Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Sylvía Hall skrifar 11. september 2020 22:28 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þakkaði Trump fyrir aðkomu sína að samkomulaginu. Vísir/Getty Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að tryggja diplómatísk tengsl við Ísrael, en aðeins þrjú önnur hafa gert það frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948; Sameinuðu arabísku furstadæmin, Egyptaland og Jórdanía. Ríkin undirrituðu friðarsamkomulag í dag. Donald Trump tilkynnti samkomulagið á Twitter og fagnaði því að enn eitt arabaríkið hefði gert friðarsamkomulag við Ísrael, en Sameinuðu arabísku furstadæmin gerðu einnig samkomulag við ríkið fyrir tæplega mánuði síðan þar sem samþykkt var að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Another HISTORIC breakthrough today! Our two GREAT friends Israel and the Kingdom of Bahrain agree to a Peace Deal – the second Arab country to make peace with Israel in 30 days!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2020 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þakkaði Donald Trump fyrir aðkomu sína að samkomulaginu. Hann hefur miðlað málum milli ríkjanna líkt og hann gerði í tilviki Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en samkomulagið var sögulegt enda höfðu ríkin eldað grátt silfur sín á milli um árabil á opinberum vettvangi. „Það liðu 26 ár milli annars friðarsamkomulagsins og þess þriðja, en aðeins 29 dagar á milli þriðja og fjórða, og þau verða fleiri,“ sagði Netanyahu. Trump tjáði sig um samkomulagið í Hvíta húsinu í dag og sagði samkomulagið vera öflugasta mótsvarið gegn „hatrinu sem leiddi til 11. september“ en í dag eru nítján liðin frá árásunum á World Trade Center í New York. Ísrael Barein Donald Trump Tengdar fréttir Norskur þingmaður tilnefnir Trump til friðarverðlauna Nóbels Donald Trump er tilnefndur fyrir aðkomu sína að „sögulegum samningi“ Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 9. september 2020 09:55 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Sjá meira
Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að tryggja diplómatísk tengsl við Ísrael, en aðeins þrjú önnur hafa gert það frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948; Sameinuðu arabísku furstadæmin, Egyptaland og Jórdanía. Ríkin undirrituðu friðarsamkomulag í dag. Donald Trump tilkynnti samkomulagið á Twitter og fagnaði því að enn eitt arabaríkið hefði gert friðarsamkomulag við Ísrael, en Sameinuðu arabísku furstadæmin gerðu einnig samkomulag við ríkið fyrir tæplega mánuði síðan þar sem samþykkt var að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Another HISTORIC breakthrough today! Our two GREAT friends Israel and the Kingdom of Bahrain agree to a Peace Deal – the second Arab country to make peace with Israel in 30 days!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2020 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þakkaði Donald Trump fyrir aðkomu sína að samkomulaginu. Hann hefur miðlað málum milli ríkjanna líkt og hann gerði í tilviki Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en samkomulagið var sögulegt enda höfðu ríkin eldað grátt silfur sín á milli um árabil á opinberum vettvangi. „Það liðu 26 ár milli annars friðarsamkomulagsins og þess þriðja, en aðeins 29 dagar á milli þriðja og fjórða, og þau verða fleiri,“ sagði Netanyahu. Trump tjáði sig um samkomulagið í Hvíta húsinu í dag og sagði samkomulagið vera öflugasta mótsvarið gegn „hatrinu sem leiddi til 11. september“ en í dag eru nítján liðin frá árásunum á World Trade Center í New York.
Ísrael Barein Donald Trump Tengdar fréttir Norskur þingmaður tilnefnir Trump til friðarverðlauna Nóbels Donald Trump er tilnefndur fyrir aðkomu sína að „sögulegum samningi“ Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 9. september 2020 09:55 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Sjá meira
Norskur þingmaður tilnefnir Trump til friðarverðlauna Nóbels Donald Trump er tilnefndur fyrir aðkomu sína að „sögulegum samningi“ Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 9. september 2020 09:55
Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51
Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32