Stjórnvöld sinna ekki skyldum sínum gagnvart umhverfinu Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 17. september 2020 10:30 Fyrirtækið Rio Tinto rak nýverið forstjóra sinn og tvo aðra hátt setta stjórnendur fyrir að sprengja upp hella í Ástralíu þar sem frumbyggjar höfðu búið í 46 þúsund ár. Ómetanlegar menningarminjar voru eyðilagðar. Fyrirtækið hafði fengið öll tilskilin leyfi til að sprengja hellana frá yfirvöldum. Er það ekki hlutverk yfirvalda vernda almannahagsmuni og verðmætar menningarminjar fyrir ásælni stórfyrirtækja? Hvernig er þessu farið á Íslandi? Hverjir eru það sem taka ákvarðanir um framkvæmdir sem geta valdið náttúru- og menningarminjum skaða? Hvernig verndum við íslenska náttúru fyrir óafturkræfum spjöllum? Landvernd vinnur að því að fræða almenning og valdhafa um gildi náttúrunnar, draga fram fegurð hennar og eigið virði og biðlað til allra um að ganga vel um. Samtökin deila meðal annars fallegum myndum af lítt spilltri náttúru og hvetja til þess að öll leggi sitt af mörkum við verndun hennar, ekki síst kynslóðum framtíðarinnar til heilla. Þessar mjúku aðferðir til að vernda náttúruna duga því miður skammt. Til þess að tryggja vernd íslenskrar náttúru gegn óbætanlegum skaða vegna skammtímahagsmuna fárra, þarf lög sem útiloka hagsmunaárekstra og þar sem faglegt mat, gagnsæi og skýrt umboð til ákvarðanatöku ráða för. Íslensk lög hafa ekki náð að vernda íslenska náttúru eins og ríkt tilefni hefur verið til. Dæmin eru mjög mörg: Kárahnjúkavirkjun, Þeistareykjavirkjun, vegur um Gálgahraun, vegur um Teigskóg, vegur yfir Hornafjarðarfljót, rannsóknir vegna Hvalárvirkjunar, malarnám í Ingólfsfjalli (2006), rannsóknir vegna jarðvarmavirkjunar í Sogunum, Brúarvirkjun í Biskupstungum, starfsleyfi PCC á Bakka, starfsleyfi United Silicon svo fáein séu talin. Hluti af skýringunni er viðhorf of margra Íslendinga til náttúru landsins: hún skuli nytjuð eins og hægt er án tillits til afleiðinga. Þetta viðhorf endurspeglast í íslenskum lögum um mat á umhverfisáhrifum. Þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslensk lög um mat á umhverfisáhrifum eru gloppótt, gefa of mörg tækifæri til þess að hagsmunaárekstrar eigi sér stað, ákvarðanaferlið er óþarflega flókið og ógagnsætt og markmið þeirra er ekki vernd umhverfisins heldur lágmörkun skaða sem framkvæmdir valda. Ísland hefur þjóðréttarlega skuldbindingar gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og tilteknar tilskipanir á að leiða í íslensk lög. Íslensk stjórnvöld hafa þverskallast við að taka upp tilskipanir EES á umhverfissviðinu og hafa þrátt fyrir dóm ekki innleitt EES-reglur um mat á umhverfisáhrifum með fullnægjandi hætti. Áhrif hagsmunaaðila á lög um mat á umhverfisáhrifum eru of mikil á Íslandi og hafa staðið í vegi fyrir því að hér séum við með rétt innleiddar EES-reglur. Í kjölfarið á því að Kárahnjúkavirkjun fékk falleinkunn við mat á umhverfisáhrifum var lögum breytt þannig að ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis var alfarið í höndum viðkomandi sveitarfélaga. Reynslan sýnir að sum þeirra skeyta lítið um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum. Sveitarfélög á Íslandi eru mjög lítil. Einstakar stórframkvæmdir geta því haft mikil áhrif á fjárhag þeirra í gegnum fasteignagjöld og umsvif á framkvæmdatíma. Þau geta því lent í mjög erfiðum hagsmunaárekstrum þegar taka á ákvörðun um leyfi til framkvæmda og kostnaður umhverfisins og náttúrunnar er metin á móti mögulegum tekjum sveitafélagsins. Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja að svona hagsmunaárekstrar eigi sér ekki stað. En stjórnvöld hafa enn ekki sinnt þeirri skyldu sinni. Menningarminjar og náttúra í hættu Allur heimurinn hefur tapað einstökum menningarminjum úr sögu okkar sem varpa ljósi á hvernig manneskjur lifðu fyrir tugþúsundum ára. Ástralar áttu að gæta þessara menningarminja fyrir mannkynið en létu undan þrýstingi stórfyrirtækis og skammtímahagsmunum þess. Íslendingar eiga að gæta íslenskrar náttúru sem er einstök í heiminum. Til þess að sinna því vel verður að hafa styrka stjórnsýslu sem hvílir á skýrri og afgerandi löggjöf. Íslensk stjórnvöld virðast ófær um að innleiða hér lágmarkskröfur EES til verndar náttúrunni gegn skammtímahagsmunum vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum. Landvernd telur sig því knúin til að kvartað við Eftirlitstofnunar EFTA og má lesa nánar um þá kvörtun hér. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirtækið Rio Tinto rak nýverið forstjóra sinn og tvo aðra hátt setta stjórnendur fyrir að sprengja upp hella í Ástralíu þar sem frumbyggjar höfðu búið í 46 þúsund ár. Ómetanlegar menningarminjar voru eyðilagðar. Fyrirtækið hafði fengið öll tilskilin leyfi til að sprengja hellana frá yfirvöldum. Er það ekki hlutverk yfirvalda vernda almannahagsmuni og verðmætar menningarminjar fyrir ásælni stórfyrirtækja? Hvernig er þessu farið á Íslandi? Hverjir eru það sem taka ákvarðanir um framkvæmdir sem geta valdið náttúru- og menningarminjum skaða? Hvernig verndum við íslenska náttúru fyrir óafturkræfum spjöllum? Landvernd vinnur að því að fræða almenning og valdhafa um gildi náttúrunnar, draga fram fegurð hennar og eigið virði og biðlað til allra um að ganga vel um. Samtökin deila meðal annars fallegum myndum af lítt spilltri náttúru og hvetja til þess að öll leggi sitt af mörkum við verndun hennar, ekki síst kynslóðum framtíðarinnar til heilla. Þessar mjúku aðferðir til að vernda náttúruna duga því miður skammt. Til þess að tryggja vernd íslenskrar náttúru gegn óbætanlegum skaða vegna skammtímahagsmuna fárra, þarf lög sem útiloka hagsmunaárekstra og þar sem faglegt mat, gagnsæi og skýrt umboð til ákvarðanatöku ráða för. Íslensk lög hafa ekki náð að vernda íslenska náttúru eins og ríkt tilefni hefur verið til. Dæmin eru mjög mörg: Kárahnjúkavirkjun, Þeistareykjavirkjun, vegur um Gálgahraun, vegur um Teigskóg, vegur yfir Hornafjarðarfljót, rannsóknir vegna Hvalárvirkjunar, malarnám í Ingólfsfjalli (2006), rannsóknir vegna jarðvarmavirkjunar í Sogunum, Brúarvirkjun í Biskupstungum, starfsleyfi PCC á Bakka, starfsleyfi United Silicon svo fáein séu talin. Hluti af skýringunni er viðhorf of margra Íslendinga til náttúru landsins: hún skuli nytjuð eins og hægt er án tillits til afleiðinga. Þetta viðhorf endurspeglast í íslenskum lögum um mat á umhverfisáhrifum. Þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslensk lög um mat á umhverfisáhrifum eru gloppótt, gefa of mörg tækifæri til þess að hagsmunaárekstrar eigi sér stað, ákvarðanaferlið er óþarflega flókið og ógagnsætt og markmið þeirra er ekki vernd umhverfisins heldur lágmörkun skaða sem framkvæmdir valda. Ísland hefur þjóðréttarlega skuldbindingar gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og tilteknar tilskipanir á að leiða í íslensk lög. Íslensk stjórnvöld hafa þverskallast við að taka upp tilskipanir EES á umhverfissviðinu og hafa þrátt fyrir dóm ekki innleitt EES-reglur um mat á umhverfisáhrifum með fullnægjandi hætti. Áhrif hagsmunaaðila á lög um mat á umhverfisáhrifum eru of mikil á Íslandi og hafa staðið í vegi fyrir því að hér séum við með rétt innleiddar EES-reglur. Í kjölfarið á því að Kárahnjúkavirkjun fékk falleinkunn við mat á umhverfisáhrifum var lögum breytt þannig að ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis var alfarið í höndum viðkomandi sveitarfélaga. Reynslan sýnir að sum þeirra skeyta lítið um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum. Sveitarfélög á Íslandi eru mjög lítil. Einstakar stórframkvæmdir geta því haft mikil áhrif á fjárhag þeirra í gegnum fasteignagjöld og umsvif á framkvæmdatíma. Þau geta því lent í mjög erfiðum hagsmunaárekstrum þegar taka á ákvörðun um leyfi til framkvæmda og kostnaður umhverfisins og náttúrunnar er metin á móti mögulegum tekjum sveitafélagsins. Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja að svona hagsmunaárekstrar eigi sér ekki stað. En stjórnvöld hafa enn ekki sinnt þeirri skyldu sinni. Menningarminjar og náttúra í hættu Allur heimurinn hefur tapað einstökum menningarminjum úr sögu okkar sem varpa ljósi á hvernig manneskjur lifðu fyrir tugþúsundum ára. Ástralar áttu að gæta þessara menningarminja fyrir mannkynið en létu undan þrýstingi stórfyrirtækis og skammtímahagsmunum þess. Íslendingar eiga að gæta íslenskrar náttúru sem er einstök í heiminum. Til þess að sinna því vel verður að hafa styrka stjórnsýslu sem hvílir á skýrri og afgerandi löggjöf. Íslensk stjórnvöld virðast ófær um að innleiða hér lágmarkskröfur EES til verndar náttúrunni gegn skammtímahagsmunum vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum. Landvernd telur sig því knúin til að kvartað við Eftirlitstofnunar EFTA og má lesa nánar um þá kvörtun hér. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun