Fangelsinu lokað og lögregluþjónum fjölgað Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2020 21:33 Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að fangelsishúsið, sem er sambyggt lögreglustöðinni, verði endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Vísir/Vilhelm Lögregluþjónum í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi Eystra verður fjölgað um fjögur stöðugildi í kjölfar þess að fangelsinu á Akureyri verður lokað. Ákvörðunin um lokun fangelsisins var opinberuð í sumar en lokuninni var frestað þar til ríkislögreglustjóri gerði tillögur að mótvægisaðgerðum. Þeirri vinnu er nú lokið. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að fangelsishúsið, sem er sambyggt lögreglustöðinni, verði endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Minnst tveir sérsveitarmenn verði með fasta búsetu á Akureyri, í stað eins, og að tryggt verði að lögreglan geti nýtt sér úrræði til gæsluvarðhaldsvistar þegar þörf verður á. Með því að loka fangelsinu á Akureyri stendur til að nýta betur fjármagn Fangelsismálastofnunnar. Ákvörðunin hefur þó verið harðlega gagnrýnd víða. Í yfirlýsingunni segir að mikilvægi fangelsisins hafi minnkað verulega á síðustu tveimur áratugum. Þá eigi allir fangar möguleika á framgangi í afplánun og eiga því ekki samkvæmt lögum að afplána stærsta hluta refsingar í lokuðu fangelsi en það sé fangelsið á Akureyri. Tvö opin fangelsi séu rekin, eitt á Suðurlandi og hitt á Vesturlandi. Þar að auki sé áfangaheimili sem taki við að lokinni vist í opnu fangelsi staðsett í Reykjavík. Útilokað sé fyrir fanga að afplána allan sinn tíma á Norðurlandi Eystra. Enn fremur segir að í stað tíu til 14 manna eininga séu nú rekin tvö öflug lokuð fangelsi sem samtals geti hýst 140 fanga, ef Fangelsismálastofnun hefði fjárhagslega burði til. Það sé hægt með lokun fangelsisins á Akureyri. Akureyri Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Lögregluþjónum í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi Eystra verður fjölgað um fjögur stöðugildi í kjölfar þess að fangelsinu á Akureyri verður lokað. Ákvörðunin um lokun fangelsisins var opinberuð í sumar en lokuninni var frestað þar til ríkislögreglustjóri gerði tillögur að mótvægisaðgerðum. Þeirri vinnu er nú lokið. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að fangelsishúsið, sem er sambyggt lögreglustöðinni, verði endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Minnst tveir sérsveitarmenn verði með fasta búsetu á Akureyri, í stað eins, og að tryggt verði að lögreglan geti nýtt sér úrræði til gæsluvarðhaldsvistar þegar þörf verður á. Með því að loka fangelsinu á Akureyri stendur til að nýta betur fjármagn Fangelsismálastofnunnar. Ákvörðunin hefur þó verið harðlega gagnrýnd víða. Í yfirlýsingunni segir að mikilvægi fangelsisins hafi minnkað verulega á síðustu tveimur áratugum. Þá eigi allir fangar möguleika á framgangi í afplánun og eiga því ekki samkvæmt lögum að afplána stærsta hluta refsingar í lokuðu fangelsi en það sé fangelsið á Akureyri. Tvö opin fangelsi séu rekin, eitt á Suðurlandi og hitt á Vesturlandi. Þar að auki sé áfangaheimili sem taki við að lokinni vist í opnu fangelsi staðsett í Reykjavík. Útilokað sé fyrir fanga að afplána allan sinn tíma á Norðurlandi Eystra. Enn fremur segir að í stað tíu til 14 manna eininga séu nú rekin tvö öflug lokuð fangelsi sem samtals geti hýst 140 fanga, ef Fangelsismálastofnun hefði fjárhagslega burði til. Það sé hægt með lokun fangelsisins á Akureyri.
Akureyri Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira