Lyfjaframleiðendur vildu ekki senda „Trump kort“ til eldri borgara Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2020 13:58 Donald Trump og Mark Meadows. AP/Manuel Balce Ceneta Ríkisstjórn Bandaríkjanna og forsvarsmenn lyfjaframleiðanda voru nærri því að gera samkomulag um að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum þegar krafa frá hvíta húsinu stöðvaði viðræðurnar. Hvíta húsið krafðist þess að lyfjaframleiðendur sendu eldri borgurum Bandaríkjanna kort sem innihéldi hundrað dali. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, krafðist þess að kort þessi, sem hafa verið kölluð Trump kortin, yrði send út fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Samkvæmt heimildum New York Times vildu forsvarsmenn lyfjaframleiðenda ekki senda þessi kort út og þar með taka beinan þátt í kosningabaráttu Trump, sem á undir högg að sækja þessa dagana. Hvíta húsið hafði þó heitið því að kortin yrðu ekki merkt Donald Trump, forseta. Þegar ávísanir voru sendar til Bandaríkjamanna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, lét Trump setja nafn sitt á þær. Það var gert þrátt fyrir að um opinberar greiðslur úr ríkissjóði væri að ræða. Heimildarmenn NYT sögðu fyrirheit Hvíta hússins ekki duga til. Þeir hefðu ekki viljað að Trump hefði dregið þá upp á svið fyrir framan Hvíta húsið og sýnt stóra útgáfu af kortinu og peningunum sem senda átti til mikilvægs kjósendahóps. Lyfjaframleiðendur í Bandaríkjunum hafa lengi verið gagnrýndir fyrir hátt verð lyfja og þar á meðal hefur Trump hefur gagnrýnt þau harðlega. Trump vildi standa við kosningaloforð sitt og bæta stöðu sína meðal eldri borgara. Miðað við kannanir hafa þeir færst frá honum með faraldri nýju kórónuveirunnar. Lyfjafyrirtækin vildu bæta ímynd sína eftir mikla gagnrýni. Útlit er fyrir að Trump muni beita forsetatilskipun til þvinga fyrirtækin til að lækka lyfjaverð. Verðið yrði samkvæmt þeirri skipun tengt við verðið í öðrum löndum. Þessari tilskipun höfðu fyrirtækin mótmælt harðlega. Líklegast munu þau höfða mál og verulega ólíklegt er að málið verði útkljáð fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Mildari spá í kortunum „Vonandi klárast þetta á morgun“ Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna og forsvarsmenn lyfjaframleiðanda voru nærri því að gera samkomulag um að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum þegar krafa frá hvíta húsinu stöðvaði viðræðurnar. Hvíta húsið krafðist þess að lyfjaframleiðendur sendu eldri borgurum Bandaríkjanna kort sem innihéldi hundrað dali. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, krafðist þess að kort þessi, sem hafa verið kölluð Trump kortin, yrði send út fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Samkvæmt heimildum New York Times vildu forsvarsmenn lyfjaframleiðenda ekki senda þessi kort út og þar með taka beinan þátt í kosningabaráttu Trump, sem á undir högg að sækja þessa dagana. Hvíta húsið hafði þó heitið því að kortin yrðu ekki merkt Donald Trump, forseta. Þegar ávísanir voru sendar til Bandaríkjamanna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, lét Trump setja nafn sitt á þær. Það var gert þrátt fyrir að um opinberar greiðslur úr ríkissjóði væri að ræða. Heimildarmenn NYT sögðu fyrirheit Hvíta hússins ekki duga til. Þeir hefðu ekki viljað að Trump hefði dregið þá upp á svið fyrir framan Hvíta húsið og sýnt stóra útgáfu af kortinu og peningunum sem senda átti til mikilvægs kjósendahóps. Lyfjaframleiðendur í Bandaríkjunum hafa lengi verið gagnrýndir fyrir hátt verð lyfja og þar á meðal hefur Trump hefur gagnrýnt þau harðlega. Trump vildi standa við kosningaloforð sitt og bæta stöðu sína meðal eldri borgara. Miðað við kannanir hafa þeir færst frá honum með faraldri nýju kórónuveirunnar. Lyfjafyrirtækin vildu bæta ímynd sína eftir mikla gagnrýni. Útlit er fyrir að Trump muni beita forsetatilskipun til þvinga fyrirtækin til að lækka lyfjaverð. Verðið yrði samkvæmt þeirri skipun tengt við verðið í öðrum löndum. Þessari tilskipun höfðu fyrirtækin mótmælt harðlega. Líklegast munu þau höfða mál og verulega ólíklegt er að málið verði útkljáð fyrir forsetakosningarnar í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Mildari spá í kortunum „Vonandi klárast þetta á morgun“ Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira