Lögreglan hefði þurft frekari styrkingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2020 12:02 Fangelsið á Akureyri er í sama húsi og lögreglustöðin vísir/vilhelm Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að ljóst sé að lögreglan hefði þurft á frekari styrkingu að halda en þeim fjórum stöðugildum sem bætast við eftir að ákvörðun var tekin um að loka fangelsinu á Akureyri. Hún segist þó ánægð með að tekið hafið verið tillit til röksemda embættisins varðandi lokun fangelsisins. Í gær tilkynnti dómsmálaráðherra að tekin hafi verið ákvörðun um að loka fangelsinu. Ákvörðunin var upphaflega tekin í sumar en frestað eftir miklar mótbárur, víða úr samfélaginu. Einn bætist við útkallsvaktina Á sama tíma og fangelsið lokar verður húsnæðið þar sem það hefur verið til húsa endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Minnst tveir sérsveitarmenn verði með fasta búsetu á Akureyri, í stað eins, og að tryggt verði að lögreglan geti nýtt sér úrræði til gæsluvarðhaldsvistar þegar þörf verður á, auk þess sem að fjögur stöðugildi bætast við, líkt og fyrr segir. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra skrifar Páley örlítin pistil um breytingarnar og bendir þar á að boðuð aukning stöðugilda á svæðinu feli í sér að einum manni manni verði bætt við útkallsvakt lögreglu allan sólarhringinn, sem nemi 4 stöðugildum og kosti 62 milljónir króna. Um sé að ræða lágmarksstyringu samkvæmt áliti ríkislögreglustjóra. „Þegar ákvörðun var tekin í sumar var þessi styrking lögreglunnar ekki á borðinu og ekki hafði verið litið til þeirra áhrifa sem lokunin hefði á lögregluna á Norðurlandi eystra. Fjögur stöðugildi er það sem ríkislögreglustjóri taldi í áliti sínu vera lágmarks styrking. Áður hefur embættið bent á að til þess að sinna föngum þurfa tveir lögreglumenn að fara inn úr útkallsliði en skammtímavistanir hjá embættinu eru um 300 á ári og er sá fjöldi nokkuð stöðugur á milli ára. Lögreglan hefði því þurft frekari styrkingu,“ skrifar Páley. Sérsveitarmaðurinn þegar tekinn til starfa Þá sé það mikils virði fyrir rannsóknir embættisins að tryggja eigi fullnægjandi gæsluvarðhaldsúrræði á Akureyri sem fangelsismálastofnun mannar og lýsir embættið yfir ánægju sinni með það, að því er fram kemur í pistli Páleyjar. Þá bendir hún einnig á að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hafi hvað fæsta lögreglumenn á bakvið hverja þúsund íbúa eða 1,7, á sama tíma og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi 3,9 þrátt fyrir að það sé landfræðilega minna og stutt sé í aðstoð frá öðrum lögregluliðum, líkt og Páley kemst að orði. Þá bendir hún að ákvörðun um að fjölga í sérsveitarliði á svæðinu um einn starfsmann hafi ekki verið tekin í tengslum við ákvörðun um lokun fangelsins, sá maður hafi þegar hafið störf. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hafa bæði farið fram á það við allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis að nefndin komi saman til þess að ræða ákvörðunina. Bendir Anna á að ótækt sé að ákvörðunin um að loka fangelsinu sé tekin án aðkomu Alþingis. Lögreglan Akureyri Fangelsismál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að ljóst sé að lögreglan hefði þurft á frekari styrkingu að halda en þeim fjórum stöðugildum sem bætast við eftir að ákvörðun var tekin um að loka fangelsinu á Akureyri. Hún segist þó ánægð með að tekið hafið verið tillit til röksemda embættisins varðandi lokun fangelsisins. Í gær tilkynnti dómsmálaráðherra að tekin hafi verið ákvörðun um að loka fangelsinu. Ákvörðunin var upphaflega tekin í sumar en frestað eftir miklar mótbárur, víða úr samfélaginu. Einn bætist við útkallsvaktina Á sama tíma og fangelsið lokar verður húsnæðið þar sem það hefur verið til húsa endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Minnst tveir sérsveitarmenn verði með fasta búsetu á Akureyri, í stað eins, og að tryggt verði að lögreglan geti nýtt sér úrræði til gæsluvarðhaldsvistar þegar þörf verður á, auk þess sem að fjögur stöðugildi bætast við, líkt og fyrr segir. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra skrifar Páley örlítin pistil um breytingarnar og bendir þar á að boðuð aukning stöðugilda á svæðinu feli í sér að einum manni manni verði bætt við útkallsvakt lögreglu allan sólarhringinn, sem nemi 4 stöðugildum og kosti 62 milljónir króna. Um sé að ræða lágmarksstyringu samkvæmt áliti ríkislögreglustjóra. „Þegar ákvörðun var tekin í sumar var þessi styrking lögreglunnar ekki á borðinu og ekki hafði verið litið til þeirra áhrifa sem lokunin hefði á lögregluna á Norðurlandi eystra. Fjögur stöðugildi er það sem ríkislögreglustjóri taldi í áliti sínu vera lágmarks styrking. Áður hefur embættið bent á að til þess að sinna föngum þurfa tveir lögreglumenn að fara inn úr útkallsliði en skammtímavistanir hjá embættinu eru um 300 á ári og er sá fjöldi nokkuð stöðugur á milli ára. Lögreglan hefði því þurft frekari styrkingu,“ skrifar Páley. Sérsveitarmaðurinn þegar tekinn til starfa Þá sé það mikils virði fyrir rannsóknir embættisins að tryggja eigi fullnægjandi gæsluvarðhaldsúrræði á Akureyri sem fangelsismálastofnun mannar og lýsir embættið yfir ánægju sinni með það, að því er fram kemur í pistli Páleyjar. Þá bendir hún einnig á að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hafi hvað fæsta lögreglumenn á bakvið hverja þúsund íbúa eða 1,7, á sama tíma og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi 3,9 þrátt fyrir að það sé landfræðilega minna og stutt sé í aðstoð frá öðrum lögregluliðum, líkt og Páley kemst að orði. Þá bendir hún að ákvörðun um að fjölga í sérsveitarliði á svæðinu um einn starfsmann hafi ekki verið tekin í tengslum við ákvörðun um lokun fangelsins, sá maður hafi þegar hafið störf. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hafa bæði farið fram á það við allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis að nefndin komi saman til þess að ræða ákvörðunina. Bendir Anna á að ótækt sé að ákvörðunin um að loka fangelsinu sé tekin án aðkomu Alþingis.
Lögreglan Akureyri Fangelsismál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira