Var búinn að vera algjör skúrkur allan leikinn en varð svo hetjan í blálokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 11:00 Liðsmenn Tennessee Titans fagna sparkaranum Stephen Gostkowski eftir að hann tryggði liðinu sigurinn. AP/David Zalubowski Tennessee Titans og Pittsburgh Steelers fögnuðu sigri í NFL-deildinni í nótt en þá voru spilaðir síðustu leikirnir í fyrstu umferðinni. Fyrstu umferð NFL-deildarinnar lauk í nótt með tveimur leikjum. Pittsburgh Steelers byrjaði tímabilið með 26-16 sigri á New York Giants en Tennessee Titans vann nauman 16-14 sigur á Denver Broncos. Sparkarinn Stephen Gostkowski, fyrrum þrefaldur NFL-meistari með New England Patriots var að spila sinn fyrsta leik með Tennessee Titans liðinu og átti mjög sérstakt kvöld. Hann var algjör skúrkur fram eftir öllum leik en varð svo hetjan á úrslitastundu. FINAL: The @Titans earn the Monday night win! #TENvsDEN #Titans pic.twitter.com/OBoKFJQ7cY— NFL (@NFL) September 15, 2020 Í raun hafði ekkert gengið upp hjá Stephen Gostkowski allan leikinn og hann hafði klúðrað fjórum spörkum í leiknum þegar kom fram á lokasekúndur leiksins. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem Gostkowski klikkar á svo mörgum spörkum í sama leiknum. Sannkölluð martraðarbyrjun. Stephen Gostkowski skoraði hins vegar vallarmark sautján sekúndum fyrir leikslok og tryggði Tennessee Titans liðinu með því sigurinn. Stephen Gostkowski var samt ekkert ofboðslega kátur eftir leikinn. Tough start with the Titans for Stephen Gostkowski. pic.twitter.com/Orz8eejJlD— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) September 15, 2020 Gostkowski puts the @Titans ahead with 17 seconds remaining! #Titans : #TENvsDEN on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/aNyMPaWyG0 pic.twitter.com/l57sa9IObJ— NFL (@NFL) September 15, 2020 „Ég er vonsvikinn út í sjálfan mig og er bæði vandræðalegur og pirraður. Við náðum sem betur fer að vinna og strákarnir fara glaðir heim. Ég kom þeim hins vegar í mikil vandræði,“ sagði Stephen Gostkowski. Leikstjórnandinn Ryan Tannehill lék vel með liði Tennessee Titans og Derrick Henry hljóp 116 jarda með boltann. Ben Roethlisberger snéri aftur hjá Pittsburgh Steelers og átti þrjár snertimarkssendingar í 26-16 sigri á New York Giants. Roethlisberger meiddist í öðrum leik á síðasta tímabili og missti af öllum leikjum eftir það. Roethlisberger er orðinn 38 ára gamall og hefur verið hjá Pittsburgh Steelers síðan 2004. .@TeamJuJu's ready for his Pylon Cam close up. : #PITvsNYG on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/jSG62oMhon pic.twitter.com/K4FXa2XLqv— NFL (@NFL) September 15, 2020 NFL Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Sjá meira
Tennessee Titans og Pittsburgh Steelers fögnuðu sigri í NFL-deildinni í nótt en þá voru spilaðir síðustu leikirnir í fyrstu umferðinni. Fyrstu umferð NFL-deildarinnar lauk í nótt með tveimur leikjum. Pittsburgh Steelers byrjaði tímabilið með 26-16 sigri á New York Giants en Tennessee Titans vann nauman 16-14 sigur á Denver Broncos. Sparkarinn Stephen Gostkowski, fyrrum þrefaldur NFL-meistari með New England Patriots var að spila sinn fyrsta leik með Tennessee Titans liðinu og átti mjög sérstakt kvöld. Hann var algjör skúrkur fram eftir öllum leik en varð svo hetjan á úrslitastundu. FINAL: The @Titans earn the Monday night win! #TENvsDEN #Titans pic.twitter.com/OBoKFJQ7cY— NFL (@NFL) September 15, 2020 Í raun hafði ekkert gengið upp hjá Stephen Gostkowski allan leikinn og hann hafði klúðrað fjórum spörkum í leiknum þegar kom fram á lokasekúndur leiksins. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem Gostkowski klikkar á svo mörgum spörkum í sama leiknum. Sannkölluð martraðarbyrjun. Stephen Gostkowski skoraði hins vegar vallarmark sautján sekúndum fyrir leikslok og tryggði Tennessee Titans liðinu með því sigurinn. Stephen Gostkowski var samt ekkert ofboðslega kátur eftir leikinn. Tough start with the Titans for Stephen Gostkowski. pic.twitter.com/Orz8eejJlD— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) September 15, 2020 Gostkowski puts the @Titans ahead with 17 seconds remaining! #Titans : #TENvsDEN on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/aNyMPaWyG0 pic.twitter.com/l57sa9IObJ— NFL (@NFL) September 15, 2020 „Ég er vonsvikinn út í sjálfan mig og er bæði vandræðalegur og pirraður. Við náðum sem betur fer að vinna og strákarnir fara glaðir heim. Ég kom þeim hins vegar í mikil vandræði,“ sagði Stephen Gostkowski. Leikstjórnandinn Ryan Tannehill lék vel með liði Tennessee Titans og Derrick Henry hljóp 116 jarda með boltann. Ben Roethlisberger snéri aftur hjá Pittsburgh Steelers og átti þrjár snertimarkssendingar í 26-16 sigri á New York Giants. Roethlisberger meiddist í öðrum leik á síðasta tímabili og missti af öllum leikjum eftir það. Roethlisberger er orðinn 38 ára gamall og hefur verið hjá Pittsburgh Steelers síðan 2004. .@TeamJuJu's ready for his Pylon Cam close up. : #PITvsNYG on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/jSG62oMhon pic.twitter.com/K4FXa2XLqv— NFL (@NFL) September 15, 2020
NFL Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Sjá meira