Með risasvepp sem bragðast eins og steik Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. september 2020 19:30 Magnús með sveppinn stóra, sem hann telur vega ríflega tvö kíló. Hann leggur það þó ekki í vana sinn að rækta svo stóra sveppi. Egill Aðalsteinsson Sveppabóndi í Kópavogi segir sveppina til margra hluta nytsamlega, hvort sem er í matreiðslu, húsgagnasmíð eða skógerð. Hann ræktaði á dögunum gríðarstóran svepp sem hann segir bragðast eins og dýrindis steik. Áhugi Magnúsar Magnúsarsonar á sveppum hófst fyrir um fimm árum þegar hann greindist með krabbamein og þurfti að hætta að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Fyrst um sinn fiktaði hann við ræktunina en áhuginn vatt fljótt upp á sig og fyrr en varði var Magnús farinn að rækta tíu týpur af sveppum. Hann ræktaði á dögunum um tveggja kílóa svepp. „Maður gerir þetta nú yfirleitt ekki. En ég ætla að búa til úr honum steik. Þá tek ég hann bara, set hann á pönnu, brýt hann saman, og þrýsti á hann í svona tíu mínútur til að ná úr honum öllu vatninu og svo grilla ég hann. Og þú færð ekki betri steik,“ segir Magnús. Skór, húsgögn og allt mögulegt Sveppina sé hægt að nýta í ýmislegt, til dæmis skógerð. „Menn eru farnir að rækta húsgögn úr þessu, búa til alls konar hluti, lampa og fleira, vegna þess að þetta efni sem eftir verður það brennur ekki. Þú getur verið með logsuðutæki á þessu og það brennur ekki.“ Hann ræktar sveppi af öllum stærðum og gerðum, meðal annars hinn bleika pink oyster, sem hann hugðist bjóða gestum og gangandi á Hinsegin dögum í ár. „Ég setti hann í gang þegar ég hélt að þetta covid væri búið og þegar stóra ganga hinsegin fólks var og þá ætlaði ég að bjóða svona bleika sveppi – en það var ekki hægt.“ Opnar sveppasetur Hann áformar að stækka við sig og hefur fengið til liðs við sig hóp fólks, meðal annars vísindamenn, þar sem þau ætla að setja á fót sveppasetur og leggja þar áherslu á nýsköpun. „Við erum svona átta saman sem sóttu um húsnæði hjá Reykjavíkurborg uppi í Gufunesi. Við erum að vona að þeir grípi þessa miklu nýsköpun sem við erum í. Og þar ætlum við að búa til sveppasetur. Þar verðum við með hluta af því undir ræktunina og svo gáma úti. Við verðum með svona fimm gáma til að byrja með og þá getum við ræktað á annað tonn á mánuði af sveppum. Við ætlum að framleiða tíu tegundir af svokölluðum lyfjasveppum, sem eru notaðir á sjúkrahúsum og um allan heim og eru stór vísindi.“ En á meðan þess er beðið verður svepparæktunin bundin við heimilið. Og sveppir í matinn alla daga. „Nánast öll kvöld, hjá allri fjölskyldunni og nágrönnunum og alls staðar sem maður getur troðið þeim svo maður geti séð hvernig fólki líkar.“ Matur Landbúnaður Kópavogur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sveppabóndi í Kópavogi segir sveppina til margra hluta nytsamlega, hvort sem er í matreiðslu, húsgagnasmíð eða skógerð. Hann ræktaði á dögunum gríðarstóran svepp sem hann segir bragðast eins og dýrindis steik. Áhugi Magnúsar Magnúsarsonar á sveppum hófst fyrir um fimm árum þegar hann greindist með krabbamein og þurfti að hætta að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Fyrst um sinn fiktaði hann við ræktunina en áhuginn vatt fljótt upp á sig og fyrr en varði var Magnús farinn að rækta tíu týpur af sveppum. Hann ræktaði á dögunum um tveggja kílóa svepp. „Maður gerir þetta nú yfirleitt ekki. En ég ætla að búa til úr honum steik. Þá tek ég hann bara, set hann á pönnu, brýt hann saman, og þrýsti á hann í svona tíu mínútur til að ná úr honum öllu vatninu og svo grilla ég hann. Og þú færð ekki betri steik,“ segir Magnús. Skór, húsgögn og allt mögulegt Sveppina sé hægt að nýta í ýmislegt, til dæmis skógerð. „Menn eru farnir að rækta húsgögn úr þessu, búa til alls konar hluti, lampa og fleira, vegna þess að þetta efni sem eftir verður það brennur ekki. Þú getur verið með logsuðutæki á þessu og það brennur ekki.“ Hann ræktar sveppi af öllum stærðum og gerðum, meðal annars hinn bleika pink oyster, sem hann hugðist bjóða gestum og gangandi á Hinsegin dögum í ár. „Ég setti hann í gang þegar ég hélt að þetta covid væri búið og þegar stóra ganga hinsegin fólks var og þá ætlaði ég að bjóða svona bleika sveppi – en það var ekki hægt.“ Opnar sveppasetur Hann áformar að stækka við sig og hefur fengið til liðs við sig hóp fólks, meðal annars vísindamenn, þar sem þau ætla að setja á fót sveppasetur og leggja þar áherslu á nýsköpun. „Við erum svona átta saman sem sóttu um húsnæði hjá Reykjavíkurborg uppi í Gufunesi. Við erum að vona að þeir grípi þessa miklu nýsköpun sem við erum í. Og þar ætlum við að búa til sveppasetur. Þar verðum við með hluta af því undir ræktunina og svo gáma úti. Við verðum með svona fimm gáma til að byrja með og þá getum við ræktað á annað tonn á mánuði af sveppum. Við ætlum að framleiða tíu tegundir af svokölluðum lyfjasveppum, sem eru notaðir á sjúkrahúsum og um allan heim og eru stór vísindi.“ En á meðan þess er beðið verður svepparæktunin bundin við heimilið. Og sveppir í matinn alla daga. „Nánast öll kvöld, hjá allri fjölskyldunni og nágrönnunum og alls staðar sem maður getur troðið þeim svo maður geti séð hvernig fólki líkar.“
Matur Landbúnaður Kópavogur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira