Hafþór Júlíus lofar því að láta nettröllin líta illa út í Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 08:30 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig vel niður eins og sést á þessari mynd af Instagram síðu hans. Mynd/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að breyta sér úr kraftlyftingamanni í hnefaleikamann. Það hafa margir gagnrýnt kappann fyrir hnefaleikatilþrifin hans hingað til og mótherji hans í Las Vegas hefur sem dæmi ekki miklar áhyggjur. Hafþór Júlíus hefur aftur á móti þegar bætt sig mikið á stuttum tíma og er núna kominn í miklu betra hnefaleikaform en hann var í byrjun. Fjallið er orðinn svo kokhraustur að hann er farinn að sýna heilmikið frá hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. Hafþór var nefnilega óhræddur við að sýna mikið af sér í hnefaleikahringnum á dögunum og gefa þá fyrrnefndum gagnrýnendum tækifæri til að skjóta á hann á ný. View this post on Instagram Sparring video up on my YouTube channel! Click fast. Link is in my bio!! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 1, 2020 at 8:38am PDT Hafþór Júlíus Björnsson reyndi sig á móti mörgum ólíkum hnefaleikaköppum á æfingunni en þeir áttu það þó sameiginlegt að vera svipað háir og væntanlegur mótherji hans sem er Eddie Hall. „Ég náði nokkrum góðum höggum en fékk líka nokkur góð högg. Í síðasta bardaganum þá leyfði ég Skúla að ná nokkrum höggum á mig. Ég verð líka að vera vanur að fá högg. Ég ætla að undirbúa mig fyrir allt og það mun ekkert koma mér á óvart í Las Vegas,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég að berjast við æfingafélaga einu sinni í viku núna og hina dagana þá er ég að æfa tækniþættina. Ekki endilega hraða heldur frekar fótavinnu og að hreyfa sig rétt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í lok æfingarinnar. Hann beindi síðan orðum sínum til allra nettröllanna en það er nóg af þeim hjá svona frægum manni. „Það eru margir að skrifa það á netinu að ég sé svo seinn og þungur á mér, að ég sé aumkunarverður og að ég sé hitt og þetta. Þið megið segja það sem þið viljið. Á næsta ári mun ég fagna sigri og ég get ekki beðið eftir að sýna að þið höfðuð rangt fyrir ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af Hafþóri Júlíusi að berjast. watch on YouTube Box Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að breyta sér úr kraftlyftingamanni í hnefaleikamann. Það hafa margir gagnrýnt kappann fyrir hnefaleikatilþrifin hans hingað til og mótherji hans í Las Vegas hefur sem dæmi ekki miklar áhyggjur. Hafþór Júlíus hefur aftur á móti þegar bætt sig mikið á stuttum tíma og er núna kominn í miklu betra hnefaleikaform en hann var í byrjun. Fjallið er orðinn svo kokhraustur að hann er farinn að sýna heilmikið frá hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. Hafþór var nefnilega óhræddur við að sýna mikið af sér í hnefaleikahringnum á dögunum og gefa þá fyrrnefndum gagnrýnendum tækifæri til að skjóta á hann á ný. View this post on Instagram Sparring video up on my YouTube channel! Click fast. Link is in my bio!! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 1, 2020 at 8:38am PDT Hafþór Júlíus Björnsson reyndi sig á móti mörgum ólíkum hnefaleikaköppum á æfingunni en þeir áttu það þó sameiginlegt að vera svipað háir og væntanlegur mótherji hans sem er Eddie Hall. „Ég náði nokkrum góðum höggum en fékk líka nokkur góð högg. Í síðasta bardaganum þá leyfði ég Skúla að ná nokkrum höggum á mig. Ég verð líka að vera vanur að fá högg. Ég ætla að undirbúa mig fyrir allt og það mun ekkert koma mér á óvart í Las Vegas,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég að berjast við æfingafélaga einu sinni í viku núna og hina dagana þá er ég að æfa tækniþættina. Ekki endilega hraða heldur frekar fótavinnu og að hreyfa sig rétt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í lok æfingarinnar. Hann beindi síðan orðum sínum til allra nettröllanna en það er nóg af þeim hjá svona frægum manni. „Það eru margir að skrifa það á netinu að ég sé svo seinn og þungur á mér, að ég sé aumkunarverður og að ég sé hitt og þetta. Þið megið segja það sem þið viljið. Á næsta ári mun ég fagna sigri og ég get ekki beðið eftir að sýna að þið höfðuð rangt fyrir ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af Hafþóri Júlíusi að berjast. watch on YouTube
Box Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Sjá meira