Lýsa yfir óvissustigi eftir fágaða netárás á íslenskt fyrirtæki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2020 13:42 CERT-IS hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. Vísir/Getty CERT-IS netöryggisveitin hefur lýst yfir óvissustigi fjarskiptageirans vegna yfirstandandi Rdos netárása á íslensk fyrirtæki. Þetta er í fyrsta sinn sem lýst er yfir slíku óvissustigi hér á landi. Í tilkynningu á vef CERT-IS segir að íslenskt fyrirtæki hafi nýlega orðið fyrir árás af þessu tagi, þ.e. álagsárás sem var fylgt eftir með fjárkúgunarpósti. Í þeim pósti hafi komið fram að mun stærri árás yrði gerð ef greiðsla bærist ekki fyrir tiltekinn tíma. „DDoS árásin sem íslenska fyrirtækið lenti í var stór, fáguð og stóð yfir í nokkuð langan tíma en þökk sé góðum vörnum og góðum verkferlum varð ekki sjáanlegt útfall á þjónustu fyrirtækisins,“ segir á vef CERT-IS. Þar segir enn fremur að DDoS (Distributed Denial-of-Service) sé tegund af netárás þar sem einstaklingur eða hópur beinir mikilli netumferð inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. Umferðin er það mikil að netbúnaður hefur ekki undan að svara henni eða koma áfram þannig að notendur upplifa þjónusturof. RDoS, eða DDoS for Ransom, er tegund slíkra álagsárása þar sem gerð er DDoS árás sem fylgt er eftir með fjárkúgunarpósti. Oftast er hótað stærri árás ef ekki er greidd tiltekin upphæð. Segir enn fremur að uppi séu vísbendingar um að hópurinn sem hótað hafi umræddri árás sé fær um að gera stóra netáras. Því sé ástæða til að taka hótunina alvarlega. „CERT-IS hefur virkjað óvissustig fjarskiptageirans samkvæmt viðbragðsáætlun og mun vera í reglulegu sambandi við helstu fjarskipta- og hýsingarfyrirtæki landsins til að miðla upplýsingum sem tengjast þessum árásum. Þegar óvissustigi er lýst yfir eru haldnir reglulegir fundir milli lykilaðila og staðan metin á hverjum degi hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. Óvissustig verður fellt niður þegar talið er að ekki verði frekari árásir gerðar á íslensk fyrirtæki og stofnanir.“ Nánari upplýsingar má nálgast hér. Tölvuárásir Netglæpir Fjarskipti Netöryggi Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
CERT-IS netöryggisveitin hefur lýst yfir óvissustigi fjarskiptageirans vegna yfirstandandi Rdos netárása á íslensk fyrirtæki. Þetta er í fyrsta sinn sem lýst er yfir slíku óvissustigi hér á landi. Í tilkynningu á vef CERT-IS segir að íslenskt fyrirtæki hafi nýlega orðið fyrir árás af þessu tagi, þ.e. álagsárás sem var fylgt eftir með fjárkúgunarpósti. Í þeim pósti hafi komið fram að mun stærri árás yrði gerð ef greiðsla bærist ekki fyrir tiltekinn tíma. „DDoS árásin sem íslenska fyrirtækið lenti í var stór, fáguð og stóð yfir í nokkuð langan tíma en þökk sé góðum vörnum og góðum verkferlum varð ekki sjáanlegt útfall á þjónustu fyrirtækisins,“ segir á vef CERT-IS. Þar segir enn fremur að DDoS (Distributed Denial-of-Service) sé tegund af netárás þar sem einstaklingur eða hópur beinir mikilli netumferð inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. Umferðin er það mikil að netbúnaður hefur ekki undan að svara henni eða koma áfram þannig að notendur upplifa þjónusturof. RDoS, eða DDoS for Ransom, er tegund slíkra álagsárása þar sem gerð er DDoS árás sem fylgt er eftir með fjárkúgunarpósti. Oftast er hótað stærri árás ef ekki er greidd tiltekin upphæð. Segir enn fremur að uppi séu vísbendingar um að hópurinn sem hótað hafi umræddri árás sé fær um að gera stóra netáras. Því sé ástæða til að taka hótunina alvarlega. „CERT-IS hefur virkjað óvissustig fjarskiptageirans samkvæmt viðbragðsáætlun og mun vera í reglulegu sambandi við helstu fjarskipta- og hýsingarfyrirtæki landsins til að miðla upplýsingum sem tengjast þessum árásum. Þegar óvissustigi er lýst yfir eru haldnir reglulegir fundir milli lykilaðila og staðan metin á hverjum degi hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. Óvissustig verður fellt niður þegar talið er að ekki verði frekari árásir gerðar á íslensk fyrirtæki og stofnanir.“ Nánari upplýsingar má nálgast hér.
Tölvuárásir Netglæpir Fjarskipti Netöryggi Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira