Mótmæla áformum um háhýsi á Oddeyrinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2020 15:36 Umræða umuppbyggingu á fjölbýlishúsum á Oddeyrinni er aftur farin af stað. Mynd/Zeppelin arkitektar Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1700 manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. Forsprakki síðunnar telur að Akureyrarbær þurfi að kalla eftir afstöðu bæjarbúa til málsins á formlegan hátt. Tilefnið mótmælanna er það að meirihluti skipulagsráðs bæjarins samþykkti í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting sem snýr að fyrirhugaðri uppbyggingu verði auglýst. Umrædd tillaga er umdeild á meðal bæjarbúa en hún felur í sér að heimilað verði að byggja sex til átta hæða hús með verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðinni á umræddum reit, sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Umrædd tillaga var kynnt bæjarbúum í maí. Samkvæmt henni hefur verið dregið úr hæð bygginganna samkvæmt fyrstu hugmyndum, sem gerðu ráð fyrir allt að ellefu hæða byggingu á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum, og því þarf að breyta skipulaginu svo hægt sé að ráðast í uppbygginguna. Í samtali við Vísi segir Hrefna Rut Níelsdóttir, íbúi á Akureyri og stofnandi hópsins Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri, að hún sé mótfallinn fyrirhuguðum hugmyndum um uppbyggingu á reitnum. Hún telji að húsin eins og þau hafi verið kynnt passi ekki að aðliggjandi byggð auk þess sem að bæjaryfirvöld þurfi að spyrja íbúa bæjarins formlega um álit þeirra á húsunum. Umræddur reitur sé á áberandi stað og um mikla stefnubreytingu væri að ræða yrði tillagan samþykkt. Segir hún að tilgangur þess að stofna hópinn hafi verið sá að skapa umræðugrundvöll fyrir íbúa bæjarins til þess að ræða hugmyndina. Sem fyrr segir hefur skipulagsráð lagt til að bæjarstjórnin samþykki að auglýsa tillöguna, en málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Verði tillagan samþykkt fer hún til Skipulagsstofnunar til athugunar. Í framhaldinu verður hún auglýst og kynnt í sex vikur. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/Akureyrarbær Á þeim fá bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar tækifæri til að koma sínum athugasemdum á framfæri áður en skipulagsráð og bæjarstórn taka málið fyrir að nýju. Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1700 manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. Forsprakki síðunnar telur að Akureyrarbær þurfi að kalla eftir afstöðu bæjarbúa til málsins á formlegan hátt. Tilefnið mótmælanna er það að meirihluti skipulagsráðs bæjarins samþykkti í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting sem snýr að fyrirhugaðri uppbyggingu verði auglýst. Umrædd tillaga er umdeild á meðal bæjarbúa en hún felur í sér að heimilað verði að byggja sex til átta hæða hús með verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðinni á umræddum reit, sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Umrædd tillaga var kynnt bæjarbúum í maí. Samkvæmt henni hefur verið dregið úr hæð bygginganna samkvæmt fyrstu hugmyndum, sem gerðu ráð fyrir allt að ellefu hæða byggingu á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum, og því þarf að breyta skipulaginu svo hægt sé að ráðast í uppbygginguna. Í samtali við Vísi segir Hrefna Rut Níelsdóttir, íbúi á Akureyri og stofnandi hópsins Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri, að hún sé mótfallinn fyrirhuguðum hugmyndum um uppbyggingu á reitnum. Hún telji að húsin eins og þau hafi verið kynnt passi ekki að aðliggjandi byggð auk þess sem að bæjaryfirvöld þurfi að spyrja íbúa bæjarins formlega um álit þeirra á húsunum. Umræddur reitur sé á áberandi stað og um mikla stefnubreytingu væri að ræða yrði tillagan samþykkt. Segir hún að tilgangur þess að stofna hópinn hafi verið sá að skapa umræðugrundvöll fyrir íbúa bæjarins til þess að ræða hugmyndina. Sem fyrr segir hefur skipulagsráð lagt til að bæjarstjórnin samþykki að auglýsa tillöguna, en málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Verði tillagan samþykkt fer hún til Skipulagsstofnunar til athugunar. Í framhaldinu verður hún auglýst og kynnt í sex vikur. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/Akureyrarbær Á þeim fá bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar tækifæri til að koma sínum athugasemdum á framfæri áður en skipulagsráð og bæjarstórn taka málið fyrir að nýju.
Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent