Framtíðin er norræn hringrás Bjarni Herrera, Hrund Gunnsteinsdóttir og Harpa Júlíusdóttir skrifa 8. september 2020 07:30 Nú í september 2020 voru sett á fót samnorræn samtök sem ætlað er að vera regnhlífarsamtök um hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Samtökin bera heitið ‘NordicCircularHotspot’ og hafa hlotið fjármögnun frá Nordic Innovation að fjárhæð 1,5m norskra króna. Stofnendur og stjórnendur þessara samtaka eru helstu sérfræðingar Norðurlandanna í hringrásarhagkerfinu og eru undirrituð hluti af þeim hóp. Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni mun þá gegna því hlutverki að vera miðja samtakanna hér á landi. Af hverju er þetta mikilvægt? Hringrásarhagkerfið (e. circular economy) er hagkerfi þar sem leitast er við að hanna burt úrgang, mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda, halda vörum og efnum lengur í notkun og endurnýja náttúruleg kerfi (að öllum úrgangi sé skilað aftur í hringrásina). Þannig má draga úr sóun, nýta betur auðlindir heimsins og ýta undir sjálfbærni. Með iðnbyltingunni fór manneskjan að búa til ótrúlegustu hluti, allt frá bensínvélum til fartölva og tískufatnaðar í massavís. Þessi hugmyndafræði byggði á því að auðlindir heimsins væru ótæmandi og vinnuafl til staðar. Okkar núverandi nálgun hefur náð endimörkum og virkar ekki lengur fyrir fólk, atvinnulíf og umfram allt, jörðina okkar og náttúruna. Nú er því ekki lengur um “rusl” að ræða heldur “úrgang” eða “virði” sem hægt er að nýta. Tækifæri tengd hringrásarhagkerfinu Talið er að viðskiptatækifæri hringrásarhagkerfisins nemi um 1,8 trilljónum evra, bara innan Evrópusambandsins, skv. Ellen MacArthur Foundation, leiðandi hugveitu um hringrásarhagkerfið á heimsvísu. Þá hefur Evrópusambandið heitið 100 milljörðum evra á árunum 2021-2027 í styrki vegna nýs græns sáttmála (e. EU Green Deal) um sjálfbæra framtíð þar sem ein af lykilstoðunum er hringrásarhagkerfið. Gríðarleg tækifæri eru fólgin í þessari þróun á Íslandi: nýsköpunartækifæri, atvinnusköpun og fjárfestingartækifæri sem gætu verið til þess fallin að skapa útflutningsverðmæti, bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og auka hagsæld á Íslandi. Þannig myndu hráefni nýtast betur og útblástur minnka sem styður við skuldbindingar Íslands við Parísarsáttmálann og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Betur má ef duga skal Noregur gerði nýlega heildstæða úttekt á því hvar þjóðin stendur þegar kemur að innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Niðurstaðan er að einungis 2.4% af norsku hagkerfi er í anda hringrásarhagkerfisins. Finnar eru komnir einna lengst af Norðurlöndunum, en þarlend stjórnvöld hafa gert aðgerðaráætlun í víðtæku samráði ólíkra hagaðila og sett sér það markmið að verða hringrásarhagkerfi árið 2025. Í þessum mánuði samþykktu norrænu atvinnuvegaráðherrarnir áætlun þar sem fjármagn er lagt til í verkefni og nýsköpun sem styður við sjálfbærar lausnir og hringrásarhagkerfið. Samvinna fyrirtækja, atvinnugeira og þjóða er ein af þungamiðjum hringrásarhagkerfisins og í þeim anda stendur nú yfir stofnun Nordic Circular Hotspot, samnorræns vettvangs um norræna hringrás. Því betur má ef duga skal. Aðgengi Íslands að vettvangi Nordic Circular Hotspot opnar á fjölda tækifæra til þess að deila reynslu á milli Norðurlandanna, auka samstarf og flýta umbreytingu hagkerfis okkar úr línulegu yfir í hringrásarhagkerfi með tilheyrandi verðmætasköpun. Bjarni Herrera, framkvæmdarstjóri CIRCULAR Solutions Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í september 2020 voru sett á fót samnorræn samtök sem ætlað er að vera regnhlífarsamtök um hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Samtökin bera heitið ‘NordicCircularHotspot’ og hafa hlotið fjármögnun frá Nordic Innovation að fjárhæð 1,5m norskra króna. Stofnendur og stjórnendur þessara samtaka eru helstu sérfræðingar Norðurlandanna í hringrásarhagkerfinu og eru undirrituð hluti af þeim hóp. Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni mun þá gegna því hlutverki að vera miðja samtakanna hér á landi. Af hverju er þetta mikilvægt? Hringrásarhagkerfið (e. circular economy) er hagkerfi þar sem leitast er við að hanna burt úrgang, mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda, halda vörum og efnum lengur í notkun og endurnýja náttúruleg kerfi (að öllum úrgangi sé skilað aftur í hringrásina). Þannig má draga úr sóun, nýta betur auðlindir heimsins og ýta undir sjálfbærni. Með iðnbyltingunni fór manneskjan að búa til ótrúlegustu hluti, allt frá bensínvélum til fartölva og tískufatnaðar í massavís. Þessi hugmyndafræði byggði á því að auðlindir heimsins væru ótæmandi og vinnuafl til staðar. Okkar núverandi nálgun hefur náð endimörkum og virkar ekki lengur fyrir fólk, atvinnulíf og umfram allt, jörðina okkar og náttúruna. Nú er því ekki lengur um “rusl” að ræða heldur “úrgang” eða “virði” sem hægt er að nýta. Tækifæri tengd hringrásarhagkerfinu Talið er að viðskiptatækifæri hringrásarhagkerfisins nemi um 1,8 trilljónum evra, bara innan Evrópusambandsins, skv. Ellen MacArthur Foundation, leiðandi hugveitu um hringrásarhagkerfið á heimsvísu. Þá hefur Evrópusambandið heitið 100 milljörðum evra á árunum 2021-2027 í styrki vegna nýs græns sáttmála (e. EU Green Deal) um sjálfbæra framtíð þar sem ein af lykilstoðunum er hringrásarhagkerfið. Gríðarleg tækifæri eru fólgin í þessari þróun á Íslandi: nýsköpunartækifæri, atvinnusköpun og fjárfestingartækifæri sem gætu verið til þess fallin að skapa útflutningsverðmæti, bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og auka hagsæld á Íslandi. Þannig myndu hráefni nýtast betur og útblástur minnka sem styður við skuldbindingar Íslands við Parísarsáttmálann og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Betur má ef duga skal Noregur gerði nýlega heildstæða úttekt á því hvar þjóðin stendur þegar kemur að innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Niðurstaðan er að einungis 2.4% af norsku hagkerfi er í anda hringrásarhagkerfisins. Finnar eru komnir einna lengst af Norðurlöndunum, en þarlend stjórnvöld hafa gert aðgerðaráætlun í víðtæku samráði ólíkra hagaðila og sett sér það markmið að verða hringrásarhagkerfi árið 2025. Í þessum mánuði samþykktu norrænu atvinnuvegaráðherrarnir áætlun þar sem fjármagn er lagt til í verkefni og nýsköpun sem styður við sjálfbærar lausnir og hringrásarhagkerfið. Samvinna fyrirtækja, atvinnugeira og þjóða er ein af þungamiðjum hringrásarhagkerfisins og í þeim anda stendur nú yfir stofnun Nordic Circular Hotspot, samnorræns vettvangs um norræna hringrás. Því betur má ef duga skal. Aðgengi Íslands að vettvangi Nordic Circular Hotspot opnar á fjölda tækifæra til þess að deila reynslu á milli Norðurlandanna, auka samstarf og flýta umbreytingu hagkerfis okkar úr línulegu yfir í hringrásarhagkerfi með tilheyrandi verðmætasköpun. Bjarni Herrera, framkvæmdarstjóri CIRCULAR Solutions Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun