Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd til að ræða mál egypsku fjölskyldunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2020 12:37 Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi en fólkið hefur dvalið á Íslandi í meira en tvö ár. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hjónin Doaa og Ibrahim komu hingað til lands sumarið 2018 ásamt börnunum sínum fjórum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptaland vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. „Einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni sé ólögleg, siðferðislega röng og ómannúðleg. Þá kvaðst hann ítrekað á síðustu árum hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðug úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu,“ sagði Magnús. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Svaraði ekki beint fyrir mál fjölskyldunnar Í viðtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun benti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, á fyrrnefnda ákvörðun stjórnvalda að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist of lengi. „Síðan hefur Covid-19 auðvitað haft einhver áhrif eins og við erum að sjá á frestun mála,“ sagði Áslaug. En hvað finnst þér um mál barnafjölskyldunnar sem hefur verið hér í 25 mánuði, börnin farin að tala íslensku reiprennandi og það er verið að vísa þeim úr landi? „Við höfum auðvitað tekið afgerandi ákvarðanir er varðar Covid, varðandi verndarmál og lengd dvalarleyfa og fleira af því við vitum auðvitað að Covid-19 er að hafa víðtæk áhrif á ýmislegt eins og þessi mál. Þetta þarf auðvitað að skoða áfram. Við erum auðvitað líka með kærunefnd útlendingamála sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd og höfum skýra tímafresti og höfum stytt þá sérstaklega er varðar fjölskyldur með börn svo það einmitt gerist ekki að fólk verði hér í of langan tíma því við viljum bæði að kerfið okkar sé mannúðlegt og skilvirkt,“ sagði ráðherra. Er þetta þá jafnvel fortíðarvandi sem kemur fram núna en verður ekki svona í framtíðinni? „Það er erfitt að segja til um það. Það eru svo mismunandi hópar sem hingað leita og við erum alltaf að reyna að aðlaga kerfið okkar að því að bæði svara innan eðlilegs tímamarks og gefa þeim vernd sem hingað leita og þurfa á henni að halda,“ sagði Áslaug en viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana um málið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við dómsmálaráðherra um mál egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi en fólkið hefur dvalið á Íslandi í meira en tvö ár. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hjónin Doaa og Ibrahim komu hingað til lands sumarið 2018 ásamt börnunum sínum fjórum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptaland vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. „Einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni sé ólögleg, siðferðislega röng og ómannúðleg. Þá kvaðst hann ítrekað á síðustu árum hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðug úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu,“ sagði Magnús. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Svaraði ekki beint fyrir mál fjölskyldunnar Í viðtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun benti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, á fyrrnefnda ákvörðun stjórnvalda að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist of lengi. „Síðan hefur Covid-19 auðvitað haft einhver áhrif eins og við erum að sjá á frestun mála,“ sagði Áslaug. En hvað finnst þér um mál barnafjölskyldunnar sem hefur verið hér í 25 mánuði, börnin farin að tala íslensku reiprennandi og það er verið að vísa þeim úr landi? „Við höfum auðvitað tekið afgerandi ákvarðanir er varðar Covid, varðandi verndarmál og lengd dvalarleyfa og fleira af því við vitum auðvitað að Covid-19 er að hafa víðtæk áhrif á ýmislegt eins og þessi mál. Þetta þarf auðvitað að skoða áfram. Við erum auðvitað líka með kærunefnd útlendingamála sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd og höfum skýra tímafresti og höfum stytt þá sérstaklega er varðar fjölskyldur með börn svo það einmitt gerist ekki að fólk verði hér í of langan tíma því við viljum bæði að kerfið okkar sé mannúðlegt og skilvirkt,“ sagði ráðherra. Er þetta þá jafnvel fortíðarvandi sem kemur fram núna en verður ekki svona í framtíðinni? „Það er erfitt að segja til um það. Það eru svo mismunandi hópar sem hingað leita og við erum alltaf að reyna að aðlaga kerfið okkar að því að bæði svara innan eðlilegs tímamarks og gefa þeim vernd sem hingað leita og þurfa á henni að halda,“ sagði Áslaug en viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana um málið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við dómsmálaráðherra um mál egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira