Pelosi segir atvikið á hárgreiðslustofunni hafa verið gildru Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2020 08:11 Nancy Pelosi á fundi í San Francisco í gær. AP Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi verið leidd í gildru í heimsókn sinni á hárgreiðslustofu í San Francisco þar sem myndir náðust af henni án þess að bera grímu í öryggismyndavélum stofunnar. Var um brot á sóttvarnareglum að ræða. „Ég tek ábyrgð á að hafa treyst orðum þeirra á hárgreiðslustofunni. Það kemur í ljós að þetta var gildra,“ sagði Pelosi er hún ræddi við blaðamenn. Pelosi hefur margoft gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að hafa neitað að bera grímu. Pelosi segist margoft hafa sótt eSalon SF hárgreiðslustofuna í gegnum árin. Hún hafi fengið þau skilaboð að stofan gæti tekið á móti einum viðskiptavini í einu innandyra, en yfirvöld í San Francisco heimila nú starfsfólki hárgreiðslustofa að bjóða upp á þjónustu utandyra. „Ég treysti því – og það kemur í ljós að þetta var gildra. Þannig að ég tek fulla ábyrgð á að hafa fallið í gildruna og ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það.“ Skjáskot úr öryggismyndavél hárgreiðslustofunnar sem sýnir Nancy Pelosi án grímu. Gríman er um hálsinn á henni. Forseti fulltrúadeildarinnar sagði ennfremur að hún telji forsvarsmenn hárgreiðslustofunnar skulda sér afsökunarbeiðni vegna málsins. „Við verðum að koma landinu okkar aftur á fætur og ég mun ekki láta þetta mál beina athyglinni frá því að rúmlega 185 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar.“ Trump tísti um málið þar sem hann sagði að verið væri að „rústa“ Pelosi fyrir það að hafa látið opna hárgreiðslustofu á meðan aðrar eru lokaðar. Sömuleiðis hafi hún ekki verið grímu þrátt fyrir að ítrekar prédíka að aðrir skuli geri það. Crazy Nancy Pelosi is being decimated for having a beauty parlor opened, when all others are closed, and for not wearing a Mask - despite constantly lecturing everyone else. We will almost certainly take back the House, and send Nancy packing!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 2, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nancy Pelosi grímulaus inni á hárgreiðslustofu í San Francisco Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. 2. september 2020 06:54 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi verið leidd í gildru í heimsókn sinni á hárgreiðslustofu í San Francisco þar sem myndir náðust af henni án þess að bera grímu í öryggismyndavélum stofunnar. Var um brot á sóttvarnareglum að ræða. „Ég tek ábyrgð á að hafa treyst orðum þeirra á hárgreiðslustofunni. Það kemur í ljós að þetta var gildra,“ sagði Pelosi er hún ræddi við blaðamenn. Pelosi hefur margoft gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að hafa neitað að bera grímu. Pelosi segist margoft hafa sótt eSalon SF hárgreiðslustofuna í gegnum árin. Hún hafi fengið þau skilaboð að stofan gæti tekið á móti einum viðskiptavini í einu innandyra, en yfirvöld í San Francisco heimila nú starfsfólki hárgreiðslustofa að bjóða upp á þjónustu utandyra. „Ég treysti því – og það kemur í ljós að þetta var gildra. Þannig að ég tek fulla ábyrgð á að hafa fallið í gildruna og ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það.“ Skjáskot úr öryggismyndavél hárgreiðslustofunnar sem sýnir Nancy Pelosi án grímu. Gríman er um hálsinn á henni. Forseti fulltrúadeildarinnar sagði ennfremur að hún telji forsvarsmenn hárgreiðslustofunnar skulda sér afsökunarbeiðni vegna málsins. „Við verðum að koma landinu okkar aftur á fætur og ég mun ekki láta þetta mál beina athyglinni frá því að rúmlega 185 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar.“ Trump tísti um málið þar sem hann sagði að verið væri að „rústa“ Pelosi fyrir það að hafa látið opna hárgreiðslustofu á meðan aðrar eru lokaðar. Sömuleiðis hafi hún ekki verið grímu þrátt fyrir að ítrekar prédíka að aðrir skuli geri það. Crazy Nancy Pelosi is being decimated for having a beauty parlor opened, when all others are closed, and for not wearing a Mask - despite constantly lecturing everyone else. We will almost certainly take back the House, and send Nancy packing!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 2, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nancy Pelosi grímulaus inni á hárgreiðslustofu í San Francisco Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. 2. september 2020 06:54 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Nancy Pelosi grímulaus inni á hárgreiðslustofu í San Francisco Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. 2. september 2020 06:54