Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2020 14:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það. Hann telur gögnin sýna að smitum myndi fjölga innanlands ef slakað yrði á skimun og sóttvörnum á landamærum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna Covid-19 í dag. Þar sagðist Þórólfur vera að vinna í nýju minnisblaði ráðherra varðandi tillögur um skimanir og sóttvarnir á landamærunum, þar sem þær aðgerðir sem þar er í gildi renna út 15. september næstkomandi. Eins og kunnugt er þurfa allir sem koma hingað til lands að velja á milli 14 daga sóttkví eða fara í tvær skimanir með fimm daga millibili. Þórólfur var spurður hvort að hann myndi leggja til einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi. Skimunarbásarnir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Einar „Ég á svo sem ekki von á neinum grundvallarbreytingum með það. Mín afstaða hefur svo verið ljós mjög lengi með landamærin. Ég hef gefið stjórnvöldum nokkra möguleika og bent á nokkrar hættur varðandi sóttvarnir og hvað ég tel öruggustu leiðina varðandi sóttvarnir. Síðan eru það náttúrulega stjórnvalda og meta það í ljósi annarra hagsmuna og hluta og ákveða í framhaldi af því. Þannig hef ég lagt upp þetta til þessa. Ég býst ekki við því að það verði nein grundvallarbreyting af minni hálfu hvað það varðar,“ sagði Þórólfur. Eins og að fara yfir stórfljót Þá var hann einnig spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á landamærunum en fyrr á fundinum hafði Þórólfur greint frá því að hlutfallslega færi jákvæðum sýnum fjölgandi á landamærunum. „Það fer alltaf eftir því hvaða fyrirkomulag er á skimunum hvort ég hafi áhyggjur. Ef við gerum lítið sem ekki neitt þá hef ég áhyggjur vitandi það að þetta er að aukast hlutfallslega.“ Minntist hann á að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. „Eftir nítjánda þá eru þau 0,3 prósent. Þau hafa tífaldast hlutfallslega. Þannig að ég hef vissar áhyggjur af því ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum á skimunum þá fáum við fleiri smit hingað inn. Mér sýnist gögnin sýna það óyggjandi,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvenær væri hægt að slaka á aðgerðum á landamærunum. „Ég held að það væri mjög óvarlegt að segja eitthvað til um það. Ég hef sagt áður að ég held að það sé óvarlegt að slaka á báðum vígstöðvum og á landamærum samtímis. Ef maður á að velja á milli held ég að það sé skynsamlegra að byrja hér innanlands. Síðan verðum við bara að feta okkur áfram. Þetta er eins og að fara yfir stórfljót. Við verðum að fara varlega og sjá hvert skref leiðir okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Norræna Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það. Hann telur gögnin sýna að smitum myndi fjölga innanlands ef slakað yrði á skimun og sóttvörnum á landamærum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna Covid-19 í dag. Þar sagðist Þórólfur vera að vinna í nýju minnisblaði ráðherra varðandi tillögur um skimanir og sóttvarnir á landamærunum, þar sem þær aðgerðir sem þar er í gildi renna út 15. september næstkomandi. Eins og kunnugt er þurfa allir sem koma hingað til lands að velja á milli 14 daga sóttkví eða fara í tvær skimanir með fimm daga millibili. Þórólfur var spurður hvort að hann myndi leggja til einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi. Skimunarbásarnir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Einar „Ég á svo sem ekki von á neinum grundvallarbreytingum með það. Mín afstaða hefur svo verið ljós mjög lengi með landamærin. Ég hef gefið stjórnvöldum nokkra möguleika og bent á nokkrar hættur varðandi sóttvarnir og hvað ég tel öruggustu leiðina varðandi sóttvarnir. Síðan eru það náttúrulega stjórnvalda og meta það í ljósi annarra hagsmuna og hluta og ákveða í framhaldi af því. Þannig hef ég lagt upp þetta til þessa. Ég býst ekki við því að það verði nein grundvallarbreyting af minni hálfu hvað það varðar,“ sagði Þórólfur. Eins og að fara yfir stórfljót Þá var hann einnig spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á landamærunum en fyrr á fundinum hafði Þórólfur greint frá því að hlutfallslega færi jákvæðum sýnum fjölgandi á landamærunum. „Það fer alltaf eftir því hvaða fyrirkomulag er á skimunum hvort ég hafi áhyggjur. Ef við gerum lítið sem ekki neitt þá hef ég áhyggjur vitandi það að þetta er að aukast hlutfallslega.“ Minntist hann á að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. „Eftir nítjánda þá eru þau 0,3 prósent. Þau hafa tífaldast hlutfallslega. Þannig að ég hef vissar áhyggjur af því ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum á skimunum þá fáum við fleiri smit hingað inn. Mér sýnist gögnin sýna það óyggjandi,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvenær væri hægt að slaka á aðgerðum á landamærunum. „Ég held að það væri mjög óvarlegt að segja eitthvað til um það. Ég hef sagt áður að ég held að það sé óvarlegt að slaka á báðum vígstöðvum og á landamærum samtímis. Ef maður á að velja á milli held ég að það sé skynsamlegra að byrja hér innanlands. Síðan verðum við bara að feta okkur áfram. Þetta er eins og að fara yfir stórfljót. Við verðum að fara varlega og sjá hvert skref leiðir okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Norræna Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira