Nýtrúlofaður tengdasonur Mosfellsbæjar í beinni á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 16:30 Patrick Mahomes kastar boltanum í Super Bowl sigri Kansas City Chiefs á San Francisco 49ers í febrúar. Getty/ Focus on Sport NFL-deildin hefst á miðnætti annað kvöld með leik NFL-meistara Kansas City Chiefs og Houston Texans og í fyrsta sinn verður opnunarleikur NFL-tímabilsins sýndur beint á Íslandi. Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í NFL-deildinni í Super Bowl leiknum í febrúar en það var fyrsti titill félagsins í fimmtíu ár. Kansas City Chiefs vann ellefu síðustu leiki sína á síðustu leiktíð og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma undan sumri sem hefur verið afar sérstakt vegna kórónuveirufaraldsins. We'll look to continue our 11-game September win streak on Thursday night!Here are 6 Stats to Know for the game. pic.twitter.com/KRacvsHZvP— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 7, 2020 Mahomes hefur átt magnað sumar. Hann skrifaði fyrst undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti skilað honum samtals 503 milljónum Bandaríkjadala eða meira en 70 milljarða íslenskra króna. Patrick Mahomes gerði sumarið enn betur með því að biðja æskuástarinnar sinnar á sama kvöldi og hann fékk langþráðan meistarahring afhentan. Unnusta hans, Brittany Matthews, spilaði fótbolta með Aftureldingu sumarið 2017 og Mahomes var hjá henni í Mosfellsbænum. Síðan þá höfum við að sjálfsögðu gefið honum viðurnefnið tengdasonur Mosfellsbæjar. Bónorðið bað Mahomes upp í svítu á Arrowhead leikvanginum sem er heimavöllur Kansas City Chiefs liðsins og völlurinn þar sem leikurinn fer fram annað kvöld. #RedFriday Kickoff Edition flags are available online right now https://t.co/NwTzzzjBnp pic.twitter.com/e3OP6F5wFE— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 9, 2020 Útsendingin hefst rétt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá NFL-deildinni í mörg ár en þetta er í fyrsta sinn sem fyrsti leikur tímabilsins er í beinni. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á sunnudaginn og þá verða sýndir tveir leikir í beinni. Fyrri leikurinn er á milli New England Patriots og Miami Dolphins og sá seinni er á milli New Orleans Saints og Tampa Bay Buccaneers. Við sjáum því bæði fyrsta leik Tom Brady með Tampa Bay Buccaneers og fyrsta leik New England Patriots liðsins án Brady. NFL Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Sjá meira
NFL-deildin hefst á miðnætti annað kvöld með leik NFL-meistara Kansas City Chiefs og Houston Texans og í fyrsta sinn verður opnunarleikur NFL-tímabilsins sýndur beint á Íslandi. Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í NFL-deildinni í Super Bowl leiknum í febrúar en það var fyrsti titill félagsins í fimmtíu ár. Kansas City Chiefs vann ellefu síðustu leiki sína á síðustu leiktíð og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma undan sumri sem hefur verið afar sérstakt vegna kórónuveirufaraldsins. We'll look to continue our 11-game September win streak on Thursday night!Here are 6 Stats to Know for the game. pic.twitter.com/KRacvsHZvP— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 7, 2020 Mahomes hefur átt magnað sumar. Hann skrifaði fyrst undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti skilað honum samtals 503 milljónum Bandaríkjadala eða meira en 70 milljarða íslenskra króna. Patrick Mahomes gerði sumarið enn betur með því að biðja æskuástarinnar sinnar á sama kvöldi og hann fékk langþráðan meistarahring afhentan. Unnusta hans, Brittany Matthews, spilaði fótbolta með Aftureldingu sumarið 2017 og Mahomes var hjá henni í Mosfellsbænum. Síðan þá höfum við að sjálfsögðu gefið honum viðurnefnið tengdasonur Mosfellsbæjar. Bónorðið bað Mahomes upp í svítu á Arrowhead leikvanginum sem er heimavöllur Kansas City Chiefs liðsins og völlurinn þar sem leikurinn fer fram annað kvöld. #RedFriday Kickoff Edition flags are available online right now https://t.co/NwTzzzjBnp pic.twitter.com/e3OP6F5wFE— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 9, 2020 Útsendingin hefst rétt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá NFL-deildinni í mörg ár en þetta er í fyrsta sinn sem fyrsti leikur tímabilsins er í beinni. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á sunnudaginn og þá verða sýndir tveir leikir í beinni. Fyrri leikurinn er á milli New England Patriots og Miami Dolphins og sá seinni er á milli New Orleans Saints og Tampa Bay Buccaneers. Við sjáum því bæði fyrsta leik Tom Brady með Tampa Bay Buccaneers og fyrsta leik New England Patriots liðsins án Brady.
NFL Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Sjá meira