Ríkisútvarpið braut ekki lög með ráðningu Stefáns Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. september 2020 06:55 Kristín Þorsteinsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir sóttu báðar um starf útvarpsstjóra. Samsett Ríkisútvarpið braut ekki jafnréttislög þegar Stefán Eiríksson var ráðinn í starf útvarpsstjóra í janúar síðastliðnum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Þær Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra, og Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri 365 Miðla kærðu báðar ákvörðunina og töldu að ráðning Stefáns bryti í bága við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og einnig við lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að mati nefndarinnar skiptir máli í samhenginu að RÚV er opinbert hlutafélag sem lýtur reglum hins almenna vinnumarkaðar og nýtur því aukins svigrúms í þessum málum samanborið við aðrar opinberar stofnanir sem ekki eru hlutafélög. Þar fyrir utan komst nefndin einnig að þeirri niðurstöðu að hvorki Kristín né Kolbrún hafi náð að leiða að því líkum að þeim hafi verið mismunað við ráðningu í starf útvarpsstjóra. Þó setti nefndin fram ákveðnar aðfinnslur í tilviki þeirra beggja við mat RÚV á menntun þeirra og einnig við mat RÚV á Kristínu í matsflokknum „Fjölmiðlar, menningar og samfélagsmál.“ Alls sótti 41 umsækjandi um starf útvarpsstjóra. Nítján komust í starfsviðtal og fjórir undirgengust persónuleikapróf og var Kolbrún á meðal þeirra. Stefán Eiríksson þáverandi borgarritari var að endingu ráðinn útvarpsstjóri í janúar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Jafnréttismál Tengdar fréttir Nærmynd af Stefáni Eiríkssyni: Partýkall sem tekur alltaf Duran Duran og elskar að brjóta Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins til næstu fimm ára. 17. febrúar 2020 20:51 Kolbrún skoðar að kæra ráðningu Stefáns Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og leikhússtjóri, hefur til skoðunar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra til kærunefndar jafnréttismála. 10. febrúar 2020 13:14 Kristín fær ekki rökstuðning frá RÚV Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins, hefur fengið neitun frá Ríkisútvarpinu við beiðni sinni um rökstuðning á ráðningu nýs útvarpsstjóra, Stefáns Eiríkssonar. 10. febrúar 2020 06:50 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Ríkisútvarpið braut ekki jafnréttislög þegar Stefán Eiríksson var ráðinn í starf útvarpsstjóra í janúar síðastliðnum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Þær Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra, og Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri 365 Miðla kærðu báðar ákvörðunina og töldu að ráðning Stefáns bryti í bága við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og einnig við lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að mati nefndarinnar skiptir máli í samhenginu að RÚV er opinbert hlutafélag sem lýtur reglum hins almenna vinnumarkaðar og nýtur því aukins svigrúms í þessum málum samanborið við aðrar opinberar stofnanir sem ekki eru hlutafélög. Þar fyrir utan komst nefndin einnig að þeirri niðurstöðu að hvorki Kristín né Kolbrún hafi náð að leiða að því líkum að þeim hafi verið mismunað við ráðningu í starf útvarpsstjóra. Þó setti nefndin fram ákveðnar aðfinnslur í tilviki þeirra beggja við mat RÚV á menntun þeirra og einnig við mat RÚV á Kristínu í matsflokknum „Fjölmiðlar, menningar og samfélagsmál.“ Alls sótti 41 umsækjandi um starf útvarpsstjóra. Nítján komust í starfsviðtal og fjórir undirgengust persónuleikapróf og var Kolbrún á meðal þeirra. Stefán Eiríksson þáverandi borgarritari var að endingu ráðinn útvarpsstjóri í janúar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Jafnréttismál Tengdar fréttir Nærmynd af Stefáni Eiríkssyni: Partýkall sem tekur alltaf Duran Duran og elskar að brjóta Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins til næstu fimm ára. 17. febrúar 2020 20:51 Kolbrún skoðar að kæra ráðningu Stefáns Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og leikhússtjóri, hefur til skoðunar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra til kærunefndar jafnréttismála. 10. febrúar 2020 13:14 Kristín fær ekki rökstuðning frá RÚV Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins, hefur fengið neitun frá Ríkisútvarpinu við beiðni sinni um rökstuðning á ráðningu nýs útvarpsstjóra, Stefáns Eiríkssonar. 10. febrúar 2020 06:50 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Nærmynd af Stefáni Eiríkssyni: Partýkall sem tekur alltaf Duran Duran og elskar að brjóta Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins til næstu fimm ára. 17. febrúar 2020 20:51
Kolbrún skoðar að kæra ráðningu Stefáns Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og leikhússtjóri, hefur til skoðunar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra til kærunefndar jafnréttismála. 10. febrúar 2020 13:14
Kristín fær ekki rökstuðning frá RÚV Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins, hefur fengið neitun frá Ríkisútvarpinu við beiðni sinni um rökstuðning á ráðningu nýs útvarpsstjóra, Stefáns Eiríkssonar. 10. febrúar 2020 06:50