Með risasvepp sem bragðast eins og steik Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. september 2020 19:30 Magnús með sveppinn stóra, sem hann telur vega ríflega tvö kíló. Hann leggur það þó ekki í vana sinn að rækta svo stóra sveppi. Egill Aðalsteinsson Sveppabóndi í Kópavogi segir sveppina til margra hluta nytsamlega, hvort sem er í matreiðslu, húsgagnasmíð eða skógerð. Hann ræktaði á dögunum gríðarstóran svepp sem hann segir bragðast eins og dýrindis steik. Áhugi Magnúsar Magnúsarsonar á sveppum hófst fyrir um fimm árum þegar hann greindist með krabbamein og þurfti að hætta að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Fyrst um sinn fiktaði hann við ræktunina en áhuginn vatt fljótt upp á sig og fyrr en varði var Magnús farinn að rækta tíu týpur af sveppum. Hann ræktaði á dögunum um tveggja kílóa svepp. „Maður gerir þetta nú yfirleitt ekki. En ég ætla að búa til úr honum steik. Þá tek ég hann bara, set hann á pönnu, brýt hann saman, og þrýsti á hann í svona tíu mínútur til að ná úr honum öllu vatninu og svo grilla ég hann. Og þú færð ekki betri steik,“ segir Magnús. Skór, húsgögn og allt mögulegt Sveppina sé hægt að nýta í ýmislegt, til dæmis skógerð. „Menn eru farnir að rækta húsgögn úr þessu, búa til alls konar hluti, lampa og fleira, vegna þess að þetta efni sem eftir verður það brennur ekki. Þú getur verið með logsuðutæki á þessu og það brennur ekki.“ Hann ræktar sveppi af öllum stærðum og gerðum, meðal annars hinn bleika pink oyster, sem hann hugðist bjóða gestum og gangandi á Hinsegin dögum í ár. „Ég setti hann í gang þegar ég hélt að þetta covid væri búið og þegar stóra ganga hinsegin fólks var og þá ætlaði ég að bjóða svona bleika sveppi – en það var ekki hægt.“ Opnar sveppasetur Hann áformar að stækka við sig og hefur fengið til liðs við sig hóp fólks, meðal annars vísindamenn, þar sem þau ætla að setja á fót sveppasetur og leggja þar áherslu á nýsköpun. „Við erum svona átta saman sem sóttu um húsnæði hjá Reykjavíkurborg uppi í Gufunesi. Við erum að vona að þeir grípi þessa miklu nýsköpun sem við erum í. Og þar ætlum við að búa til sveppasetur. Þar verðum við með hluta af því undir ræktunina og svo gáma úti. Við verðum með svona fimm gáma til að byrja með og þá getum við ræktað á annað tonn á mánuði af sveppum. Við ætlum að framleiða tíu tegundir af svokölluðum lyfjasveppum, sem eru notaðir á sjúkrahúsum og um allan heim og eru stór vísindi.“ En á meðan þess er beðið verður svepparæktunin bundin við heimilið. Og sveppir í matinn alla daga. „Nánast öll kvöld, hjá allri fjölskyldunni og nágrönnunum og alls staðar sem maður getur troðið þeim svo maður geti séð hvernig fólki líkar.“ Matur Landbúnaður Kópavogur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira
Sveppabóndi í Kópavogi segir sveppina til margra hluta nytsamlega, hvort sem er í matreiðslu, húsgagnasmíð eða skógerð. Hann ræktaði á dögunum gríðarstóran svepp sem hann segir bragðast eins og dýrindis steik. Áhugi Magnúsar Magnúsarsonar á sveppum hófst fyrir um fimm árum þegar hann greindist með krabbamein og þurfti að hætta að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Fyrst um sinn fiktaði hann við ræktunina en áhuginn vatt fljótt upp á sig og fyrr en varði var Magnús farinn að rækta tíu týpur af sveppum. Hann ræktaði á dögunum um tveggja kílóa svepp. „Maður gerir þetta nú yfirleitt ekki. En ég ætla að búa til úr honum steik. Þá tek ég hann bara, set hann á pönnu, brýt hann saman, og þrýsti á hann í svona tíu mínútur til að ná úr honum öllu vatninu og svo grilla ég hann. Og þú færð ekki betri steik,“ segir Magnús. Skór, húsgögn og allt mögulegt Sveppina sé hægt að nýta í ýmislegt, til dæmis skógerð. „Menn eru farnir að rækta húsgögn úr þessu, búa til alls konar hluti, lampa og fleira, vegna þess að þetta efni sem eftir verður það brennur ekki. Þú getur verið með logsuðutæki á þessu og það brennur ekki.“ Hann ræktar sveppi af öllum stærðum og gerðum, meðal annars hinn bleika pink oyster, sem hann hugðist bjóða gestum og gangandi á Hinsegin dögum í ár. „Ég setti hann í gang þegar ég hélt að þetta covid væri búið og þegar stóra ganga hinsegin fólks var og þá ætlaði ég að bjóða svona bleika sveppi – en það var ekki hægt.“ Opnar sveppasetur Hann áformar að stækka við sig og hefur fengið til liðs við sig hóp fólks, meðal annars vísindamenn, þar sem þau ætla að setja á fót sveppasetur og leggja þar áherslu á nýsköpun. „Við erum svona átta saman sem sóttu um húsnæði hjá Reykjavíkurborg uppi í Gufunesi. Við erum að vona að þeir grípi þessa miklu nýsköpun sem við erum í. Og þar ætlum við að búa til sveppasetur. Þar verðum við með hluta af því undir ræktunina og svo gáma úti. Við verðum með svona fimm gáma til að byrja með og þá getum við ræktað á annað tonn á mánuði af sveppum. Við ætlum að framleiða tíu tegundir af svokölluðum lyfjasveppum, sem eru notaðir á sjúkrahúsum og um allan heim og eru stór vísindi.“ En á meðan þess er beðið verður svepparæktunin bundin við heimilið. Og sveppir í matinn alla daga. „Nánast öll kvöld, hjá allri fjölskyldunni og nágrönnunum og alls staðar sem maður getur troðið þeim svo maður geti séð hvernig fólki líkar.“
Matur Landbúnaður Kópavogur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira