Telja réttarhöldin vegna Khashoggi ógegnsæ Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2020 10:43 Jamal Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum en fór til Istanbúl til að sækja sér gögn fyrir brúðkaup sitt. Unnusta hans beið fyrir utan á meðan hann fór inn á ræðisskrifstofu Sáda í borginni en þaðan sneri hann ekki lifandi. Vísir/AP Réttarhöld vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem fóru fram í Sádi-Arabíu skorti gegnsæi og drógu ekki þá seku til ábyrgðar, að mati mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Átta manns voru dæmdir í fangelsi fyrir meinta aðild að morðinu. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið skipun um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Sveit manna sem var send frá Sádi-Arabíu tók á móti honum á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þegar Khashoggi kom að sækja skjöl fyrir brúðkaup sitt í október árið 2018. Talið er að Khashoggi hafi verið myrtur á ræðisskrifstofunni og lík hans hlutað niður. Líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Enginn sem var grunaður um að skipa fyrir um morðið var dæmdur í málinu í Sádi-Arabíu. Átta ónefndir einstaklingar voru sakfelldir fyrir þátt í því en dauðadómi yfir fimm þeirra var snúið við eftir að einn sona Khashoggi fyrirgaf þeim fyrir hönd fjölskyldunnar. Rupert Colville, talsmaður mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sagði að gegnsæi um málsferðina hefði verið ábótavant, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hvatti hann til þess að þeir seku væru dregnir til ábyrgðar og þeim gerð refsing í hlutfalli við glæpinn. Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. 7. september 2020 15:43 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Réttarhöld vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem fóru fram í Sádi-Arabíu skorti gegnsæi og drógu ekki þá seku til ábyrgðar, að mati mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Átta manns voru dæmdir í fangelsi fyrir meinta aðild að morðinu. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið skipun um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Sveit manna sem var send frá Sádi-Arabíu tók á móti honum á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þegar Khashoggi kom að sækja skjöl fyrir brúðkaup sitt í október árið 2018. Talið er að Khashoggi hafi verið myrtur á ræðisskrifstofunni og lík hans hlutað niður. Líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Enginn sem var grunaður um að skipa fyrir um morðið var dæmdur í málinu í Sádi-Arabíu. Átta ónefndir einstaklingar voru sakfelldir fyrir þátt í því en dauðadómi yfir fimm þeirra var snúið við eftir að einn sona Khashoggi fyrirgaf þeim fyrir hönd fjölskyldunnar. Rupert Colville, talsmaður mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sagði að gegnsæi um málsferðina hefði verið ábótavant, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hvatti hann til þess að þeir seku væru dregnir til ábyrgðar og þeim gerð refsing í hlutfalli við glæpinn.
Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. 7. september 2020 15:43 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. 7. september 2020 15:43