Samfélagsleg virkni vísindamanna Verena Schnurbus skrifar 7. september 2020 08:00 Í greininni Framlag vísindamanna til samfélagsins á tímum COVID-19-heimsfaraldurs var fjallað um hvernig vísindamenn Háskóla Íslands hafa nýtt sérfræðiþekkingu sína í þágu samfélags og efnahags á tímum COVID-19-heimsfaraldurs með fjölbreyttum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum. Í þessari grein er ætlunin að varpa ljósi á aðra samfélagslega virkni vísindamanna sem birtist m.a. í þátttöku þeirra í opinberri umræðu og ákvarðanatöku tengdri í samstarfi við lykilaðila í samfélagin. Í því felst einnig að skapa og veita opinn aðgang að gögnum, aðferðum og tækjum, að nýta ný tækifæri sem skapast vegna þarfa samfélagsins og um leið byggja upp traust hjá almenningi. Það sem stendur upp úr síðastliðna mánuði, þegar horft er til baka, er hversu mikilvægt það er – sérstaklega á óvissutímum – að upplýsa samfélagið um faraldurinn. Með því öðlast fólk skilning á ástandinu og á því af hverju það er mikilvægt að fylgja þeim reglum eða aðgerðum sem settar hafa verið. Fjölmargir vísindamenn hafa á síðustu vikum og mánuðum stigið fram í fjölmiðlum til að útskýra flókin málefni, aðgerðir og sviðsmyndir og til að svara mörgum spurningum almennings. Í því samhengi má einnig benda á þýðingarmikla þjónustu Vísindavefs Háskóla Íslands þar sem tugum spurninga sem vaknað hafa hjá þjóðinn og tengjast COVID-19 hefur verið svarað á skýran og greinargóðan hátt. Opin umræða og upplýsingamiðlun grundvöllur samstöðu gegn veirunni Þessi umræða ásamt upplýsingum og gögnum um fjölda smita innanlands, mögulega þróun faraldursins eða afstöðu Íslendinga til ýmissa mála sem tengjast faraldrinum hafa án efa verið einn af lykilþáttunum í að hvetja almenning til að fylgja sóttvarnareglum, en mótstaða gegn þeim hefur verið lítil, ólíkt því sem sést hefur í öðrum löndum. Þar sem reglunum var fylgt var hægt að koma í veg fyrir dreifingu smits í fyrstu bylgju sem leiddi til þess að bylgjan gekk hraðar yfir en í mörgum öðrum löndum. Einnig eru vísbendingar um að okkur hafi tekist betur en öðrum þjóðum að hamla útbreiðslu veirunnar í annarri bylgju faraldursins. Það er erfitt að ganga í gegnum faraldur sem þennan og krefst úthalds fyrir samfélagið í heild. Margir missa eðlilega móðinn þar sem framtíðarhorfur og -plön eru rokin út í veður og vind. Þegar erfiðleikar steðja að samfélögum er sjaldan meiri þörf á vísindastarfi og rannsóknum og því kalli ætla vísindamenn Háskólans að sinna áfram. Það gera þeir m.a. með auknu þverfræðilegu samstarfi, t.d. á sviði verkfræði- og náttúruvísinda og heilbrigðisvísinda um þróun spálíkana en sú vinna hefur m.a. eflst frekar með vinnu nemenda fyrir tilstuðlan Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Einnig eru verkefni í vinnslu á vegum Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands sem tekur til þverfræðilegra viðfangsefna um faraldurinn, skapandi greinar og upplýsingamiðlun til almennings. Með þverfræðilegri samvinnu vísindamanna og stofnana má auka samfélagsleg áhrif verkefna þeirra en það er styrkur fámenns samfélags eins og þess íslenska að geta brugðist skjótt við og myndað fljótt nýja þverfræðilega rannsóknarhópa í takt við nýjar áskoranir. Á tímum sem þessum skapast jafnframt tækifæri til nýsköpunar og nýjunga, eins og notkun nýrra kennsluhátta, þróun smáforrita eins og Rakning C-19 og þróun á nýjum efnum sem geta nýst í baráttunni gegn COVID-19. Nýjungarnar birtast líka í mismunandi nálgun rannsókna, en benda má á að Félagsvísindastofnun beitir nú aðferðafræði við greiningu á samfélagslegum þáttum í kófinu sem ekki hefur verið gert áður á Íslandi. Dæmi um aðra nýjung eru Menntabúðir, tilraunaverkefni sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Kennaradeildar Háskólans á Akureyri ýttu af stað snemma í faraldrinum. Þar var í sameiningu brugðist við snarbreyttum aðstæðum í menntakerfinu og fólk kom saman til kenna hvert öðru og læra saman, t.d. á nýja tækni, forrit, tæki og tól. COVID-19 felur í sér áskoranir fyrir okkur öll þegar kemur að því að meta upplýsingar. Þegar mikil óvissa ríkir þarf fólk oft að taka róttækar ákvarðanir sér til verndar og annarra og leitar þá að upplýsingum um faraldurinn og árangur verndarráðstafana. Það getur reynst erfitt að leggja mat gæði upplýsinga um faraldurinn COVID-19, ekki síst þar sem þekking okkar á sjúkdómnum og faraldrinum breytist sífellt. Stjórnvöld og vísindastofnanir eru þannig stöðugt að laga spár sínar eða leiðrétta ráðleggingar um aðgerðir. Sumir nýta sér ástandið til að sá efasemdum um vald, hæfni og árangur inngripa stjórnvalda og dreifa jafnvel svokölluðum falsfréttum í því augnamiði. Villandi eða rangar upplýsingar geta verið sérstaklega hættulegar ef fólk byggir hegðun sína í tengslum við COVID-19 á þeim. Á sama tíma geta rangar upplýsingar einnig dregið úr áhrifum og lögmæti sameiginlegra aðgerða, svo sem sóttvarnaraðgerða og fjöldatakmarkana. Í þessum aðstæðum er því mikilvægt að geta nálgast réttar upplýsingar í opnum gagnagrunnum. Með hliðsjón af því er miðlun vísinda forsenda þess að unnt sé að koma í veg fyrir falsfréttir og auka vitund um vísindatengt efni. Rannsóknir eru ekki á einn veg um það hvort faraldur eins og COVID-19 leiði til aukins trausts á vísindum og vísindamönnum. Rannsókn frá Þýskalandi á vegum Wissenschaft im Dialog sýnir að traust almenning til vísinda og rannsókna var í 73% um miðjan apríl 2020 en hafði verið 46% hálfu ári fyrr. Þessar niðurstöður endurspegla mögulega árangur í miðlun vísinda. Traust til vísinda verður þó ekki eingöngu til með miðlun upplýsinga og niðurstaðna heldur þarf einnig að útskýra vísindalegar aðferðir og ferla. Slíkt má samt ekki misnota með falsfréttum, lélegri miðlun upplýsinga eða með markaðsetningu og einkavæðingu vísinda. Að lokum er mikilvægt að taka fram að vísindamenn eða sérfræðingar bera almennt samfélagslega ábyrgð á að upplýsa þjóðina og er það hlutverk þeirra að miðla þekkingu – ekki bara í fræðigreinum og ritum – heldur einnig til almennings svo að hagur verði að. Það er óumdeilanlegt að háskólar gegna mikilvægu hlutverki fyrir samfélagið og það hlutverk er ekki eingöngu bundið við menntun framtíðarstarfkrafta fyrir atvinnulífið og rannsóknir heldur einnig samfélagslega umræðu og um leið ákvarðanatöku um farsæld og velferð samfélaga. Höfundur er doktorsnemi og verkefnistjóri við Vísinda-og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Í greininni Framlag vísindamanna til samfélagsins á tímum COVID-19-heimsfaraldurs var fjallað um hvernig vísindamenn Háskóla Íslands hafa nýtt sérfræðiþekkingu sína í þágu samfélags og efnahags á tímum COVID-19-heimsfaraldurs með fjölbreyttum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum. Í þessari grein er ætlunin að varpa ljósi á aðra samfélagslega virkni vísindamanna sem birtist m.a. í þátttöku þeirra í opinberri umræðu og ákvarðanatöku tengdri í samstarfi við lykilaðila í samfélagin. Í því felst einnig að skapa og veita opinn aðgang að gögnum, aðferðum og tækjum, að nýta ný tækifæri sem skapast vegna þarfa samfélagsins og um leið byggja upp traust hjá almenningi. Það sem stendur upp úr síðastliðna mánuði, þegar horft er til baka, er hversu mikilvægt það er – sérstaklega á óvissutímum – að upplýsa samfélagið um faraldurinn. Með því öðlast fólk skilning á ástandinu og á því af hverju það er mikilvægt að fylgja þeim reglum eða aðgerðum sem settar hafa verið. Fjölmargir vísindamenn hafa á síðustu vikum og mánuðum stigið fram í fjölmiðlum til að útskýra flókin málefni, aðgerðir og sviðsmyndir og til að svara mörgum spurningum almennings. Í því samhengi má einnig benda á þýðingarmikla þjónustu Vísindavefs Háskóla Íslands þar sem tugum spurninga sem vaknað hafa hjá þjóðinn og tengjast COVID-19 hefur verið svarað á skýran og greinargóðan hátt. Opin umræða og upplýsingamiðlun grundvöllur samstöðu gegn veirunni Þessi umræða ásamt upplýsingum og gögnum um fjölda smita innanlands, mögulega þróun faraldursins eða afstöðu Íslendinga til ýmissa mála sem tengjast faraldrinum hafa án efa verið einn af lykilþáttunum í að hvetja almenning til að fylgja sóttvarnareglum, en mótstaða gegn þeim hefur verið lítil, ólíkt því sem sést hefur í öðrum löndum. Þar sem reglunum var fylgt var hægt að koma í veg fyrir dreifingu smits í fyrstu bylgju sem leiddi til þess að bylgjan gekk hraðar yfir en í mörgum öðrum löndum. Einnig eru vísbendingar um að okkur hafi tekist betur en öðrum þjóðum að hamla útbreiðslu veirunnar í annarri bylgju faraldursins. Það er erfitt að ganga í gegnum faraldur sem þennan og krefst úthalds fyrir samfélagið í heild. Margir missa eðlilega móðinn þar sem framtíðarhorfur og -plön eru rokin út í veður og vind. Þegar erfiðleikar steðja að samfélögum er sjaldan meiri þörf á vísindastarfi og rannsóknum og því kalli ætla vísindamenn Háskólans að sinna áfram. Það gera þeir m.a. með auknu þverfræðilegu samstarfi, t.d. á sviði verkfræði- og náttúruvísinda og heilbrigðisvísinda um þróun spálíkana en sú vinna hefur m.a. eflst frekar með vinnu nemenda fyrir tilstuðlan Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Einnig eru verkefni í vinnslu á vegum Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands sem tekur til þverfræðilegra viðfangsefna um faraldurinn, skapandi greinar og upplýsingamiðlun til almennings. Með þverfræðilegri samvinnu vísindamanna og stofnana má auka samfélagsleg áhrif verkefna þeirra en það er styrkur fámenns samfélags eins og þess íslenska að geta brugðist skjótt við og myndað fljótt nýja þverfræðilega rannsóknarhópa í takt við nýjar áskoranir. Á tímum sem þessum skapast jafnframt tækifæri til nýsköpunar og nýjunga, eins og notkun nýrra kennsluhátta, þróun smáforrita eins og Rakning C-19 og þróun á nýjum efnum sem geta nýst í baráttunni gegn COVID-19. Nýjungarnar birtast líka í mismunandi nálgun rannsókna, en benda má á að Félagsvísindastofnun beitir nú aðferðafræði við greiningu á samfélagslegum þáttum í kófinu sem ekki hefur verið gert áður á Íslandi. Dæmi um aðra nýjung eru Menntabúðir, tilraunaverkefni sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Kennaradeildar Háskólans á Akureyri ýttu af stað snemma í faraldrinum. Þar var í sameiningu brugðist við snarbreyttum aðstæðum í menntakerfinu og fólk kom saman til kenna hvert öðru og læra saman, t.d. á nýja tækni, forrit, tæki og tól. COVID-19 felur í sér áskoranir fyrir okkur öll þegar kemur að því að meta upplýsingar. Þegar mikil óvissa ríkir þarf fólk oft að taka róttækar ákvarðanir sér til verndar og annarra og leitar þá að upplýsingum um faraldurinn og árangur verndarráðstafana. Það getur reynst erfitt að leggja mat gæði upplýsinga um faraldurinn COVID-19, ekki síst þar sem þekking okkar á sjúkdómnum og faraldrinum breytist sífellt. Stjórnvöld og vísindastofnanir eru þannig stöðugt að laga spár sínar eða leiðrétta ráðleggingar um aðgerðir. Sumir nýta sér ástandið til að sá efasemdum um vald, hæfni og árangur inngripa stjórnvalda og dreifa jafnvel svokölluðum falsfréttum í því augnamiði. Villandi eða rangar upplýsingar geta verið sérstaklega hættulegar ef fólk byggir hegðun sína í tengslum við COVID-19 á þeim. Á sama tíma geta rangar upplýsingar einnig dregið úr áhrifum og lögmæti sameiginlegra aðgerða, svo sem sóttvarnaraðgerða og fjöldatakmarkana. Í þessum aðstæðum er því mikilvægt að geta nálgast réttar upplýsingar í opnum gagnagrunnum. Með hliðsjón af því er miðlun vísinda forsenda þess að unnt sé að koma í veg fyrir falsfréttir og auka vitund um vísindatengt efni. Rannsóknir eru ekki á einn veg um það hvort faraldur eins og COVID-19 leiði til aukins trausts á vísindum og vísindamönnum. Rannsókn frá Þýskalandi á vegum Wissenschaft im Dialog sýnir að traust almenning til vísinda og rannsókna var í 73% um miðjan apríl 2020 en hafði verið 46% hálfu ári fyrr. Þessar niðurstöður endurspegla mögulega árangur í miðlun vísinda. Traust til vísinda verður þó ekki eingöngu til með miðlun upplýsinga og niðurstaðna heldur þarf einnig að útskýra vísindalegar aðferðir og ferla. Slíkt má samt ekki misnota með falsfréttum, lélegri miðlun upplýsinga eða með markaðsetningu og einkavæðingu vísinda. Að lokum er mikilvægt að taka fram að vísindamenn eða sérfræðingar bera almennt samfélagslega ábyrgð á að upplýsa þjóðina og er það hlutverk þeirra að miðla þekkingu – ekki bara í fræðigreinum og ritum – heldur einnig til almennings svo að hagur verði að. Það er óumdeilanlegt að háskólar gegna mikilvægu hlutverki fyrir samfélagið og það hlutverk er ekki eingöngu bundið við menntun framtíðarstarfkrafta fyrir atvinnulífið og rannsóknir heldur einnig samfélagslega umræðu og um leið ákvarðanatöku um farsæld og velferð samfélaga. Höfundur er doktorsnemi og verkefnistjóri við Vísinda-og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar