Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 11:54 Þorbjörg Sigríður segir Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hafa staðið sig eins og íþróttamaður sem féll á lyfjaprófi í máli egypsku fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. Þorbjörg Sigríður Guðlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar var mjög gagnrýnin á Ásmund Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Hún segir hann sem sérstakan barnamálaráðherra hafa átt að kynna sér málið sérstaklega. „Við erum með ráðherra sem valdi sér þann titil sjálfur að kalla sig barnamálaráðherra og hans hlutverk innan ríkisstjórnarinnar hlýtur að vera annað heldur en annarra ráðherra í því samhengi,“ sagði Þorbjörg. „Ég hef séð hann svara með þeim hætti í fjölmiðlum að hann treysti niðurstöðunum, hafi ekki lesið málið og allt þetta. Mér finnst þetta nánast vera eins og íþróttamaður sem fellur á lyfjaprófi,“ bætti hún við. Helga Vala Helgadóttir segir nauðsynlegt að meta mál fjölskyldna út frá hagsmunum barnanna. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók heils hugar undir þetta. Þá sagði hún að meta ætti út frá hagsmunum barnanna, ekki hagsmunum foreldra. „Það sem ég sakna hjá íslenskum stjórnvöldum er að þau horfi fyrst og fremst, í samræmi við það sem stendur í stjórnarskrá, í samræmi við það sem stendur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasáttmála Evrópu og barnalögum, sem við erum öll með lögfest hér á landi að það sé fyrst og fremst horft á aðstæður barna þegar mál eru skoðuð,“ sagði Helga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði því og sagði alltaf litið til hagsmuna barnanna. Það hafi líka verið gert í þessu máli. „Já, við lítum alltaf til hagsmuna barna og það hafa verið settar sérstakar reglur til dæmis hjá kærunefndinni um hvernig skoða eigi málefni barna út frá börnunum sjálfum.“ Var það gert í þessu tilviki? „Já, það var gert í þessu máli,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Áslaugu, Þorbjörgu og Helgu Völu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18. september 2020 11:51 „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. Þorbjörg Sigríður Guðlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar var mjög gagnrýnin á Ásmund Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Hún segir hann sem sérstakan barnamálaráðherra hafa átt að kynna sér málið sérstaklega. „Við erum með ráðherra sem valdi sér þann titil sjálfur að kalla sig barnamálaráðherra og hans hlutverk innan ríkisstjórnarinnar hlýtur að vera annað heldur en annarra ráðherra í því samhengi,“ sagði Þorbjörg. „Ég hef séð hann svara með þeim hætti í fjölmiðlum að hann treysti niðurstöðunum, hafi ekki lesið málið og allt þetta. Mér finnst þetta nánast vera eins og íþróttamaður sem fellur á lyfjaprófi,“ bætti hún við. Helga Vala Helgadóttir segir nauðsynlegt að meta mál fjölskyldna út frá hagsmunum barnanna. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók heils hugar undir þetta. Þá sagði hún að meta ætti út frá hagsmunum barnanna, ekki hagsmunum foreldra. „Það sem ég sakna hjá íslenskum stjórnvöldum er að þau horfi fyrst og fremst, í samræmi við það sem stendur í stjórnarskrá, í samræmi við það sem stendur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasáttmála Evrópu og barnalögum, sem við erum öll með lögfest hér á landi að það sé fyrst og fremst horft á aðstæður barna þegar mál eru skoðuð,“ sagði Helga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði því og sagði alltaf litið til hagsmuna barnanna. Það hafi líka verið gert í þessu máli. „Já, við lítum alltaf til hagsmuna barna og það hafa verið settar sérstakar reglur til dæmis hjá kærunefndinni um hvernig skoða eigi málefni barna út frá börnunum sjálfum.“ Var það gert í þessu tilviki? „Já, það var gert í þessu máli,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Áslaugu, Þorbjörgu og Helgu Völu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18. september 2020 11:51 „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18. september 2020 11:51
„Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06
Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“