Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2020 18:31 Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. Hlutafjárútboð Icelandair hefst á miðvikudaginn í næstu viku og lýkur daginn eftir. Á hlutahafafundi í dag fór Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins yfir áætlanir þess til næstu fjögurra ára. Á meðfylgjandi mynd sést á neðstu línunni hver staða félagsins hefði orðið án nokkurra aðgerða, með allt að 150 milljón dollara tapi, línan þar fyrir ofan sýnir stöðuna eftir samninga við lánadrottna, gráa línan sýnir áætlanir Icelandair fyrir Covid og línan þar fyrir ofan stöðuna að loknu hlutafjárútboði. Efst trónir svo ríkisábyrgð á lánalínum, sem félagið vonar að það þurfi ekki að nýta. „Við erum að vinna okkur í gegnum mikla óvissutíma. En ég er mjög bjartsýnn á að þetta verkefni klárist farsællega og hlutafjárútboðið takist. Enda eru tækifæri fyrir okkar félag mjög mikil að okkar mati,“ segir Bogi. Félagið hafi meðal annars verið í samskiptum við lífeyrissjóðina sem vonandi taki þátt í útboðinu þar sem safna á allt að 23 milljörðum í nýju hlutafé. Gera ráð fyrir hiki hjá farþegum Óvissa ríkir hins vegar um framtíð Max-flugvélanna og ljóst að farþegar verði sumir tregir til að fljúga með þeim. En félagið telur engu að síður að þær muni þjóna Icelandair vel til lengri tíma litið. „Varðandi viðtökur okkar viðskiptavina og farþega teljum við að það verði eitthvað hik á okkar farþegum og viðskiptavinum eins og annarra flugfélaga í einhverjar vikur. En það muni ekki taka langan tíma að farþegar og viðskiptavinir okkar og annarra flugfélaga muni taka þessar flugvélar í sátt,“ segir Bogi. Flugvélarnar verði væntanlega komnar í notkun næsta vor en ekki sé reiknað með að félagið fari að skila hagnaði fyrr en árið 2022. „Og komin á ágætis stað varðandi eiginfjárhlutföll og þess háttar í lok spátímabilsins sem er (20)24. Þá gæti félagið hugsanlega farið að greiða arð eða nýta fé í arðbærar fjárfestingar,“ segir Bogi að lokum. Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. Hlutafjárútboð Icelandair hefst á miðvikudaginn í næstu viku og lýkur daginn eftir. Á hlutahafafundi í dag fór Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins yfir áætlanir þess til næstu fjögurra ára. Á meðfylgjandi mynd sést á neðstu línunni hver staða félagsins hefði orðið án nokkurra aðgerða, með allt að 150 milljón dollara tapi, línan þar fyrir ofan sýnir stöðuna eftir samninga við lánadrottna, gráa línan sýnir áætlanir Icelandair fyrir Covid og línan þar fyrir ofan stöðuna að loknu hlutafjárútboði. Efst trónir svo ríkisábyrgð á lánalínum, sem félagið vonar að það þurfi ekki að nýta. „Við erum að vinna okkur í gegnum mikla óvissutíma. En ég er mjög bjartsýnn á að þetta verkefni klárist farsællega og hlutafjárútboðið takist. Enda eru tækifæri fyrir okkar félag mjög mikil að okkar mati,“ segir Bogi. Félagið hafi meðal annars verið í samskiptum við lífeyrissjóðina sem vonandi taki þátt í útboðinu þar sem safna á allt að 23 milljörðum í nýju hlutafé. Gera ráð fyrir hiki hjá farþegum Óvissa ríkir hins vegar um framtíð Max-flugvélanna og ljóst að farþegar verði sumir tregir til að fljúga með þeim. En félagið telur engu að síður að þær muni þjóna Icelandair vel til lengri tíma litið. „Varðandi viðtökur okkar viðskiptavina og farþega teljum við að það verði eitthvað hik á okkar farþegum og viðskiptavinum eins og annarra flugfélaga í einhverjar vikur. En það muni ekki taka langan tíma að farþegar og viðskiptavinir okkar og annarra flugfélaga muni taka þessar flugvélar í sátt,“ segir Bogi. Flugvélarnar verði væntanlega komnar í notkun næsta vor en ekki sé reiknað með að félagið fari að skila hagnaði fyrr en árið 2022. „Og komin á ágætis stað varðandi eiginfjárhlutföll og þess háttar í lok spátímabilsins sem er (20)24. Þá gæti félagið hugsanlega farið að greiða arð eða nýta fé í arðbærar fjárfestingar,“ segir Bogi að lokum.
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira