Hvaða PISA-álegg má bjóða þér? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 8. september 2020 18:00 Menntavegurinn svokallaði er vegur sem við göngum öll, enda er sú ganga bundin í lög fyrir börn á aldrinum 6 - 16 ára. Menntavegurinn á að undirbúa okkur fyrir þátttöku í samfélaginu í allri sinni dýrð. Við komum í þessa göngu mismunandi skóuð, í alls konar formi og með fjölbreytt nesti. Enda liggja vegirnir til allra átta og engin með sama áfangastað. Það væri einsleitt og í raun leiðinlegt samfélag ef svo væri. Aðalnámskrá grunnskólanna var fyrst mótuð áður en internetið var orðið að hugmynd - hvað þá bólu. Skólakerfið byggir samt sem áður starf sitt enn á þessari námskrá. Hin svokallaða PISA-könnun er á sama tíma að leggja áherslu á að mæla þætti sem börn og ungmenni áttu að vera góð í fyrir áratugum síðan og útiloka, að mínu mati, færni sem við þurfum í dag og munum nota í framtíðinni. Börn nútímans búa einfaldlega við aðra kunnáttu og færni en byggt var á þegar aðalnámskráin var fyrst mótuð. Eins og flestir vita hafa niðurstöður PISA-könnunar sýnt fram á verri árangur í læsi og náttúrufræði hjá íslenskum börnum og ungmennum. Menntamálaráðherra bregst við með því að leggja til breytingu á viðmiðunarstundarskrá grunnskólanna. Hún vill bæta við kennslustundum í íslensku og náttúrufræði sem á að bæta árangur Íslands í PISA. Með því að fjölga stundum í þessum tveim fögum mun svigrúm skólanna til að ráðstafa kennslutímanum minnka til muna og þar með takmarka stundir í valfögum á borð við skapandi greinar eða aðrar þær greinar sem ýta undir styrkleika hvers nemanda. Við, fulltrúar meirihlutans í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur tókum tillögu menntamálaráðherra fyrir á ráðsfundi í dag. Reykjavík er stærsta sveitarfélagið og er með flesta skóla á sínum snærum. Þess má geta að menntamálaráðherra hafði ekkert samráð Reykjavík við gerð þessarar tillögu. Við í meirihlutanum setjum hér mikinn fyrirvara við þessar breytingar enda stangast þær á við menntastefnu borgarinnar sem ber nafnið; Látum draumana rætast. Í henni er leiðarstefið að menntun byggi á ólíkum áhugasviðum, hæfileikum og færni hvers og eins. Tillaga menntamálaráðherra gerir ekki ráð fyrir þessu og þrengir gönguveginn sjálfan og fækkar áfangastöðum umtalsvert. Það má því eiginlega segja að þessi tillaga láti íslenska nemendur taka mörg skref til baka en ekki áfram á menntaveginum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Menntavegurinn svokallaði er vegur sem við göngum öll, enda er sú ganga bundin í lög fyrir börn á aldrinum 6 - 16 ára. Menntavegurinn á að undirbúa okkur fyrir þátttöku í samfélaginu í allri sinni dýrð. Við komum í þessa göngu mismunandi skóuð, í alls konar formi og með fjölbreytt nesti. Enda liggja vegirnir til allra átta og engin með sama áfangastað. Það væri einsleitt og í raun leiðinlegt samfélag ef svo væri. Aðalnámskrá grunnskólanna var fyrst mótuð áður en internetið var orðið að hugmynd - hvað þá bólu. Skólakerfið byggir samt sem áður starf sitt enn á þessari námskrá. Hin svokallaða PISA-könnun er á sama tíma að leggja áherslu á að mæla þætti sem börn og ungmenni áttu að vera góð í fyrir áratugum síðan og útiloka, að mínu mati, færni sem við þurfum í dag og munum nota í framtíðinni. Börn nútímans búa einfaldlega við aðra kunnáttu og færni en byggt var á þegar aðalnámskráin var fyrst mótuð. Eins og flestir vita hafa niðurstöður PISA-könnunar sýnt fram á verri árangur í læsi og náttúrufræði hjá íslenskum börnum og ungmennum. Menntamálaráðherra bregst við með því að leggja til breytingu á viðmiðunarstundarskrá grunnskólanna. Hún vill bæta við kennslustundum í íslensku og náttúrufræði sem á að bæta árangur Íslands í PISA. Með því að fjölga stundum í þessum tveim fögum mun svigrúm skólanna til að ráðstafa kennslutímanum minnka til muna og þar með takmarka stundir í valfögum á borð við skapandi greinar eða aðrar þær greinar sem ýta undir styrkleika hvers nemanda. Við, fulltrúar meirihlutans í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur tókum tillögu menntamálaráðherra fyrir á ráðsfundi í dag. Reykjavík er stærsta sveitarfélagið og er með flesta skóla á sínum snærum. Þess má geta að menntamálaráðherra hafði ekkert samráð Reykjavík við gerð þessarar tillögu. Við í meirihlutanum setjum hér mikinn fyrirvara við þessar breytingar enda stangast þær á við menntastefnu borgarinnar sem ber nafnið; Látum draumana rætast. Í henni er leiðarstefið að menntun byggi á ólíkum áhugasviðum, hæfileikum og færni hvers og eins. Tillaga menntamálaráðherra gerir ekki ráð fyrir þessu og þrengir gönguveginn sjálfan og fækkar áfangastöðum umtalsvert. Það má því eiginlega segja að þessi tillaga láti íslenska nemendur taka mörg skref til baka en ekki áfram á menntaveginum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði í Reykjavík.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun