„Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2020 07:54 Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníur, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á fundi í gær. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. Forsetinn segist ósammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi gert ástandið verra en áður en ástandið á vesturströnd Bandaríkjanna þykir sögulegt og hefur ekki verið verra í manna minnum. Met hafa verið slegin í Kaliforníu, Oregon og Washington þar sem gróðureldar hafa breitt gífurlega mikið og hratt úr sér. Tugir eru látnir og fer þeim fjölgandi. Trump ferðaðist til Kaliforníu í gær þar sem hann ræddi við ráðamenn. Þeir hvöttu hann til að hugsa um loftslagsbreytingar og hvaða áhrif það hefði. „Ef við hunsum vísindin og stingum hausnum í sandinn og höldum að þetta snúist um umhirðu skóga, mun okkur ekki takast að vernda íbúa Kaliforníu í sameiningu,“ sagði Wade Crowfoot, forstöðumaður umhverfisstofnunar Kaliforníu. Trump svaraði um hæl og sagði: „Það mun kólna, vittu bara til.“ Crowfoot sagðist óska þess að vísindin styddu mál forsetans. „Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni,“ sagði Trump þá. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja þá staðhæfingu Trump um að heimurinn muni kólna fara gegn raunveruleikanum. Hækkandi hitastig og verri þurrkar í Kaliforníu og víðar séu í takt við loftslagsbreytingar. Til marks um það hafa fimm stærstu gróðureldar Kaliforníu logað á undanförnum þremur árum og var hitamet sett í ríkinu í ágúst. „Kannski er til hliðstæður alheimur þar sem pottur á logandi hellu kólnar, en það er ekki í okkar alheimi,“ sagði vísindamaðurinn Chris Field. Gróðureldarnir hafa orðið að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og gagnrýndi Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, forsetann harðlega fyrir afstöðu sína. „Þetta er enn ein krísan. Önnur krísa sem hann mun ekki bera ábyrgð á,“ sagði Biden. Hann sagði einnig að afstaða Trump varðandi loftslagsbreytingar væri ekki að valda eldum og fellibyljum. Hann sé þó ekki tilbúinn til að grípa til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum og undir stjórn hans muni hamförum sem þessum halda áfram að fjölga. Biden kallaði Trump „loftslags brennuvarg“. Trump hefur lengi haldið því fram að stærsta ástæðan fyrir skógareldum á vesturströnd Bandaríkjanna sé að dauðar greinar og tré séu ekki rakaðar á brott. Umhirða skóga sé ekki nægjanleg. Hann hefur sömuleiðis sagt loftslagsbreytingar vera „gabb“ sem runnið sé undan rifjum Kínverja og sé ætlað að grafa undan efnahagi Bandaríkjanna. Hann hefur endrvakið þær yfirlýsingar sínar á undanförnum dögum og sagðist hann sömuleiðis hafa rætt við leiðtoga stórs Evrópuríkis sem sagði að þrátt fyrir að tréin í viðkomandi ríki væru líklegri til að brenna, væru skógareldar sjaldgæfari vegna mikillar umhirðu. „Þegar tré falla, eftir skamman tíma verða þau mjög þurr, um 18 mánuði, þau verða mjög þurr. Þau verða, í rauninni, eins og eldspýtur,“ sagði Trump. Hann sagði enn fremur að tréin springi í raun í loft upp. folks. pic.twitter.com/Gep1BcTfHx— Aaron Rupar (@atrupar) September 14, 2020 Trump nefndi ekki umræddan þjóðarleiðtoga á nafn. Hann hefur þó áður haldið því fram að forseti Finnlands hafi sagt eitthvað svipað, en því neitaði sá. Loftslagsmál Umhverfismál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50 Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55 „Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Rekja gróðureld til kynafhjúpunarteitis í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda. 7. september 2020 11:37 Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. 17. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. Forsetinn segist ósammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi gert ástandið verra en áður en ástandið á vesturströnd Bandaríkjanna þykir sögulegt og hefur ekki verið verra í manna minnum. Met hafa verið slegin í Kaliforníu, Oregon og Washington þar sem gróðureldar hafa breitt gífurlega mikið og hratt úr sér. Tugir eru látnir og fer þeim fjölgandi. Trump ferðaðist til Kaliforníu í gær þar sem hann ræddi við ráðamenn. Þeir hvöttu hann til að hugsa um loftslagsbreytingar og hvaða áhrif það hefði. „Ef við hunsum vísindin og stingum hausnum í sandinn og höldum að þetta snúist um umhirðu skóga, mun okkur ekki takast að vernda íbúa Kaliforníu í sameiningu,“ sagði Wade Crowfoot, forstöðumaður umhverfisstofnunar Kaliforníu. Trump svaraði um hæl og sagði: „Það mun kólna, vittu bara til.“ Crowfoot sagðist óska þess að vísindin styddu mál forsetans. „Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni,“ sagði Trump þá. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja þá staðhæfingu Trump um að heimurinn muni kólna fara gegn raunveruleikanum. Hækkandi hitastig og verri þurrkar í Kaliforníu og víðar séu í takt við loftslagsbreytingar. Til marks um það hafa fimm stærstu gróðureldar Kaliforníu logað á undanförnum þremur árum og var hitamet sett í ríkinu í ágúst. „Kannski er til hliðstæður alheimur þar sem pottur á logandi hellu kólnar, en það er ekki í okkar alheimi,“ sagði vísindamaðurinn Chris Field. Gróðureldarnir hafa orðið að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og gagnrýndi Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, forsetann harðlega fyrir afstöðu sína. „Þetta er enn ein krísan. Önnur krísa sem hann mun ekki bera ábyrgð á,“ sagði Biden. Hann sagði einnig að afstaða Trump varðandi loftslagsbreytingar væri ekki að valda eldum og fellibyljum. Hann sé þó ekki tilbúinn til að grípa til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum og undir stjórn hans muni hamförum sem þessum halda áfram að fjölga. Biden kallaði Trump „loftslags brennuvarg“. Trump hefur lengi haldið því fram að stærsta ástæðan fyrir skógareldum á vesturströnd Bandaríkjanna sé að dauðar greinar og tré séu ekki rakaðar á brott. Umhirða skóga sé ekki nægjanleg. Hann hefur sömuleiðis sagt loftslagsbreytingar vera „gabb“ sem runnið sé undan rifjum Kínverja og sé ætlað að grafa undan efnahagi Bandaríkjanna. Hann hefur endrvakið þær yfirlýsingar sínar á undanförnum dögum og sagðist hann sömuleiðis hafa rætt við leiðtoga stórs Evrópuríkis sem sagði að þrátt fyrir að tréin í viðkomandi ríki væru líklegri til að brenna, væru skógareldar sjaldgæfari vegna mikillar umhirðu. „Þegar tré falla, eftir skamman tíma verða þau mjög þurr, um 18 mánuði, þau verða mjög þurr. Þau verða, í rauninni, eins og eldspýtur,“ sagði Trump. Hann sagði enn fremur að tréin springi í raun í loft upp. folks. pic.twitter.com/Gep1BcTfHx— Aaron Rupar (@atrupar) September 14, 2020 Trump nefndi ekki umræddan þjóðarleiðtoga á nafn. Hann hefur þó áður haldið því fram að forseti Finnlands hafi sagt eitthvað svipað, en því neitaði sá.
Loftslagsmál Umhverfismál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50 Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55 „Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Rekja gróðureld til kynafhjúpunarteitis í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda. 7. september 2020 11:37 Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. 17. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50
Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11
Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55
„Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17
Rekja gróðureld til kynafhjúpunarteitis í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda. 7. september 2020 11:37
Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. 17. ágúst 2020 11:15