðjumaðurinn James Rodriguez mun skrifa undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton á morgun ef marka má Phil McNulty, blaðamann BBC. Samkvæmt heimildum Sky Sports fór Rodriguez í læknisskoðun í dag. Félagaskiptin hafa legið í loftinu í dágóðan tíma en Carlo Ancelotti – þjálfari Everton – þjálfaði Rodriguez hjá bæði Real Madrid og Bayern München. Rodriguez væri fyrstu alvöru leikmannakaup Ancelotti síðan hann tók við stjórnartaumum Everton í desember á síðasta ári. Leikmaðurinn hefur verið í algjöru aukahlutverki hjá Real Madrid undanfarin misseri og var til að mynda lánaður til Þýskalandsmeistara Bayern. Leikmaðurinn á aðeins ár eftir af samningi sínum við Real og því er talið að Everton fái hann fyrir í kringum 20 milljónir punda. Talið er að hinn 29 ára gamli Rodriguez skrifi undir þriggja ára samning við Bítlaborgarfélagið á morgun. Rodriguez hefur aðallega spilað í „tíunni,“ það er að segja í holunni fyrir aftan sóknarmanninn. Síðan Ancelotti tók við hefur hann aðallega spilað hefðbundið 4-4-2 leikkerfi og því áhugavert að sjá hvort hann breyti um taktík með tilkomu Rodriguez eða hvort Kólumbíumaðurinn muni ef til vill leika á kantinum. After completing deals for James Rodriguez and Allan, Everton are now one step away from signing also Abdoulaye Doucouré. 25m to Watford possible final fee but some detail still to be resolved. Personal terms ok. Ancelotti is making business... #EFC #Everton— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2020 McNulty segir Everton einnig svo gott sem búið að fjárfesta í hinum 27 ára gamla Abdoulaye Doucoure, miðjumanni Watford, á 25 milljónir punda. Þá ku Allan, 29 ára miðjumaður Napoli, vera á leiðinni í raðir félagsins en Ancelotti þekkir hann frá tíma sínum með ítalska félagið. James Rodriguez and Allan will both undergo medicals tomorrow before completing deals to join Everton.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 1, 2020 Það er því ljóst að landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun eiga undir högg að sækja á komandi tímabili fyrst Ancelotti er að kaupa þrjá leikmenn sem spila allir sömu stöður og íslenski miðjumaðurinn. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30 Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Kólumbíski miðjumaðurinn James Rodriguez mun skrifa undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton á morgun ef marka má Phil McNulty, blaðamann BBC. Samkvæmt heimildum Sky Sports fór Rodriguez í læknisskoðun í dag. Félagaskiptin hafa legið í loftinu í dágóðan tíma en Carlo Ancelotti – þjálfari Everton – þjálfaði Rodriguez hjá bæði Real Madrid og Bayern München. Rodriguez væri fyrstu alvöru leikmannakaup Ancelotti síðan hann tók við stjórnartaumum Everton í desember á síðasta ári. Leikmaðurinn hefur verið í algjöru aukahlutverki hjá Real Madrid undanfarin misseri og var til að mynda lánaður til Þýskalandsmeistara Bayern. Leikmaðurinn á aðeins ár eftir af samningi sínum við Real og því er talið að Everton fái hann fyrir í kringum 20 milljónir punda. Talið er að hinn 29 ára gamli Rodriguez skrifi undir þriggja ára samning við Bítlaborgarfélagið á morgun. Rodriguez hefur aðallega spilað í „tíunni,“ það er að segja í holunni fyrir aftan sóknarmanninn. Síðan Ancelotti tók við hefur hann aðallega spilað hefðbundið 4-4-2 leikkerfi og því áhugavert að sjá hvort hann breyti um taktík með tilkomu Rodriguez eða hvort Kólumbíumaðurinn muni ef til vill leika á kantinum. After completing deals for James Rodriguez and Allan, Everton are now one step away from signing also Abdoulaye Doucouré. 25m to Watford possible final fee but some detail still to be resolved. Personal terms ok. Ancelotti is making business... #EFC #Everton— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2020 McNulty segir Everton einnig svo gott sem búið að fjárfesta í hinum 27 ára gamla Abdoulaye Doucoure, miðjumanni Watford, á 25 milljónir punda. Þá ku Allan, 29 ára miðjumaður Napoli, vera á leiðinni í raðir félagsins en Ancelotti þekkir hann frá tíma sínum með ítalska félagið. James Rodriguez and Allan will both undergo medicals tomorrow before completing deals to join Everton.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 1, 2020 Það er því ljóst að landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun eiga undir högg að sækja á komandi tímabili fyrst Ancelotti er að kaupa þrjá leikmenn sem spila allir sömu stöður og íslenski miðjumaðurinn.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30 Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30