PISA-kannanir ekki upphaf og endir alls Svandís Egilsdóttir skrifar 8. september 2020 15:31 Menntamálaráðherra leggur nú til breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla en tillöguna er að finna í Samráðsgáttinni. Í stuttu máli stendur til að fjölga tímum í íslensku og náttúrufræði á mið- og unglingastigi á kostnað valgreina. Þar kemur jafnframt fram að aðalhvatinn og áhyggjuefnið sé viðvarandi slakur árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunni og þannig samanburður á árangri íslenskra nemenda í alþjóðlegu samhengi. Það að efla nám í náttúrufræði og íslenskuhæfni nemenda, hugtakaskilning og málþroska er brýnt og tímabært verkefni ásamt því að efla allt skólastarf. Það er stöðugur ásetningur skólafólks og slíkum kröfum ber í sjálfu sér því að fagna. Hinsvegar er PISA könnunin líkt og margar aðrar samræmdar kannanir er mjög umdeildur mælikvarði á gæði skólastarfs og árangur nemenda og er alls ekki upphaf og endirinn í þeim efnum. Við erum á hreinlega villigötum ef við ætlum að meta árangur í skólastarfi fyrst og fremst í samhengi við PISA-kannanir. Þar að auki er vandinn sem við stöndum frammi fyrir ekki leystur alfarið með fleiri kennslustundum en þessi nálgun á lausn málsins lýsir að mínu mati of þröngu sjónarhorni á hvað við erum að fást við í skólum landsins. Við í skólunum erum flest að horfa til þess að efla marga þætti sem ná frá almennri velferð nemandans og einstaklingsbundnum þörfum hans, stöðu í námi og áhugamálum til markmiða um árangur í fjölmörgum greinum. Að hafa allt njörfað niður í greinar og mínútur setur möguleikum okkar miklar skorður. Við ættum frekar að vinna heildrænna að árangrinum saman, vinna meira saman að kennslunni og gleyma örlítið kappinu við klukkuna. Á unglingastigi er oftar en ekki boðið upp á nám í list- og verkgreinum í valtímum nemenda og þess vegna er hægt að staðhæfa að ef að valið er skert eykst hætta á að list- og verkgreinar skerðist. Að takmarka val nemenda eða nám nemenda í list- og verkgreinum enn frekar en nú er væri galin ákvörðun þegar við viljum byggja samfélagið okkar upp á fjölbreyttan hátt. Skapandi hugsun og verkþekking er mikilvægur grunnur sem nýtist í öllum greinum í raun og er jafnframt grunnur að frekara listnámi nemenda og þar með margvíslegri menningarstarfsemi og nýsköpun. Jafnvel enn verra er að með því að skerða hlut valgreina á unglingastigi tökum við frá nemendum nokkuð afskaplega dýrmætt, nefnilega möguleika þeirra á sjálfræði í skóladeginum. Við myndum skerða nemendalýðræðið og að tekið sé nægilega mikið tillit til einstaklingsbundinna þarfa nemandans og áhuga hans. Nemendur á unglingastigi eru á þeim stað í lífinu að þurfa sjálfir að fara að taka stærri ákvarðanir um hvert þau vilja stefna í námi. Og það er margt bogið við að skerða valfrelsi þeirra og þjálfun í að velja, rétt fyrir þau tímamót. Með valtímum ætlum við í skólunum að efla ábyrgð nemenda á námi, valdefla þau, auka eignarhald þeirra á námsleiðum sem þau velja sér og auka nemendalýðræði í skólunum okkar skv. aðalnámskrá. Þessari lausn verður því að mótmæla. Ég hvet alla sem láta sig málið varða að segja skoðun sína á Samráðsgáttinni. Höfundur er skólastjóri og situr í sjötta sæti á framboðslista VG á Austurlandi í komandi sveitarstjórnarkosningum 19.september í nýlega sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra leggur nú til breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla en tillöguna er að finna í Samráðsgáttinni. Í stuttu máli stendur til að fjölga tímum í íslensku og náttúrufræði á mið- og unglingastigi á kostnað valgreina. Þar kemur jafnframt fram að aðalhvatinn og áhyggjuefnið sé viðvarandi slakur árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunni og þannig samanburður á árangri íslenskra nemenda í alþjóðlegu samhengi. Það að efla nám í náttúrufræði og íslenskuhæfni nemenda, hugtakaskilning og málþroska er brýnt og tímabært verkefni ásamt því að efla allt skólastarf. Það er stöðugur ásetningur skólafólks og slíkum kröfum ber í sjálfu sér því að fagna. Hinsvegar er PISA könnunin líkt og margar aðrar samræmdar kannanir er mjög umdeildur mælikvarði á gæði skólastarfs og árangur nemenda og er alls ekki upphaf og endirinn í þeim efnum. Við erum á hreinlega villigötum ef við ætlum að meta árangur í skólastarfi fyrst og fremst í samhengi við PISA-kannanir. Þar að auki er vandinn sem við stöndum frammi fyrir ekki leystur alfarið með fleiri kennslustundum en þessi nálgun á lausn málsins lýsir að mínu mati of þröngu sjónarhorni á hvað við erum að fást við í skólum landsins. Við í skólunum erum flest að horfa til þess að efla marga þætti sem ná frá almennri velferð nemandans og einstaklingsbundnum þörfum hans, stöðu í námi og áhugamálum til markmiða um árangur í fjölmörgum greinum. Að hafa allt njörfað niður í greinar og mínútur setur möguleikum okkar miklar skorður. Við ættum frekar að vinna heildrænna að árangrinum saman, vinna meira saman að kennslunni og gleyma örlítið kappinu við klukkuna. Á unglingastigi er oftar en ekki boðið upp á nám í list- og verkgreinum í valtímum nemenda og þess vegna er hægt að staðhæfa að ef að valið er skert eykst hætta á að list- og verkgreinar skerðist. Að takmarka val nemenda eða nám nemenda í list- og verkgreinum enn frekar en nú er væri galin ákvörðun þegar við viljum byggja samfélagið okkar upp á fjölbreyttan hátt. Skapandi hugsun og verkþekking er mikilvægur grunnur sem nýtist í öllum greinum í raun og er jafnframt grunnur að frekara listnámi nemenda og þar með margvíslegri menningarstarfsemi og nýsköpun. Jafnvel enn verra er að með því að skerða hlut valgreina á unglingastigi tökum við frá nemendum nokkuð afskaplega dýrmætt, nefnilega möguleika þeirra á sjálfræði í skóladeginum. Við myndum skerða nemendalýðræðið og að tekið sé nægilega mikið tillit til einstaklingsbundinna þarfa nemandans og áhuga hans. Nemendur á unglingastigi eru á þeim stað í lífinu að þurfa sjálfir að fara að taka stærri ákvarðanir um hvert þau vilja stefna í námi. Og það er margt bogið við að skerða valfrelsi þeirra og þjálfun í að velja, rétt fyrir þau tímamót. Með valtímum ætlum við í skólunum að efla ábyrgð nemenda á námi, valdefla þau, auka eignarhald þeirra á námsleiðum sem þau velja sér og auka nemendalýðræði í skólunum okkar skv. aðalnámskrá. Þessari lausn verður því að mótmæla. Ég hvet alla sem láta sig málið varða að segja skoðun sína á Samráðsgáttinni. Höfundur er skólastjóri og situr í sjötta sæti á framboðslista VG á Austurlandi í komandi sveitarstjórnarkosningum 19.september í nýlega sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun