Fjögurra herbergja íbúðir með deilibílum og veislusal á 36,5 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2020 11:56 Vesturhlið fyrsta hússins sem verið er að reisa í þorpinu. Runólfur Ágústsson Framkvæmdir eru vel á veg komnar við nýtt smáíbúðahverfi í Gufunesi, þar sem kaupendum bjóðast fjögurra herbergja íbúðir á 36 og hálfa milljón króna. Hverfið, sem byggir á hugmyndinni um „þorp í borg“, mun státa af sólríku torgi, sameiginlegu vinnurými, veislusal, pósthúsi og deilibílum. Þorpið í Gufunesi hefur verið í burðarliðnum í þrjú ár en framkvæmdir hófust nú í maí. Um er að ræða stærsta einstaka verkefnið í átaki borgarinnar um að skapa 500 nýjar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk á næstu árum. „Við hófum framkvæmdir núna í maí og byrjuðum að reisa þriðju hæðina í fyrsta húsinu í gær, sem eru 45 íbúðir sem verða afhentar 1. júní næstkomandi. Þær eru seldar. Við erum að hefja annan áfanga núna í október, 65 íbúðir, og þær íbúðir munu uppfylla skilyrði nýju laganna um hlutdeildarlán,“ sagði Runólfur Ágústsson, forsvarsmaður verkefnisins í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Teikning Yrki arkítekta af þorpinu. Íbúðirnar eru litlar og staðlaðar, settar saman úr verksmiðjuframleiddum einingum frá Borgarnesi. Þá eru húsgögn og frá IKEA og um hönnunina sjá Yrki arkítektar. „Og við skerum niður alla milliliði. Við seljum sjálf í staðinn fyrir að selja á fasteignasölu. Og þetta gerir það að verkum að við erum að skila fjögurra herbergja íbúð á 36 og hálfri milljón. Hún er 65 fermetrar en líka með mjög mikilli sameign þannig að hver einasti fermetri nýtist,“ segir Runólfur. Útsýni úr íbúð 109 á jarðhæð.Runólfur Ágústsson „Herbergin eru í þeirri stærð sem þau þurfa að vera. Barnaherbergin eru tæpir átta fermetrar, sem er það pláss sem þarf. […] Í staðinn fyrir það að ganga inn í hjónaherbergið með hefðbundnum hætti eru tvær rennihurðir hvor sínum megin við rúmið. Það eru sjötíu sentímetrar fyrir framan rúmið annars sem sparast. Sem þýðir að við getum stækkað alrýmið um sjötíu sentímetra.“ Runólfur segir að meðalaldur kaupenda í þorpinu sé 27-28 ár. Framkvæmdin er byggð á hugmyndinni um „þorp í borg“ en miðpunktur hverfisins er sameign, sem íbúar geta allir nýtt sér. Sjónsteypugafl rammar inn húsið, sem á eftir að mála.Runólfur ágústsson „Hverfið er byggt í kringum sólríkt torg. […] Þar er „coworking-space“ [vinnurými], fólk getur mætt þar á daginn og unnið, kaffihús, veislusalur. Þar er líka þvottahús þar sem fólk getur mætt í stórþvott. Og það er líka ofvaxið pósthús. Ekki bara póstkassar heldur líka hólf fyrir fólk fyrir aðkeyptan mat og vörur á netinu. Síðan fylgja deilibílar þessum íbúðum og grænmetisgarðar. Handan götunnar eru 20-40 fermetrar grænmetisgarðar sem íbúar hafa aðgengi að og þar má byggja létta gróðurskála og vermireit og svo framvegis,“ segir Runólfur. Viðtalið við Runólf má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Loftmynd yfir þorpið í Gufunesi. Teikningar af húsunum í þorpinu. Húsnæðismál Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00 Lækka verð á íbúðum um 700 þúsund krónur Vistfélagið Þorpið úthlutaði í dag fyrstu íbúðum sínum í Gufunesi. Verð íbúðanna lækkaði um 700 þúsund krónur að meðaltali, miðað við það sem áður var auglýst fyrir umsækjendum um íbúðirnar. Þrír umsækjendur voru um hverja íbúð. 2. júlí 2020 12:24 Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“ Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. 2. júní 2020 20:30 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Framkvæmdir eru vel á veg komnar við nýtt smáíbúðahverfi í Gufunesi, þar sem kaupendum bjóðast fjögurra herbergja íbúðir á 36 og hálfa milljón króna. Hverfið, sem byggir á hugmyndinni um „þorp í borg“, mun státa af sólríku torgi, sameiginlegu vinnurými, veislusal, pósthúsi og deilibílum. Þorpið í Gufunesi hefur verið í burðarliðnum í þrjú ár en framkvæmdir hófust nú í maí. Um er að ræða stærsta einstaka verkefnið í átaki borgarinnar um að skapa 500 nýjar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk á næstu árum. „Við hófum framkvæmdir núna í maí og byrjuðum að reisa þriðju hæðina í fyrsta húsinu í gær, sem eru 45 íbúðir sem verða afhentar 1. júní næstkomandi. Þær eru seldar. Við erum að hefja annan áfanga núna í október, 65 íbúðir, og þær íbúðir munu uppfylla skilyrði nýju laganna um hlutdeildarlán,“ sagði Runólfur Ágústsson, forsvarsmaður verkefnisins í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Teikning Yrki arkítekta af þorpinu. Íbúðirnar eru litlar og staðlaðar, settar saman úr verksmiðjuframleiddum einingum frá Borgarnesi. Þá eru húsgögn og frá IKEA og um hönnunina sjá Yrki arkítektar. „Og við skerum niður alla milliliði. Við seljum sjálf í staðinn fyrir að selja á fasteignasölu. Og þetta gerir það að verkum að við erum að skila fjögurra herbergja íbúð á 36 og hálfri milljón. Hún er 65 fermetrar en líka með mjög mikilli sameign þannig að hver einasti fermetri nýtist,“ segir Runólfur. Útsýni úr íbúð 109 á jarðhæð.Runólfur Ágústsson „Herbergin eru í þeirri stærð sem þau þurfa að vera. Barnaherbergin eru tæpir átta fermetrar, sem er það pláss sem þarf. […] Í staðinn fyrir það að ganga inn í hjónaherbergið með hefðbundnum hætti eru tvær rennihurðir hvor sínum megin við rúmið. Það eru sjötíu sentímetrar fyrir framan rúmið annars sem sparast. Sem þýðir að við getum stækkað alrýmið um sjötíu sentímetra.“ Runólfur segir að meðalaldur kaupenda í þorpinu sé 27-28 ár. Framkvæmdin er byggð á hugmyndinni um „þorp í borg“ en miðpunktur hverfisins er sameign, sem íbúar geta allir nýtt sér. Sjónsteypugafl rammar inn húsið, sem á eftir að mála.Runólfur ágústsson „Hverfið er byggt í kringum sólríkt torg. […] Þar er „coworking-space“ [vinnurými], fólk getur mætt þar á daginn og unnið, kaffihús, veislusalur. Þar er líka þvottahús þar sem fólk getur mætt í stórþvott. Og það er líka ofvaxið pósthús. Ekki bara póstkassar heldur líka hólf fyrir fólk fyrir aðkeyptan mat og vörur á netinu. Síðan fylgja deilibílar þessum íbúðum og grænmetisgarðar. Handan götunnar eru 20-40 fermetrar grænmetisgarðar sem íbúar hafa aðgengi að og þar má byggja létta gróðurskála og vermireit og svo framvegis,“ segir Runólfur. Viðtalið við Runólf má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Loftmynd yfir þorpið í Gufunesi. Teikningar af húsunum í þorpinu.
Húsnæðismál Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00 Lækka verð á íbúðum um 700 þúsund krónur Vistfélagið Þorpið úthlutaði í dag fyrstu íbúðum sínum í Gufunesi. Verð íbúðanna lækkaði um 700 þúsund krónur að meðaltali, miðað við það sem áður var auglýst fyrir umsækjendum um íbúðirnar. Þrír umsækjendur voru um hverja íbúð. 2. júlí 2020 12:24 Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“ Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. 2. júní 2020 20:30 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00
Lækka verð á íbúðum um 700 þúsund krónur Vistfélagið Þorpið úthlutaði í dag fyrstu íbúðum sínum í Gufunesi. Verð íbúðanna lækkaði um 700 þúsund krónur að meðaltali, miðað við það sem áður var auglýst fyrir umsækjendum um íbúðirnar. Þrír umsækjendur voru um hverja íbúð. 2. júlí 2020 12:24
Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“ Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. 2. júní 2020 20:30