Fær 1,7 milljónir á viku fyrir að vera á bakvakt hjá NFL-liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 11:30 Josh McCown verður að vera klár í að hoppa upp í flugvél til Philadelphia. Getty/Quinn Harris Reynsluboltinn Josh McCown er kominn í nýtt hlutverk í NFL-deildinni en hann er búinn að semja við eitt lið deildarinnar á óvenjulegan hátt. Philadelphia Eagles hefur nefnilega gert samning við þennan 41 árs gamla leikstjórnanda um að hann verði á bakvakt á þessu NFL-tímabili sem hefst á fimmtudaginn kemur. Það er mikil óvissa uppi í NFL-deildinni vegna kórónuveirunnar og leikmenn geta nú dottið út með engum fyrirvara. Philadelphia Eagles vill hafa varann á og býr að því að Josh McCown var hjá félaginu í fyrra og þekkir því vel til sóknarskipulags liðsins. More on the Eagles making 41-year-old Josh McCown - who will live in Texas, make $12,000 per week and serve as the team s emergency QB - the oldest practice squad player in NFL history:https://t.co/CgJT8MDtJ7— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 6, 2020 Það sem gerir þetta mjög sérstakt er að Josh McCown býr ekki í Philadelphia heldur í Texas sem er í meira en þriggja klukkutíma flugferð í burtu. Hann verður því ekki í kringum liðið nema að það komi útkall. Philadelphia Eagles ætlar að leyfa honum að búa áfram í Texas en það verður fylgst vel með því að hann haldi sér í góðu formi. Josh McCown verður því til taks ef leikstjórnendur Eagles detta skyndilega út vegna COVID-19 smits. Josh McCown verður samt sem áður elsti leikmaðurinn sem fær samning til að vera hluti af æfingaliði NFL-liðs. Best Job In Sports: Josh McCown Will Make $12,000 A Week To Live In Texas While On The Eagles Practice Squad https://t.co/NZJqQuJ8zn pic.twitter.com/pyBcTWvYjO— Barstool Sports (@barstoolsports) September 6, 2020 McCown spilaði þrjá leiki með Philadelphia Eagles í fyrra og var í byrjunarliði New York Jets fyrir tveimur tímabilum síðan. Hann er mjög víðförull og hefur mikla reynslu að því að koma sér inn í hlutina hjá nýjum liðum. Á ferlinum hefur McCown farið frá Arizona til Detroit til Oakland til Miami til Carolina til Hartford Colonials í United Football League til San Francisco til Chicago til Tampa Bay til Cleveland og loks til New York Jets. Philadelphia Eagles þarf líka að borga fyrir þessa þjónustu því Josh McCown mun fá 12 þúsund Bandaríkjadali á viku eða 1,7 milljónir íslenskra króna. Það er ekki slæmt kaup. NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Reynsluboltinn Josh McCown er kominn í nýtt hlutverk í NFL-deildinni en hann er búinn að semja við eitt lið deildarinnar á óvenjulegan hátt. Philadelphia Eagles hefur nefnilega gert samning við þennan 41 árs gamla leikstjórnanda um að hann verði á bakvakt á þessu NFL-tímabili sem hefst á fimmtudaginn kemur. Það er mikil óvissa uppi í NFL-deildinni vegna kórónuveirunnar og leikmenn geta nú dottið út með engum fyrirvara. Philadelphia Eagles vill hafa varann á og býr að því að Josh McCown var hjá félaginu í fyrra og þekkir því vel til sóknarskipulags liðsins. More on the Eagles making 41-year-old Josh McCown - who will live in Texas, make $12,000 per week and serve as the team s emergency QB - the oldest practice squad player in NFL history:https://t.co/CgJT8MDtJ7— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 6, 2020 Það sem gerir þetta mjög sérstakt er að Josh McCown býr ekki í Philadelphia heldur í Texas sem er í meira en þriggja klukkutíma flugferð í burtu. Hann verður því ekki í kringum liðið nema að það komi útkall. Philadelphia Eagles ætlar að leyfa honum að búa áfram í Texas en það verður fylgst vel með því að hann haldi sér í góðu formi. Josh McCown verður því til taks ef leikstjórnendur Eagles detta skyndilega út vegna COVID-19 smits. Josh McCown verður samt sem áður elsti leikmaðurinn sem fær samning til að vera hluti af æfingaliði NFL-liðs. Best Job In Sports: Josh McCown Will Make $12,000 A Week To Live In Texas While On The Eagles Practice Squad https://t.co/NZJqQuJ8zn pic.twitter.com/pyBcTWvYjO— Barstool Sports (@barstoolsports) September 6, 2020 McCown spilaði þrjá leiki með Philadelphia Eagles í fyrra og var í byrjunarliði New York Jets fyrir tveimur tímabilum síðan. Hann er mjög víðförull og hefur mikla reynslu að því að koma sér inn í hlutina hjá nýjum liðum. Á ferlinum hefur McCown farið frá Arizona til Detroit til Oakland til Miami til Carolina til Hartford Colonials í United Football League til San Francisco til Chicago til Tampa Bay til Cleveland og loks til New York Jets. Philadelphia Eagles þarf líka að borga fyrir þessa þjónustu því Josh McCown mun fá 12 þúsund Bandaríkjadali á viku eða 1,7 milljónir íslenskra króna. Það er ekki slæmt kaup.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira