Hvað ertu tilbúin/n að greiða fyrir æru þína? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 3. september 2020 10:30 Netið og samfélagsmiðlar hafa haft miklar breytingar í för með sér fyrir samfélagið allt og þróun lýðræðislegrar umræðu. Þrátt fyrir að netinu fylgi margar jákvæðar breytingar getur umfjöllun og ummæli um einstaklinga verið óvægin. Með tilkomu stafrænna miðla hafa því vaknað spurningar um hvernig hægt sé að tryggja friðhelgi einkalífs. Einnig eru dæmi um að einstaklingar hafi orðið fyrir flóði ærumeiðandi ummæla sem hafa valdið þeim miklum skaða og dregið úr trúverðugleika þeirra. Af þessum ástæðum hafa grannríki okkar á Norðurlöndum markað sér nýja stefnu með það að markmiði að tryggja betur mannhelgi og refsivernd sem er ætlað að fanga ólík mál. Í stafrænum heimi verður sífellt erfiðara að vita hver stendur að baki ærumeiðingum á netinu eða hver ræðst gegn friðhelgi manna. Upplýsingar fást oft ekki um það hverjir standa að baki vefsíðum, auk þess sem notkun falskra notendareikninga á samfélagsmiðlum og yrkja (e. bots) hefur færst í vöxt. Í Danmörku og Svíþjóð felst stefnumótunin á þessu sviði í því að reyna að tryggja friðhelgi og æruvernd almennings á tímum stafrænna miðla og finna jafnvægi milli þessara réttinda og tjáningarfrelsis. Ærumeiðandi falsfréttir færast í aukana Dreifing falsfrétta hefur aukist umtalsvert og einstaklingar hafa orðið fyrir ærumeiðingum, oft af hálfu nafnlausra aðila. Viðamiklar tækni- og samfélagsbreytingar kalla því á heildarstefnumótun hér á landi. Það er mikil áskorun að breyta gildandi lögum því varasamt er að refsa fólki fyrir skoðanir og ummæli. En á sama tíma þarf að gæta að friðhelgi einkalífs og æruvernd og tryggja að fyrir hendi séu fullnægjandi úrræði til þess að vernda blaða- og fréttamenn, uppljóstrara og aðra einstaklinga í samfélaginu. Á Norðurlöndunum er talið mikilvægt að bregðast við þeim alvarlegu tilvikum þar sem brot varða ekki einungis einstaklinginn sjálfan heldur samfélagið í heild. Verndin snýr þá ekki síður að því að tryggja stoðir frjálslynds lýðræðis sem stjórnskipun okkar byggir á. Með talsverðri einföldun má segja að á Norðurlöndunum sé talið nauðsynlegt að fyrir hendi séu refsiákvæði vegna meiðyrða í alvarlegri tilvikum, m.a. brota sem eiga sér stað á stafrænum miðlum. Á Norðurlöndum eru dæmi þess að blaða- og fréttamenn hafi sætt ofsóknum, brotið sé með alvarlegum hætti gegn friðhelgi þeirra, reynt að sverta mannorð þeirra og rýra starfsheiður þeirra og trúverðugleika. Hefur þetta kerfisbundið verið gert til að þagga niður í óþægilegri umfjöllun. Í leiðara Fréttablaðsins í gær var fjallað um að dómsmálaráðherra hefði á síðasta þingi lagt fram frumvarp um nýja löggjöf um æruvernd þar sem lagt væri til að ákvæði um meiðyrði yrðu færð úr refsirétti í einkarétt. Bent var á að fjölmiðlanefnd hefði lagst gegn frumvarpinu í umsögn sinni um málið og sagt að „nefndin virðist trúa því að hér á landi verði menn einhvern tíma sóttir til saka fyrir rógsherferðir gegn blaðamönnum“. Sagt var að afstaða fjölmiðlanefndar til frumvarpsins væri áhugaverð „en ekki í neinu samræmi við íslenskan veruleika“. Að reynsla íslenskra blaðamanna sýni að þeim sé mikilvægara að hafa sannleikann sér til varnar en lögreglu, fjölmiðlanefndir, stéttarfélag blaðamanna eða jafnvel eigin vinnuveitendur. Fjölmörg dómsmál hér á landi á undanförnum árum gegn blaða- og fréttamönnum sýna að meiðyrðaákvæðum hefur verið beitt gegn blaðamönnum sem eru að sinna mikilvægu upplýsinga- og lýðræðishlutverki í samfélaginu. Það er að sjálfsögðu grafalvarlegt þegar málsóknir eða hótanir um málsókn verða til þess að ekki sé fjallað um samfélagsleg mikilvæg mál eða blaðamenn veigra sér við því að fjalla um tiltekin mál. Rannsóknarheimildir lögreglu nauðsynlegar til að upplýsa brot Í umsögn fjölmiðlanefndar um frumvarp dómsmálaráðherra gerði nefndin alls ekki lítið úr þessum dómsmálum. Þar var einfaldlega bent á að vegna tækniþróunar og tilkomu samfélagsmiðla yrði að vera unnt að fanga alvarlegustu málin sem tengjast æru og friðhelgi og varða ekki bara viðkomandi einstakling heldur samfélagslega hagsmuni. Lausn málsins fælist því ekki í því að afnema refsiákvæði um meiðyrði heldur að skoða löggjöfina með heildstæðum hætti. Rétt væri að líta til þeirrar stefnumótunar og aðgerða sem lögð væri til grundvallar á Norðurlöndunum. Einnig var bent á að í frumvarpinu væri ekki tekið tillit til þess að stundum væri alls ekki ljóst hver eða hverjir stæðu að baki ummælum og myndbirtingum á stafrænum miðlum og jafnvel eingöngu hægt að upplýsa um slíkt með þeim rannsóknarheimildum sem lögregla býr yfir. Þá væri heldur ekki litið til þess hvað útbreiðsla á netinu gæti verið hröð og hvaða áhrif það gæti haft á líf einstaklinga sem verða fyrir flóðbylgju slíkra ummæla. Kostnaður af einkamálum ekki greiddur af ríkinu Fjölmiðlanefnd benti einnig á að það væri óheppilegt að rannsókn á því hver raunverulega stæði að baki ærumeiðingum á netinu væri ávallt á ábyrgð og kostnað þess sem verður fyrir þeim. Lögreglurannsókn kæmi þá heldur ekki til greina þar sem æra viðkomandi einstaklinga nyti ekki lengur refsiverndar. Þá benti nefndin á að breytingarnar gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir rannsóknarblaðamennsku. Erfitt gæti reynst fyrir blaðamenn að verja sig ef fjársterkir hagsmunaaðilar eða erlend stjórnvöld réðust gegn friðhelgi þeirra og æru til að draga úr trúverðugleika þeirra þegar þeir eru að upplýsa um samfélagslega mikilvæg mál. Yrði frumvarpið að lögum bæri þolandi einn kostnaðinn af málssókn til verndar æru sinni og friðhelgi, alveg óháð alvarleika málsins og þeirra samfélagslegu hagsmuna sem væru í húfi. Í norrænu tillögunum er gerð tilraun til að fanga þennan nýja veruleika sem við búum við. Spyrja má hvaða rök standa til þess að fara aðra leið í þessum efnum en þau ríki, sem við helst berum okkur saman við, hafa lagt til að farin verði að undangenginni ítarlegri yfirlegu og rannsóknum. Það gæti haft skaðleg samfélagsleg áhrif að nema úr gildi lagaákvæði án þess að búið sé að meta þörfina á nýjum ákvæðum sem er ætlað að verja æru og friðhelgi fólks í stafrænum heimi. Ljóst er að æruvernd og brot á friðhelgi einkalífs fólks eru ekki alltaf einkamál þeirra sem fyrir þeim verða á tímum stigvaxandi upplýsingaóreiðu og ofsókna á hendur blaðamönnum, eins og dæmin sýna. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Fjölmiðlar Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Netið og samfélagsmiðlar hafa haft miklar breytingar í för með sér fyrir samfélagið allt og þróun lýðræðislegrar umræðu. Þrátt fyrir að netinu fylgi margar jákvæðar breytingar getur umfjöllun og ummæli um einstaklinga verið óvægin. Með tilkomu stafrænna miðla hafa því vaknað spurningar um hvernig hægt sé að tryggja friðhelgi einkalífs. Einnig eru dæmi um að einstaklingar hafi orðið fyrir flóði ærumeiðandi ummæla sem hafa valdið þeim miklum skaða og dregið úr trúverðugleika þeirra. Af þessum ástæðum hafa grannríki okkar á Norðurlöndum markað sér nýja stefnu með það að markmiði að tryggja betur mannhelgi og refsivernd sem er ætlað að fanga ólík mál. Í stafrænum heimi verður sífellt erfiðara að vita hver stendur að baki ærumeiðingum á netinu eða hver ræðst gegn friðhelgi manna. Upplýsingar fást oft ekki um það hverjir standa að baki vefsíðum, auk þess sem notkun falskra notendareikninga á samfélagsmiðlum og yrkja (e. bots) hefur færst í vöxt. Í Danmörku og Svíþjóð felst stefnumótunin á þessu sviði í því að reyna að tryggja friðhelgi og æruvernd almennings á tímum stafrænna miðla og finna jafnvægi milli þessara réttinda og tjáningarfrelsis. Ærumeiðandi falsfréttir færast í aukana Dreifing falsfrétta hefur aukist umtalsvert og einstaklingar hafa orðið fyrir ærumeiðingum, oft af hálfu nafnlausra aðila. Viðamiklar tækni- og samfélagsbreytingar kalla því á heildarstefnumótun hér á landi. Það er mikil áskorun að breyta gildandi lögum því varasamt er að refsa fólki fyrir skoðanir og ummæli. En á sama tíma þarf að gæta að friðhelgi einkalífs og æruvernd og tryggja að fyrir hendi séu fullnægjandi úrræði til þess að vernda blaða- og fréttamenn, uppljóstrara og aðra einstaklinga í samfélaginu. Á Norðurlöndunum er talið mikilvægt að bregðast við þeim alvarlegu tilvikum þar sem brot varða ekki einungis einstaklinginn sjálfan heldur samfélagið í heild. Verndin snýr þá ekki síður að því að tryggja stoðir frjálslynds lýðræðis sem stjórnskipun okkar byggir á. Með talsverðri einföldun má segja að á Norðurlöndunum sé talið nauðsynlegt að fyrir hendi séu refsiákvæði vegna meiðyrða í alvarlegri tilvikum, m.a. brota sem eiga sér stað á stafrænum miðlum. Á Norðurlöndum eru dæmi þess að blaða- og fréttamenn hafi sætt ofsóknum, brotið sé með alvarlegum hætti gegn friðhelgi þeirra, reynt að sverta mannorð þeirra og rýra starfsheiður þeirra og trúverðugleika. Hefur þetta kerfisbundið verið gert til að þagga niður í óþægilegri umfjöllun. Í leiðara Fréttablaðsins í gær var fjallað um að dómsmálaráðherra hefði á síðasta þingi lagt fram frumvarp um nýja löggjöf um æruvernd þar sem lagt væri til að ákvæði um meiðyrði yrðu færð úr refsirétti í einkarétt. Bent var á að fjölmiðlanefnd hefði lagst gegn frumvarpinu í umsögn sinni um málið og sagt að „nefndin virðist trúa því að hér á landi verði menn einhvern tíma sóttir til saka fyrir rógsherferðir gegn blaðamönnum“. Sagt var að afstaða fjölmiðlanefndar til frumvarpsins væri áhugaverð „en ekki í neinu samræmi við íslenskan veruleika“. Að reynsla íslenskra blaðamanna sýni að þeim sé mikilvægara að hafa sannleikann sér til varnar en lögreglu, fjölmiðlanefndir, stéttarfélag blaðamanna eða jafnvel eigin vinnuveitendur. Fjölmörg dómsmál hér á landi á undanförnum árum gegn blaða- og fréttamönnum sýna að meiðyrðaákvæðum hefur verið beitt gegn blaðamönnum sem eru að sinna mikilvægu upplýsinga- og lýðræðishlutverki í samfélaginu. Það er að sjálfsögðu grafalvarlegt þegar málsóknir eða hótanir um málsókn verða til þess að ekki sé fjallað um samfélagsleg mikilvæg mál eða blaðamenn veigra sér við því að fjalla um tiltekin mál. Rannsóknarheimildir lögreglu nauðsynlegar til að upplýsa brot Í umsögn fjölmiðlanefndar um frumvarp dómsmálaráðherra gerði nefndin alls ekki lítið úr þessum dómsmálum. Þar var einfaldlega bent á að vegna tækniþróunar og tilkomu samfélagsmiðla yrði að vera unnt að fanga alvarlegustu málin sem tengjast æru og friðhelgi og varða ekki bara viðkomandi einstakling heldur samfélagslega hagsmuni. Lausn málsins fælist því ekki í því að afnema refsiákvæði um meiðyrði heldur að skoða löggjöfina með heildstæðum hætti. Rétt væri að líta til þeirrar stefnumótunar og aðgerða sem lögð væri til grundvallar á Norðurlöndunum. Einnig var bent á að í frumvarpinu væri ekki tekið tillit til þess að stundum væri alls ekki ljóst hver eða hverjir stæðu að baki ummælum og myndbirtingum á stafrænum miðlum og jafnvel eingöngu hægt að upplýsa um slíkt með þeim rannsóknarheimildum sem lögregla býr yfir. Þá væri heldur ekki litið til þess hvað útbreiðsla á netinu gæti verið hröð og hvaða áhrif það gæti haft á líf einstaklinga sem verða fyrir flóðbylgju slíkra ummæla. Kostnaður af einkamálum ekki greiddur af ríkinu Fjölmiðlanefnd benti einnig á að það væri óheppilegt að rannsókn á því hver raunverulega stæði að baki ærumeiðingum á netinu væri ávallt á ábyrgð og kostnað þess sem verður fyrir þeim. Lögreglurannsókn kæmi þá heldur ekki til greina þar sem æra viðkomandi einstaklinga nyti ekki lengur refsiverndar. Þá benti nefndin á að breytingarnar gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir rannsóknarblaðamennsku. Erfitt gæti reynst fyrir blaðamenn að verja sig ef fjársterkir hagsmunaaðilar eða erlend stjórnvöld réðust gegn friðhelgi þeirra og æru til að draga úr trúverðugleika þeirra þegar þeir eru að upplýsa um samfélagslega mikilvæg mál. Yrði frumvarpið að lögum bæri þolandi einn kostnaðinn af málssókn til verndar æru sinni og friðhelgi, alveg óháð alvarleika málsins og þeirra samfélagslegu hagsmuna sem væru í húfi. Í norrænu tillögunum er gerð tilraun til að fanga þennan nýja veruleika sem við búum við. Spyrja má hvaða rök standa til þess að fara aðra leið í þessum efnum en þau ríki, sem við helst berum okkur saman við, hafa lagt til að farin verði að undangenginni ítarlegri yfirlegu og rannsóknum. Það gæti haft skaðleg samfélagsleg áhrif að nema úr gildi lagaákvæði án þess að búið sé að meta þörfina á nýjum ákvæðum sem er ætlað að verja æru og friðhelgi fólks í stafrænum heimi. Ljóst er að æruvernd og brot á friðhelgi einkalífs fólks eru ekki alltaf einkamál þeirra sem fyrir þeim verða á tímum stigvaxandi upplýsingaóreiðu og ofsókna á hendur blaðamönnum, eins og dæmin sýna. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun