Tjáði neyðarlínu að hann væri fangi félaga sinna og þeir ætluðu að meiða hann Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2020 11:11 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til leitar að manninum um helgina. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem fannst eftir leit björgunarsveita í Þjórsárdal í gærmorgun hringdi á neyðarlínu um nóttina og sagði að ferðafélagar hans hefðu numið hann á brott og hygðust vinna honum mein. Ferðafélagar mannsins höfðu „aðra sögu að segja“ en mennirnir voru allir látnir lausir úr haldi lögreglu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Þar segir að maðurinn hafi haft litlar skýringar á staðsetningu sinni í samtali við neyðarlínu og hann svo slitið símtalinu. Ekki náðist í hann aftur. Eftir greiningu á samskiptum við fjarskiptakerfi var ráðist í leit að manninum í Þjórsárdal. Ferðafélagar mannsins fundust nokkru síðar á bensínlausum bíl. Ástand þeirra var „misgott“, að því er segir í tilkynningu lögreglu en ekki eru gefnar frekari skýringar á því. Þá hafi ferðafélagarnir haft „aðra sögu að segja“ en maðurinn, sem hafði haldið því fram að þeir hefðu numið sig á brott og ætluðu að meiða sig. Vonskuveður var þarna um nóttina og voru björgunarsveitir, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, kallaðar út. Áhöfn þyrlunnar fann manninn austan við Fossá um klukkan 7:30 á sunnudagsmorgun, „fáklæddan en nokkuð hressan“. Mennirnir voru allir fluttir á lögreglustöðina á Selfossi en fóru koll af kolli frjálsir ferða sinna eftir því sem leið á daginn. Sá síðasti yfirgaf stöðina um kvöldmatarleytið. „Var þá komin nokkuð góð mynd á málið sem að lögum verður ekki fellt undir refsimál og verður rannsókn þess hætt,“ segir í tilkynningu lögreglu. Ekki náðist í lögreglu á Suðurlandi vegna málsins í morgun. Björgunarsveitir Skeiða- og Gnúpverjahreppur Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Maðurinn sem fannst eftir leit björgunarsveita í Þjórsárdal í gærmorgun hringdi á neyðarlínu um nóttina og sagði að ferðafélagar hans hefðu numið hann á brott og hygðust vinna honum mein. Ferðafélagar mannsins höfðu „aðra sögu að segja“ en mennirnir voru allir látnir lausir úr haldi lögreglu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Þar segir að maðurinn hafi haft litlar skýringar á staðsetningu sinni í samtali við neyðarlínu og hann svo slitið símtalinu. Ekki náðist í hann aftur. Eftir greiningu á samskiptum við fjarskiptakerfi var ráðist í leit að manninum í Þjórsárdal. Ferðafélagar mannsins fundust nokkru síðar á bensínlausum bíl. Ástand þeirra var „misgott“, að því er segir í tilkynningu lögreglu en ekki eru gefnar frekari skýringar á því. Þá hafi ferðafélagarnir haft „aðra sögu að segja“ en maðurinn, sem hafði haldið því fram að þeir hefðu numið sig á brott og ætluðu að meiða sig. Vonskuveður var þarna um nóttina og voru björgunarsveitir, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, kallaðar út. Áhöfn þyrlunnar fann manninn austan við Fossá um klukkan 7:30 á sunnudagsmorgun, „fáklæddan en nokkuð hressan“. Mennirnir voru allir fluttir á lögreglustöðina á Selfossi en fóru koll af kolli frjálsir ferða sinna eftir því sem leið á daginn. Sá síðasti yfirgaf stöðina um kvöldmatarleytið. „Var þá komin nokkuð góð mynd á málið sem að lögum verður ekki fellt undir refsimál og verður rannsókn þess hætt,“ segir í tilkynningu lögreglu. Ekki náðist í lögreglu á Suðurlandi vegna málsins í morgun.
Björgunarsveitir Skeiða- og Gnúpverjahreppur Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira