Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 5. september 2020 22:15 Frá gatnamótum Vestfjarðavegar og Bíldudalsvegar á Dynjandisheiði. Hluti endurbóta vegarins í fyrsta áfanga er um Pennusneiðing og langleiðina að gatnamótunum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Uppbygging Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er risavaxið verkefni en Vegagerðin bauð út fyrsta áfangann í sumar, 5,7 kílómetra kafla í Arnarfirði, um Meðalnes nyrst við Dynjandisvog, og einnig 4,3 kílómetra kafla syðst ofan Flókalundar, um Þverdalsá og Pennusneiðing. Vegagerðin hefur núna ákveðið að hafna lægsta tilboðinu, sem var frá Borgarverki í Borgarnesi, upp á rúmar sautjánhundruð millónir króna, eða þrettán prósentum yfir liðlega fimmtánhundruð milljóna króna kostnaðaráætlun, og þess í stað ákveðið að semja við Íslenska aðalverktaka, sem buðu 25 milljónum hærra og áttu næstlægsta boð af fjórum. Fjögur tilboð bárust í verkið. Því lægsta, frá Borgarverki, hefur núna verið hafnað.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Samkvæmt upplýsingum Óskars Arnar Jónssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, er ástæðan sú að Borgarverk stóðst ekki kröfur útboðsins um reynslu af stórum verkum. Kveðst Óskar reikna með að samningar við Íslenska aðalverkaka verði kláraðir í næstu viku. Borgarverk fékk hins vegar í sárabætur sjö kílómetra kafla í Gufufirði, átti þar lægsta og raunar eina tilboðið, upp á 305 milljónir króna, og þótti því hafa næga reynslu til að takast á við fyrsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Alla þessa vegarkafla á að vinna rösklega, framkvæmdir fara á fullt í haust, og eiga þeir vera tilbúnir innan árs með bundnu slitlagi. Með því bætast við 17 kílómetrar af malbiki á suðurleiðinni til Ísafjarðar, ofan á 27 kílómetra styttingu sem fæst í haust með opnun Dýrafjarðarganga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Teigsskógur Tengdar fréttir Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira
Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Uppbygging Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er risavaxið verkefni en Vegagerðin bauð út fyrsta áfangann í sumar, 5,7 kílómetra kafla í Arnarfirði, um Meðalnes nyrst við Dynjandisvog, og einnig 4,3 kílómetra kafla syðst ofan Flókalundar, um Þverdalsá og Pennusneiðing. Vegagerðin hefur núna ákveðið að hafna lægsta tilboðinu, sem var frá Borgarverki í Borgarnesi, upp á rúmar sautjánhundruð millónir króna, eða þrettán prósentum yfir liðlega fimmtánhundruð milljóna króna kostnaðaráætlun, og þess í stað ákveðið að semja við Íslenska aðalverktaka, sem buðu 25 milljónum hærra og áttu næstlægsta boð af fjórum. Fjögur tilboð bárust í verkið. Því lægsta, frá Borgarverki, hefur núna verið hafnað.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Samkvæmt upplýsingum Óskars Arnar Jónssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, er ástæðan sú að Borgarverk stóðst ekki kröfur útboðsins um reynslu af stórum verkum. Kveðst Óskar reikna með að samningar við Íslenska aðalverkaka verði kláraðir í næstu viku. Borgarverk fékk hins vegar í sárabætur sjö kílómetra kafla í Gufufirði, átti þar lægsta og raunar eina tilboðið, upp á 305 milljónir króna, og þótti því hafa næga reynslu til að takast á við fyrsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Alla þessa vegarkafla á að vinna rösklega, framkvæmdir fara á fullt í haust, og eiga þeir vera tilbúnir innan árs með bundnu slitlagi. Með því bætast við 17 kílómetrar af malbiki á suðurleiðinni til Ísafjarðar, ofan á 27 kílómetra styttingu sem fæst í haust með opnun Dýrafjarðarganga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Teigsskógur Tengdar fréttir Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira
Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58