Sjö lögregluþjónum vikið úr starfi vegna dauða Daniel Prude Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2020 08:57 Mótmæli fóru fram í Rochester í nótt og kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. AP/Adrian Kraus Borgarstjóri Rochester í New York í Bandaríkjunum hefur vikið sjö lögregluþjónum frá störfum vegna dauða Daniel Prude, þeldökks manns sem dó vegna köfnunar í haldi lögreglu í mars. FJölskylda hans opinberaði nýverið myndbönd sem sýna að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. Fjölskylda Prude hefur kallað eftir því að lögregluþjónarnir verði handteknir og ákærðir og til mótmæla koma í miðborg Rochester í gær. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi á miðvikudaginn. Prude hafði þá átt við geðræn vandamál að stríða og hljóp nakinn eftir götum Rochester. Lovely Warren, borgarstjóri Rochester, bað fjölskyldu Prude afsökunar á blaðamannafundi í gær og sagði lögregluna hafa brugðist Prude. Geðheilsukerfið, samfélagið og hún sjálf hefðu einnig brugðist honum. Hún sagði kerfisbundin rasisma hafa leitt til dauða Prude. Warren hefur verið gagnrýnd vegna þess að ekki hafi verið gripið til aðgerða fyrr en nú. Hún gaf ekki upp af hverju rannsókn á dauða Prude hefur tekið svo langan tíma en gaf í skyn, samkvæmt frétt New York Times, að lögreglustjóri Rochester hafi afvegaleitt hana. „Það að þjást og deyja í haldi lögreglu vegna of stórs skammts fíkniefna, eins og lögreglustjórinn sagði mér, er ekki það sem ég sá á myndbandinu,“ sagði Warren. Lögreglustjórinn, La’Ron D. Singletary, brást reiður við. Hann sagði að ekki hefði verið reynt að hylma yfir eitt né neitt. Hann hefði sjálfur skipað fyrir að rannsókn væri fram nokkrum klukkustundum eftir atvikið. Þá lýsti hann yfir stuðningi við vinnubrögð lögregluþjónanna. Þeir hefðu verið að reyna að hjálpa Prude. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
Borgarstjóri Rochester í New York í Bandaríkjunum hefur vikið sjö lögregluþjónum frá störfum vegna dauða Daniel Prude, þeldökks manns sem dó vegna köfnunar í haldi lögreglu í mars. FJölskylda hans opinberaði nýverið myndbönd sem sýna að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. Fjölskylda Prude hefur kallað eftir því að lögregluþjónarnir verði handteknir og ákærðir og til mótmæla koma í miðborg Rochester í gær. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi á miðvikudaginn. Prude hafði þá átt við geðræn vandamál að stríða og hljóp nakinn eftir götum Rochester. Lovely Warren, borgarstjóri Rochester, bað fjölskyldu Prude afsökunar á blaðamannafundi í gær og sagði lögregluna hafa brugðist Prude. Geðheilsukerfið, samfélagið og hún sjálf hefðu einnig brugðist honum. Hún sagði kerfisbundin rasisma hafa leitt til dauða Prude. Warren hefur verið gagnrýnd vegna þess að ekki hafi verið gripið til aðgerða fyrr en nú. Hún gaf ekki upp af hverju rannsókn á dauða Prude hefur tekið svo langan tíma en gaf í skyn, samkvæmt frétt New York Times, að lögreglustjóri Rochester hafi afvegaleitt hana. „Það að þjást og deyja í haldi lögreglu vegna of stórs skammts fíkniefna, eins og lögreglustjórinn sagði mér, er ekki það sem ég sá á myndbandinu,“ sagði Warren. Lögreglustjórinn, La’Ron D. Singletary, brást reiður við. Hann sagði að ekki hefði verið reynt að hylma yfir eitt né neitt. Hann hefði sjálfur skipað fyrir að rannsókn væri fram nokkrum klukkustundum eftir atvikið. Þá lýsti hann yfir stuðningi við vinnubrögð lögregluþjónanna. Þeir hefðu verið að reyna að hjálpa Prude.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira