Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2020 22:30 Robert Redfield, forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, skrifaði undir bréf til heilbrigðisyfirvalda alls staðar í Bandaríkjunum þar sem þeim var sagt að búa sig undir að byrja að dreifa bóluefni til ákveðinna hópa. Vísir/EPA Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. Sumir sérfræðingar óttast að farið sé of geyst í þróun bóluefnis af pólitískum ástæðum. Skjöl með leiðbeiningunum voru send út sama dag og Donald Trump forseti sagði landsfundi Repúblikanaflokksins að bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, gæti verið tilbúið fyrir lok ársins. Trump á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar í haust, að hluta til vegna óánægju kjósenda með hvernig ríkisstjórn hans hefur brugðist við faraldrinum. Hátt í 200.000 Bandaríkjamenn hafa látist í faraldrinum og hefur hann hvergi verið mannskæðari. Trump hefur því verið áfjáður í að gera minna úr faraldrinum en efni standa til og bera út fréttir sem sérfræðingar segja of bjartsýnar. Í leiðbeiningunum er ríkjum og borgum sagt að búa sig undir að dreifa bóluefni til heilbrigðisstarfsmanna og áhættuhópa fyrir 1. nóvember. Forseta- og þingkosningar fara fram 3. nóvember. New York Times segir að CDC vísi til tveggja ónefndra bóluefna í leiðbeiningunum. Upplýsingar um bóluefnin, þar á meðal hvernig skal geyma þau og blanda, koma heim og saman við þau sem lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna þróa nú. Það eru þau bóluefni sem eru komin lengst í tilraunum. Pfizer sagði á dögunum að fyrirtækið stefndi á að leita eftir vottun yfirvalda jafnvel þegar í október. Yfirvöld í ríkjunum og borgunum eru beðin um að flýta öllum leyfum sem til þarf til að hægt verði að koma upp aðstöðu til að dreifa og geyma bóluefnin sem allra fyrst. CDC segir í skjölunum að „takmarkað“ upplag af bóluefni gegn Covid-19 gæti verið til snemma í nóvember. Svo virðist sem að annað bóluefnanna sem sem vísað er til í leiðbeiningum til bandarískra heilbrigðisyfirvalda sé það sem lyfjarisinn Pfizer vinnur nú að. Fyrirtækið hefur boðað að það gæti sóst eftir vottun yfirvalda þegar í næsta mánuði.Vísir/EPA Óttast að pólitík sé blandað inn í lýðheilsumál Tímasetningin sem kemur fram í leiðbeiningunum CDC veldur sumum sérfræðingum heilabrotum. New York Times segir að lýðheilsusérfræðingar séu á einu máli um að allar opinberar stofnanir á öllum stjórnsýslustigum ættu að búa sig fljótt undir það risavaxna verkefni að dreifa mögulegu bóluefni hratt. Það að nú sé talað um að bóluefnið verði tilbúið rétt fyrir kjördag veldur sumum sérfræðingum áhyggjum af því að Trump-stjórnin reyni að flýta bóluefni, eða að minnsta kosti að skapa væntingar um það, eins og hægt er í aðdraganda kosninganna. AP-fréttastofan hefur eftir lýðheilsu- og bóluefnissérfræðingum að enn sé unnið að því að fá fólk til að taka þátt í tilraunum með bóluefni. Í bestu falli sé það ferli nú hálfnað. „Þessi tímalína um fyrstu dreifingu fyrir lok október er virkilegt áhyggjuefni varðandi að pólitík sé blandað inn í lýðheilsu og mögulegar afleiðingar fyrir öryggi. Það er erfitt að líta ekki á þetta sem tilraun til að fá bóluefni fyrir kosningar,“ segir Saskia Popescu, faraldsfræðingur í Arizona við New York Times. Peter Hoetz, deildarforseti við Baylor-háskóla í Texas, segir AP að hann hafi miklar áhyggjur af því að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna muni nota neyðarheimildir til þess að samþykkja bóluefni áður en vitað sé með vissu hvort það virki og sé öruggt. „Þetta hefur ásýnd glæfrabragðs frekar en raunverulegra áhyggna af lýðheilsu,“ segir Hoetz. Í svipaðan streng tekur Taison Bell, sérfræðingur í lungna- og bráðalækningum við Virginíuháskóla. Hann telur gott að búa heilbrigðiskerfið undir að dreifa bóluefni en tímarammi CDC veki með honum ótta um að ríkisstjórnin muni leggja alla áherslu tímasetninguna sem hefur verið gefin upp á kostnað þess að standa faglega að þróun og vottun bóluefnis. CDC segir í leiðbeiningum sínum um undirbúning fyrir dreifingu bóluefnis eða bóluefna að áætlanirnar séu enn á „tilgátustigi“. Ástand Covid-19-faraldursins taki svo örum breytingum og sviðsmyndin geti breyst þegar nýjar upplýsingar liggja fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. Sumir sérfræðingar óttast að farið sé of geyst í þróun bóluefnis af pólitískum ástæðum. Skjöl með leiðbeiningunum voru send út sama dag og Donald Trump forseti sagði landsfundi Repúblikanaflokksins að bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, gæti verið tilbúið fyrir lok ársins. Trump á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar í haust, að hluta til vegna óánægju kjósenda með hvernig ríkisstjórn hans hefur brugðist við faraldrinum. Hátt í 200.000 Bandaríkjamenn hafa látist í faraldrinum og hefur hann hvergi verið mannskæðari. Trump hefur því verið áfjáður í að gera minna úr faraldrinum en efni standa til og bera út fréttir sem sérfræðingar segja of bjartsýnar. Í leiðbeiningunum er ríkjum og borgum sagt að búa sig undir að dreifa bóluefni til heilbrigðisstarfsmanna og áhættuhópa fyrir 1. nóvember. Forseta- og þingkosningar fara fram 3. nóvember. New York Times segir að CDC vísi til tveggja ónefndra bóluefna í leiðbeiningunum. Upplýsingar um bóluefnin, þar á meðal hvernig skal geyma þau og blanda, koma heim og saman við þau sem lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna þróa nú. Það eru þau bóluefni sem eru komin lengst í tilraunum. Pfizer sagði á dögunum að fyrirtækið stefndi á að leita eftir vottun yfirvalda jafnvel þegar í október. Yfirvöld í ríkjunum og borgunum eru beðin um að flýta öllum leyfum sem til þarf til að hægt verði að koma upp aðstöðu til að dreifa og geyma bóluefnin sem allra fyrst. CDC segir í skjölunum að „takmarkað“ upplag af bóluefni gegn Covid-19 gæti verið til snemma í nóvember. Svo virðist sem að annað bóluefnanna sem sem vísað er til í leiðbeiningum til bandarískra heilbrigðisyfirvalda sé það sem lyfjarisinn Pfizer vinnur nú að. Fyrirtækið hefur boðað að það gæti sóst eftir vottun yfirvalda þegar í næsta mánuði.Vísir/EPA Óttast að pólitík sé blandað inn í lýðheilsumál Tímasetningin sem kemur fram í leiðbeiningunum CDC veldur sumum sérfræðingum heilabrotum. New York Times segir að lýðheilsusérfræðingar séu á einu máli um að allar opinberar stofnanir á öllum stjórnsýslustigum ættu að búa sig fljótt undir það risavaxna verkefni að dreifa mögulegu bóluefni hratt. Það að nú sé talað um að bóluefnið verði tilbúið rétt fyrir kjördag veldur sumum sérfræðingum áhyggjum af því að Trump-stjórnin reyni að flýta bóluefni, eða að minnsta kosti að skapa væntingar um það, eins og hægt er í aðdraganda kosninganna. AP-fréttastofan hefur eftir lýðheilsu- og bóluefnissérfræðingum að enn sé unnið að því að fá fólk til að taka þátt í tilraunum með bóluefni. Í bestu falli sé það ferli nú hálfnað. „Þessi tímalína um fyrstu dreifingu fyrir lok október er virkilegt áhyggjuefni varðandi að pólitík sé blandað inn í lýðheilsu og mögulegar afleiðingar fyrir öryggi. Það er erfitt að líta ekki á þetta sem tilraun til að fá bóluefni fyrir kosningar,“ segir Saskia Popescu, faraldsfræðingur í Arizona við New York Times. Peter Hoetz, deildarforseti við Baylor-háskóla í Texas, segir AP að hann hafi miklar áhyggjur af því að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna muni nota neyðarheimildir til þess að samþykkja bóluefni áður en vitað sé með vissu hvort það virki og sé öruggt. „Þetta hefur ásýnd glæfrabragðs frekar en raunverulegra áhyggna af lýðheilsu,“ segir Hoetz. Í svipaðan streng tekur Taison Bell, sérfræðingur í lungna- og bráðalækningum við Virginíuháskóla. Hann telur gott að búa heilbrigðiskerfið undir að dreifa bóluefni en tímarammi CDC veki með honum ótta um að ríkisstjórnin muni leggja alla áherslu tímasetninguna sem hefur verið gefin upp á kostnað þess að standa faglega að þróun og vottun bóluefnis. CDC segir í leiðbeiningum sínum um undirbúning fyrir dreifingu bóluefnis eða bóluefna að áætlanirnar séu enn á „tilgátustigi“. Ástand Covid-19-faraldursins taki svo örum breytingum og sviðsmyndin geti breyst þegar nýjar upplýsingar liggja fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24