Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Sylvía Hall skrifar 19. september 2020 17:43 BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu. Vísir/Birgir Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. Á fimmtudag höfðu forsvarsmenn veitingastaðarins fengið upplýsingar frá smitrakningateyminu að að hugsanlega hefði smitaður einstaklingur komið á staðinn fyrir rúmri viku síðan. Greint er frá þessu á Facebook-síðu BrewDog. Eftir símtal frá smitrakningateymi hafi allt starfsfólk verið sent í skimun í gær og var aðeins einn starfsmaður smitaður líkt og áður sagði. Starfsmaðurinn sem smitaðist var á vakt bæði föstudag og laugardag síðustu helgi. Hann hefur ekki komið aftur inn á staðinn síðan en grunur leikur á um að hann hafi smitast af gesti þegar hann var við störf. Þeir sem heimsóttu staðinn dagana 11. og 12. september eru hvattir til þess að fara í skimun. „Í kjölfar þeirrar vitneskju var unnið þétt með smitrakningateyminu og höfum við fengið hrós frá þeim fyrir góða samvinnu. Allir starfsmenn voru sendir í skimun ásamt þeim viðskiptavinum sem smitrakningateymið hafði samband við,“ segir í tilkynningu BrewDog. Stór hluti smita tengjast skemmtistöðum Um þriðjungur þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað tímabundið í fjóra daga, frá því í gær fram til mánudagsins 21. september. Fyrr í vikunni var greint frá því að nokkur fjöldi smita hafði komið upp hjá viðskiptavinum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu þar sem gestir staðarins síðasta föstudag voru beðnir um að fara í skimun vegna veirunnar. Snertifletir virtust bera með sér smit, þó svo að gætt væri að sóttvörnum með reglubundnum hætti. „Þetta eru ekki staðir þar sem fólk er í troðningi heldur situr það á sínum bás og drekkur sinn bjór í rólegheitum, en er síðan smitað. Þess vegna eru það þessir sameiginlegu snertifletir sem er verið að horfa til,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi í dag. „Og þó að sóttvarna sé gætt, borð og hurðahúna þrifnir reglulega, virðist það ekki duga til að koma í veg fyrir smit í gegnum sameiginlega snertifleti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. 18. september 2020 15:59 „Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. 18. september 2020 11:36 Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. 18. september 2020 09:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. Á fimmtudag höfðu forsvarsmenn veitingastaðarins fengið upplýsingar frá smitrakningateyminu að að hugsanlega hefði smitaður einstaklingur komið á staðinn fyrir rúmri viku síðan. Greint er frá þessu á Facebook-síðu BrewDog. Eftir símtal frá smitrakningateymi hafi allt starfsfólk verið sent í skimun í gær og var aðeins einn starfsmaður smitaður líkt og áður sagði. Starfsmaðurinn sem smitaðist var á vakt bæði föstudag og laugardag síðustu helgi. Hann hefur ekki komið aftur inn á staðinn síðan en grunur leikur á um að hann hafi smitast af gesti þegar hann var við störf. Þeir sem heimsóttu staðinn dagana 11. og 12. september eru hvattir til þess að fara í skimun. „Í kjölfar þeirrar vitneskju var unnið þétt með smitrakningateyminu og höfum við fengið hrós frá þeim fyrir góða samvinnu. Allir starfsmenn voru sendir í skimun ásamt þeim viðskiptavinum sem smitrakningateymið hafði samband við,“ segir í tilkynningu BrewDog. Stór hluti smita tengjast skemmtistöðum Um þriðjungur þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað tímabundið í fjóra daga, frá því í gær fram til mánudagsins 21. september. Fyrr í vikunni var greint frá því að nokkur fjöldi smita hafði komið upp hjá viðskiptavinum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu þar sem gestir staðarins síðasta föstudag voru beðnir um að fara í skimun vegna veirunnar. Snertifletir virtust bera með sér smit, þó svo að gætt væri að sóttvörnum með reglubundnum hætti. „Þetta eru ekki staðir þar sem fólk er í troðningi heldur situr það á sínum bás og drekkur sinn bjór í rólegheitum, en er síðan smitað. Þess vegna eru það þessir sameiginlegu snertifletir sem er verið að horfa til,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi í dag. „Og þó að sóttvarna sé gætt, borð og hurðahúna þrifnir reglulega, virðist það ekki duga til að koma í veg fyrir smit í gegnum sameiginlega snertifleti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. 18. september 2020 15:59 „Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. 18. september 2020 11:36 Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. 18. september 2020 09:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. 18. september 2020 15:59
„Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. 18. september 2020 11:36
Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. 18. september 2020 09:55