Nýr fjölnota þjóðarleikvangur á Suðurnesjum Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 17. september 2020 06:00 Í desember 2015 kynnti ráðgjafarfyrirtækið Borgarbragur ehf. sem þá var í helmingseigu undirritaðs stutta skýrslu fyrir stjórn KSÍ. Skýrslan reifaði niðurstöður vinnu sem hafði það að markmiði að athuga með skipulögðum hætti hvort grundvöllur væri fyrir byggingu fjölnota þjóðarleikvangs í Laugardal sem uppfyllti nútímakröfur til knattspyrnuiðkunar á alþjóðavísu. Samtal við eigendur vallarins og aðra hagsmunaaðila á svæðinu hafði leitt í ljós að verulegrar óánægju gætti varðandi málefni hans. Átti það við um rekstrarlegar forsendur, nýtingu, fjármögnun, viðhald og aðstöðu fyrir leikmenn, áhorfendur og fjölmiðlafólk. Í skýrslunni lagði Borgarbragur fram nýja nálgun og hugmyndafræði varðandi mögulega uppbyggingu vallarins, einkum með tilliti til nýtingar og rekstrar. Ríki, borg og KSÍ Skýrslan og ríkur vilji innan KSÍ varð til þess að eftir áralanga kyrrstöðu í málefnum Laugardalsvallar komst hreyfing á málið. Í kjölfarið hófst umfangsmikil vinna við hagkvæmnisathuganir, greiningar og þróun á hugmyndafræði í kringum nýjan fjölnota þjóðarleikvang í Laugardal. Talsverðu opinberu fé var kostað til vinnunnar og erlendir og innlendir sérfræðingar fengnir til verksins. Viljayfirlýsingar voru undirritaðar og ekki spillti fyrir stórkostlegt gengi íslensku landsliðanna í knattspyrnu samhliða miklu hagvaxtarskeiði í samfélaginu. Í janúar 2018 skipuðu ríkið og Reykjavíkurborg starfshóp sem fór yfir ofangreindar skýrslur og hugmyndir, lagði mat á þær og gerði tillögur um mögulega uppbyggingu sem birtust í skýrslu í apríl sama ár. Ein af niðurstöðum starfshópsins var að stofna ætti undirbúningsfélag í eigu Reykjavíkurborgar, ríkis og KSÍ strax í maí 2018. Undirbúningsfélagið var loks stofnað í júní 2019 og það skipað nýju fólki. Síðan þá hefur lítið heyrst af framgangi verkefnisins annað en orðrómur um að fyrirliggjandi vinnu og greiningum hafi verið sópað útaf borðinu og verkefnið endurræst með tilheyrandi kostnaði. Ferli á borð við þetta er kunnuglegt í opinberri stjórnsýslu og ekki annars að vænta en að ný skýrsla líti brátt dagsins ljós. Ef til vill verður niðurstaða hennar sú að skipa þurfi nýja nefnd. Forgangsröðun framkvæmda Þetta er allt saman áhugavert, ekki síst í ljósi þess að í síðustu viku samþykkti borgarráð stefnu í íþróttamálum Reykjavíkur til ársins 2030 þar sem forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja er sett fram. Þar er hvergi minnst á nýjan Laugardalsvöll en þó sagt að: „Verði af þátttöku Reykjavíkurborgar í þjóðarleikvangaverkefnum er það mat hópsins að borgin eigi að leggja áherslu á að hugsanleg aðkoma borgarinnar taki mið af sömu markmiðum og horft var til við forgangsröðun íþróttamannvirkja: Að tryggja æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir börn, unglinga, almenning og afreksfólk, eða þau geti nýst í skólastarfi.” Ósagt skal látið hvernig þessi forgangsröðun kemur við KSÍ en ljóst er að nýr fjölnota þjóðarleikvangur í Laugardal er ekki á meðal þeirra 18 íþróttamannvirkja sem borgin hyggst fjárfesta í á næstu 10 árum samkvæmt skýrslu stýrihópsins. Hvað er þá til ráða fyrir knattspyrnu- og tónleikaþyrsta þjóð? Stór tækifæri á Suðurnesjum Eitt af því sem ekki var gert á sínum tíma þegar vinnan í kringum leikvanginn stóð sem hæst var að framkvæma staðarvalsgreiningu. Ástæðan var sú að þjóðarleikvangurinn ætti best heima í höfuðborg landsins og fyrir því voru færð fjölmörg góð rök. Í ljósi alls ofangreinds er hinsvegar ekki úr vegi að nefna aðra kosti. Einn möguleiki sem hefur fram til þessa ekki verið skoðaður er flugvallarsvæðið í Keflavík. Þar er starfrækt þróunarfélagið Kadeco sem er í eigu ríkisins og hefur alla burði til að standa að að umfangsmikilli undirbúnings- og þróunarvinnu fyrir flókin verkefni. Það er ljóst að rekstrarforsendur fjölnota þjóðarleikvangs standa og falla með því að búa til nýjan markað fyrir stóra og alþjóðlega viðburði og þar kemur flugvallarsvæðið sterkt inn. Samgöngur til og frá svæðinu eru góðar, nóg pláss og gott aðgengi er fyrir stór tæki og tól sem fylgja slíkum viðburðum, hávaðamengun vegna tónleikahalds er ekki vandamál, mikil þekking og mannauður er til staðar m.t.t. hverskyns öryggis- og aðgengismála og ekki skortir bílastæði. Þá hentar nálægðin við flugvöllinn vel fyrir listamenn og/eða ráðstefnugesti sem vilja komast hratt og örugglega á milli landa. Loks eru allir aðrir innviðir á borð við hótel og veitingastaði til staðar á svæðinu. Síðast en ekki síst gæti verkefni af þeirri stærðargráðu sem fjölnota þjóðarleikvangur er reynst mikilvæg og verðskulduð innspýting fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum sem búa nú við mikla óvissu og erfitt atvinnuástand í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í desember 2015 kynnti ráðgjafarfyrirtækið Borgarbragur ehf. sem þá var í helmingseigu undirritaðs stutta skýrslu fyrir stjórn KSÍ. Skýrslan reifaði niðurstöður vinnu sem hafði það að markmiði að athuga með skipulögðum hætti hvort grundvöllur væri fyrir byggingu fjölnota þjóðarleikvangs í Laugardal sem uppfyllti nútímakröfur til knattspyrnuiðkunar á alþjóðavísu. Samtal við eigendur vallarins og aðra hagsmunaaðila á svæðinu hafði leitt í ljós að verulegrar óánægju gætti varðandi málefni hans. Átti það við um rekstrarlegar forsendur, nýtingu, fjármögnun, viðhald og aðstöðu fyrir leikmenn, áhorfendur og fjölmiðlafólk. Í skýrslunni lagði Borgarbragur fram nýja nálgun og hugmyndafræði varðandi mögulega uppbyggingu vallarins, einkum með tilliti til nýtingar og rekstrar. Ríki, borg og KSÍ Skýrslan og ríkur vilji innan KSÍ varð til þess að eftir áralanga kyrrstöðu í málefnum Laugardalsvallar komst hreyfing á málið. Í kjölfarið hófst umfangsmikil vinna við hagkvæmnisathuganir, greiningar og þróun á hugmyndafræði í kringum nýjan fjölnota þjóðarleikvang í Laugardal. Talsverðu opinberu fé var kostað til vinnunnar og erlendir og innlendir sérfræðingar fengnir til verksins. Viljayfirlýsingar voru undirritaðar og ekki spillti fyrir stórkostlegt gengi íslensku landsliðanna í knattspyrnu samhliða miklu hagvaxtarskeiði í samfélaginu. Í janúar 2018 skipuðu ríkið og Reykjavíkurborg starfshóp sem fór yfir ofangreindar skýrslur og hugmyndir, lagði mat á þær og gerði tillögur um mögulega uppbyggingu sem birtust í skýrslu í apríl sama ár. Ein af niðurstöðum starfshópsins var að stofna ætti undirbúningsfélag í eigu Reykjavíkurborgar, ríkis og KSÍ strax í maí 2018. Undirbúningsfélagið var loks stofnað í júní 2019 og það skipað nýju fólki. Síðan þá hefur lítið heyrst af framgangi verkefnisins annað en orðrómur um að fyrirliggjandi vinnu og greiningum hafi verið sópað útaf borðinu og verkefnið endurræst með tilheyrandi kostnaði. Ferli á borð við þetta er kunnuglegt í opinberri stjórnsýslu og ekki annars að vænta en að ný skýrsla líti brátt dagsins ljós. Ef til vill verður niðurstaða hennar sú að skipa þurfi nýja nefnd. Forgangsröðun framkvæmda Þetta er allt saman áhugavert, ekki síst í ljósi þess að í síðustu viku samþykkti borgarráð stefnu í íþróttamálum Reykjavíkur til ársins 2030 þar sem forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja er sett fram. Þar er hvergi minnst á nýjan Laugardalsvöll en þó sagt að: „Verði af þátttöku Reykjavíkurborgar í þjóðarleikvangaverkefnum er það mat hópsins að borgin eigi að leggja áherslu á að hugsanleg aðkoma borgarinnar taki mið af sömu markmiðum og horft var til við forgangsröðun íþróttamannvirkja: Að tryggja æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir börn, unglinga, almenning og afreksfólk, eða þau geti nýst í skólastarfi.” Ósagt skal látið hvernig þessi forgangsröðun kemur við KSÍ en ljóst er að nýr fjölnota þjóðarleikvangur í Laugardal er ekki á meðal þeirra 18 íþróttamannvirkja sem borgin hyggst fjárfesta í á næstu 10 árum samkvæmt skýrslu stýrihópsins. Hvað er þá til ráða fyrir knattspyrnu- og tónleikaþyrsta þjóð? Stór tækifæri á Suðurnesjum Eitt af því sem ekki var gert á sínum tíma þegar vinnan í kringum leikvanginn stóð sem hæst var að framkvæma staðarvalsgreiningu. Ástæðan var sú að þjóðarleikvangurinn ætti best heima í höfuðborg landsins og fyrir því voru færð fjölmörg góð rök. Í ljósi alls ofangreinds er hinsvegar ekki úr vegi að nefna aðra kosti. Einn möguleiki sem hefur fram til þessa ekki verið skoðaður er flugvallarsvæðið í Keflavík. Þar er starfrækt þróunarfélagið Kadeco sem er í eigu ríkisins og hefur alla burði til að standa að að umfangsmikilli undirbúnings- og þróunarvinnu fyrir flókin verkefni. Það er ljóst að rekstrarforsendur fjölnota þjóðarleikvangs standa og falla með því að búa til nýjan markað fyrir stóra og alþjóðlega viðburði og þar kemur flugvallarsvæðið sterkt inn. Samgöngur til og frá svæðinu eru góðar, nóg pláss og gott aðgengi er fyrir stór tæki og tól sem fylgja slíkum viðburðum, hávaðamengun vegna tónleikahalds er ekki vandamál, mikil þekking og mannauður er til staðar m.t.t. hverskyns öryggis- og aðgengismála og ekki skortir bílastæði. Þá hentar nálægðin við flugvöllinn vel fyrir listamenn og/eða ráðstefnugesti sem vilja komast hratt og örugglega á milli landa. Loks eru allir aðrir innviðir á borð við hótel og veitingastaði til staðar á svæðinu. Síðast en ekki síst gæti verkefni af þeirri stærðargráðu sem fjölnota þjóðarleikvangur er reynst mikilvæg og verðskulduð innspýting fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum sem búa nú við mikla óvissu og erfitt atvinnuástand í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun