Kári áfram hjá Haukum: „Þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 10:47 Kári Jónsson í leik með Haukum í Domino´s deildinni. Vísir/Bára Landsliðsbakvörðurinn Kári Jónsson er ekki á förum frá uppeldisfélaginu sínu eins og hann ýjaði að á dögunum. Haukarnir tilkynntu í dag að félagið sé búið að semja aftur við þennan frábæra leikmann og verður hann því með Haukum í Domino´s deild karla í vetur. Kári Jónsson sagði frá því í síðustu viku að hann væri með lausan samning og það kæmi alveg til greina að semja við annað íslenskt lið en Hauka. Haukarnir hafa greinilega passað upp á að það gerðist ekki því Kári hefur nú fengið nýjan samning hjá félaginu. Í tilkynningu Hauka kemur fram að búist hafi verið við að Kári færi utan og reyndi aftur fyrir sér í atvinnumennskunni. Covid-19 hefur hins vegar sett strik í reikninginn og nokkrir möguleikar sem Kári hafði, gengu ekki upp. Kári var að glíma við meiðsli fyrir síðustu leiktíð en var að komast á skrið þegar tímabilið var flautað af vegna kórónuveirunnar. Á síðasta tímabili var Kári með 17,0 stig, 3,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili hjá Haukum og þarna eru margir nýir leikmenn sem verður spennandi að spila með. Við munum gefa allt í þetta eftir lengsta undirbúningstímabil sögunnar og vonandi sjáum við sem flesta í stúkunni að hvetja.“ sagði Kári Jónsson í fréttatilkynningu Hauka. Þjálfarinn Israel Martin var líka ánægður með það að halda Kára. „Að hafa þann möguleika á að þjálfa Kára er frábært því hann er góður drengur og gefur sig allan í þetta. Þetta er stór ráðning fyrir okkur og ég er handviss um að hann muni hjálpa liðinu að ná þeim takmörkum sem við höfum sett okkur,“ sagði Israel Martin. Bragi Magnússon, formaður deildarinnar, sagði að Kári Jónsson hefði góð áhrif á liðið alveg sama frá hvaða sjónarhorni er litið og væri mikill leiðtogi innan hópsins. „Þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu,“ sagði Bragi að lokum. Kári áfram hjá Haukum Kári Jónsson hefur samið við Hauka og mun spila með liðinu í Domino s deildinni í vetur. Eru...Posted by Haukar körfubolti on Þriðjudagur, 15. september 2020 Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Landsliðsbakvörðurinn Kári Jónsson er ekki á förum frá uppeldisfélaginu sínu eins og hann ýjaði að á dögunum. Haukarnir tilkynntu í dag að félagið sé búið að semja aftur við þennan frábæra leikmann og verður hann því með Haukum í Domino´s deild karla í vetur. Kári Jónsson sagði frá því í síðustu viku að hann væri með lausan samning og það kæmi alveg til greina að semja við annað íslenskt lið en Hauka. Haukarnir hafa greinilega passað upp á að það gerðist ekki því Kári hefur nú fengið nýjan samning hjá félaginu. Í tilkynningu Hauka kemur fram að búist hafi verið við að Kári færi utan og reyndi aftur fyrir sér í atvinnumennskunni. Covid-19 hefur hins vegar sett strik í reikninginn og nokkrir möguleikar sem Kári hafði, gengu ekki upp. Kári var að glíma við meiðsli fyrir síðustu leiktíð en var að komast á skrið þegar tímabilið var flautað af vegna kórónuveirunnar. Á síðasta tímabili var Kári með 17,0 stig, 3,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili hjá Haukum og þarna eru margir nýir leikmenn sem verður spennandi að spila með. Við munum gefa allt í þetta eftir lengsta undirbúningstímabil sögunnar og vonandi sjáum við sem flesta í stúkunni að hvetja.“ sagði Kári Jónsson í fréttatilkynningu Hauka. Þjálfarinn Israel Martin var líka ánægður með það að halda Kára. „Að hafa þann möguleika á að þjálfa Kára er frábært því hann er góður drengur og gefur sig allan í þetta. Þetta er stór ráðning fyrir okkur og ég er handviss um að hann muni hjálpa liðinu að ná þeim takmörkum sem við höfum sett okkur,“ sagði Israel Martin. Bragi Magnússon, formaður deildarinnar, sagði að Kári Jónsson hefði góð áhrif á liðið alveg sama frá hvaða sjónarhorni er litið og væri mikill leiðtogi innan hópsins. „Þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu,“ sagði Bragi að lokum. Kári áfram hjá Haukum Kári Jónsson hefur samið við Hauka og mun spila með liðinu í Domino s deildinni í vetur. Eru...Posted by Haukar körfubolti on Þriðjudagur, 15. september 2020
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum