Aron Einar lék með handboltaliði Þórs síðast þegar það var í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2020 12:30 Aron Einar Gunnarsson þótti mjög efnilegur handboltamaður. vísir/bára Þór sækir Aftureldingu heim í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Þetta er fyrsti leikur Þórs undir „eigin merkjum“ í efstu deild í fjórtán ár, eða frá tímabilinu 2005-06. Þórsarar enduðu þá í 12. sæti af fjórtán liðum í efstu deild. Næstu ár léku þeir undir merkjum Akureyrar. Nokkrar kunnar kempur léku með Þór tímabilið 2005-06. Rúnar Sigtryggsson var spilandi þjálfari liðsins og markahæsti leikmaður þess var landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson. Og þetta tímabil lék bróðir hans, Aron Einar, tvo leiki með Þór. Þá var fyrirliði fótboltalandsliðsins enn með annan fótinn í handboltanum og þótti mjög góður á því sviði. Fótboltinn varð þó fyrir valinu á endanum og Aron Einar fór til AZ Alkmaar í Hollandi 2006. Fyrir fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramóti, gegn Argentínu 16. júní 2018, birti Rúnar skemmtilega mynd af þeim Aroni Einari í leik með Þór. Þá var landsliðsfyrirliðinn ekki alveg jafn vígalegur og í dag og líkaminn ekki þakinn húðflúrum. #tbt það var ekki töluð vitleysan þarna Viss um að Captain 6 3 muni á morgun sparka í allt sem hreyfist #NGAISL og leiða liðið áfram á #WorldCup til sigurs https://t.co/SBICFhvAFq pic.twitter.com/L8pmz4mHTc— Rúnar Sigtryggsson (@RunarSigtryggs) June 21, 2018 Aron Einar lék alls fjóra leiki í efstu deild í handbolta og skoraði níu mörk. Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með handboltaliði Þórs. Aron Einar lék einnig fimmtán deildar- og bikarleiki með Þór í fótbolta áður en hann fór til Hollands. Þór var spáð 10. sæti í Olís-deild karla í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildinni. Við hér á Vísi spáðum Þórsurum hins vegar 11. sæti deildarinnar en þeir gera væntanlega allt til að afsanna hana. Fyrsti heimaleikur Þórs í Olís-deildinni er gegn FH í Höllinni á Akureyri næsta fimmtudag, 17. september. Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Þórsarar geta ekki fengið Serbann Vuk Perovic þar sem þeir eru búnir að fylla kvótann af leikmönnum utan evrópska efnahagssvæðisins. 8. september 2020 08:00 Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Þór sækir Aftureldingu heim í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Þetta er fyrsti leikur Þórs undir „eigin merkjum“ í efstu deild í fjórtán ár, eða frá tímabilinu 2005-06. Þórsarar enduðu þá í 12. sæti af fjórtán liðum í efstu deild. Næstu ár léku þeir undir merkjum Akureyrar. Nokkrar kunnar kempur léku með Þór tímabilið 2005-06. Rúnar Sigtryggsson var spilandi þjálfari liðsins og markahæsti leikmaður þess var landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson. Og þetta tímabil lék bróðir hans, Aron Einar, tvo leiki með Þór. Þá var fyrirliði fótboltalandsliðsins enn með annan fótinn í handboltanum og þótti mjög góður á því sviði. Fótboltinn varð þó fyrir valinu á endanum og Aron Einar fór til AZ Alkmaar í Hollandi 2006. Fyrir fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramóti, gegn Argentínu 16. júní 2018, birti Rúnar skemmtilega mynd af þeim Aroni Einari í leik með Þór. Þá var landsliðsfyrirliðinn ekki alveg jafn vígalegur og í dag og líkaminn ekki þakinn húðflúrum. #tbt það var ekki töluð vitleysan þarna Viss um að Captain 6 3 muni á morgun sparka í allt sem hreyfist #NGAISL og leiða liðið áfram á #WorldCup til sigurs https://t.co/SBICFhvAFq pic.twitter.com/L8pmz4mHTc— Rúnar Sigtryggsson (@RunarSigtryggs) June 21, 2018 Aron Einar lék alls fjóra leiki í efstu deild í handbolta og skoraði níu mörk. Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með handboltaliði Þórs. Aron Einar lék einnig fimmtán deildar- og bikarleiki með Þór í fótbolta áður en hann fór til Hollands. Þór var spáð 10. sæti í Olís-deild karla í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildinni. Við hér á Vísi spáðum Þórsurum hins vegar 11. sæti deildarinnar en þeir gera væntanlega allt til að afsanna hana. Fyrsti heimaleikur Þórs í Olís-deildinni er gegn FH í Höllinni á Akureyri næsta fimmtudag, 17. september.
Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Þórsarar geta ekki fengið Serbann Vuk Perovic þar sem þeir eru búnir að fylla kvótann af leikmönnum utan evrópska efnahagssvæðisins. 8. september 2020 08:00 Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Þórsarar geta ekki fengið Serbann Vuk Perovic þar sem þeir eru búnir að fylla kvótann af leikmönnum utan evrópska efnahagssvæðisins. 8. september 2020 08:00
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00
Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39