Ofbeldi gegn börnum þarf að lúta í lægra haldi - sama hvað það kostar Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 17. september 2020 11:30 Á síðasta borgarstjórnarfundi var umræða um stöðu barna í Reykjavík. Almennt er staða barna mjög góð og er það vel. En staða sumra barna er því miður önnur. Þeirra staða er sú að þau hafa verið eða eru að verða fyrir hvers konar ofbeldi. Nýjar tölur segja að það eru rúmlega 300 börn sem búa við heimilisofbeldi. Þessi tala er byggð á tilkynningum - þá eru eftir skuggatölurnar. Eða það ofbeldi sem er ekki er tilkynnt. Undanfarna daga hafa svo birst fréttir af því að börn, sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi, þurfi að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Einnig sjáum við að stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu. Flest hafa lifað með því alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Þau fá ekki vini heim með sér eftir skóla og eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum. Ekkert þessara barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. Þetta eru einungis nýleg dæmi úr fréttum sl. daga. Við vitum að það er gríðarmikil fylgni á milli áfalla tengdum ofbeldi í æsku og þess að glíma við erfiðleika á borð við fíkn, geðsjúkdóma og jafnvel tilheyra jaðarsettum hópum á fullorðinsárum. Það var og er enn talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldursins. Og það ekki að ósekju. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir sendu ákall til almennings og hvöttu til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur um hvers konar ofbeldi væri fyrir hendi. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá sé svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tilkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Og tilkynningum fjölgaði um 20% Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá að tilkynningum til Barnaverndar jukust. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Það er þess vegna sem ég vildi nýta umræðuna í borgarstjórn til að ræða ofbeldi gegn börnum á breiðari vettvangi. Því það á ekki að skipta máli í hvaða flokki við tilheyrum eða hvort við erum í sveitastjórn eða á þinginu. Staða sumra barna er einfaldlega svo alvarleg að við verðum að standa saman til að sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Sama hvað það kostar. Í mínum huga eru mannréttindi - eða réttindi barna - ekki kostnaður og kvöð heldur alvöru verðmæti til framtíðar. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur. Í 1. grein Barnalaga segir: Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Á síðasta borgarstjórnarfundi var umræða um stöðu barna í Reykjavík. Almennt er staða barna mjög góð og er það vel. En staða sumra barna er því miður önnur. Þeirra staða er sú að þau hafa verið eða eru að verða fyrir hvers konar ofbeldi. Nýjar tölur segja að það eru rúmlega 300 börn sem búa við heimilisofbeldi. Þessi tala er byggð á tilkynningum - þá eru eftir skuggatölurnar. Eða það ofbeldi sem er ekki er tilkynnt. Undanfarna daga hafa svo birst fréttir af því að börn, sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi, þurfi að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Einnig sjáum við að stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu. Flest hafa lifað með því alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Þau fá ekki vini heim með sér eftir skóla og eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum. Ekkert þessara barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. Þetta eru einungis nýleg dæmi úr fréttum sl. daga. Við vitum að það er gríðarmikil fylgni á milli áfalla tengdum ofbeldi í æsku og þess að glíma við erfiðleika á borð við fíkn, geðsjúkdóma og jafnvel tilheyra jaðarsettum hópum á fullorðinsárum. Það var og er enn talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldursins. Og það ekki að ósekju. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir sendu ákall til almennings og hvöttu til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur um hvers konar ofbeldi væri fyrir hendi. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá sé svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tilkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Og tilkynningum fjölgaði um 20% Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá að tilkynningum til Barnaverndar jukust. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Það er þess vegna sem ég vildi nýta umræðuna í borgarstjórn til að ræða ofbeldi gegn börnum á breiðari vettvangi. Því það á ekki að skipta máli í hvaða flokki við tilheyrum eða hvort við erum í sveitastjórn eða á þinginu. Staða sumra barna er einfaldlega svo alvarleg að við verðum að standa saman til að sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Sama hvað það kostar. Í mínum huga eru mannréttindi - eða réttindi barna - ekki kostnaður og kvöð heldur alvöru verðmæti til framtíðar. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur. Í 1. grein Barnalaga segir: Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.
Í 1. grein Barnalaga segir: Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar