Fátæktargildran Jón Ingi Hákonarson skrifar 21. september 2020 10:01 Ég tel að leikreglurnar séu ósanngjarnar og margt í okkar ágæta kerfi vinni gegn venjulegu, harðduglegu launafólki. Birtingarmynd stærsta vandans er sú staðreynd að ævilaun allt of margra Íslendinga duga ekki fyrir skuldlausri fasteign við starfslok. Hvernig má það vera að þegar sjötug hjón hætta á vinnumarkaði, eftir að hafa greitt fasteignina sína a.m.k. tvisvar ef ekki þrisvar til baka á lánstímanum, bíði þeirra gluggapóstur frá bankanum langt inn í ævikvöldið? Hvernig stendur á því, að í einu launahæsta landi heims, standi ævilaun venjulegs fólks ekki undir skuldlausri fasteign við starfslok? Ef við leikum okkur svolítið og berum okkur saman við Norðurlöndin og norður Evrópuríkin sést glöggt að frændur okkar þar greiða húsnæði sitt til baka einu og hálfu sinni. 60 milljón króna eign endar á lánstímanum í 90 milljónum. Hér á Íslandi hefur gilt að 60 milljón króna eign endi í 180 milljónum á lánstímanum. Í hverju liggur munurinn? Munurinn liggur í því að íslensku alþýðufólki er gert að taka lán í íslenskum krónum sem bera gífurlega háa vexti á meðan frændur okkar geta tekið lán í óverðtryggðum Evrum á mun lægri vöxtum. Það má því segja að kostnaðurinn við að halda úti krónunni sé í raun allt að helmingur mánaðarlegrar afborgunar af húsnæðisláninu þínu. Ef þú borgar 300 þúsund krónur á mánuði í afborganir af íbúðarláninu þá fara allt að 150 þúsund krónur í kostnað vegna krónunnar. Það er kannski rétt að nefna að vaxtalækkanir undanfarin misseri hafa ekki farið fram hjá greinarhöfundi. Þessi lækkun hefur haft það í för með sér að vissulega hefur greiðslubyrði nýrra lána lækkað, a.m.k. tímabundið. Þessi lækkun er þó ekki talin varanleg og því hefur Seðlabankinn varað almenning við því að óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum muni nær örugglega hækka verulega. Einnig hefur það ekki farið framhjá undirrituðum að stjórnmálamenn hafa verið iðnir í gegnum tíðina að útvega landsmönnum lengri lán, hærri veðhlutföll, 100% lán og brúarlán í stað þess að taka á rót vandans, krónunni. Krónan kostar þig jafn mikið og húsnæðið þitt. Mér finnst betri tilhugsun að hugsa sem svo að við lok starfsævinnar eigi ég skuldlaust húsnæði og andvirði fasteignarinnar á bankabókinni minni. Þessi framtíðarsýn mín er ekki framkvæmanleg með verðtryggðri íslenskri krónu. Íslenska krónan er fátæktargildra. Viðreisn vill taka upp stóra alþjóðlega mynt. Það vil ég líka. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Húsnæðismál Íslenska krónan Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég tel að leikreglurnar séu ósanngjarnar og margt í okkar ágæta kerfi vinni gegn venjulegu, harðduglegu launafólki. Birtingarmynd stærsta vandans er sú staðreynd að ævilaun allt of margra Íslendinga duga ekki fyrir skuldlausri fasteign við starfslok. Hvernig má það vera að þegar sjötug hjón hætta á vinnumarkaði, eftir að hafa greitt fasteignina sína a.m.k. tvisvar ef ekki þrisvar til baka á lánstímanum, bíði þeirra gluggapóstur frá bankanum langt inn í ævikvöldið? Hvernig stendur á því, að í einu launahæsta landi heims, standi ævilaun venjulegs fólks ekki undir skuldlausri fasteign við starfslok? Ef við leikum okkur svolítið og berum okkur saman við Norðurlöndin og norður Evrópuríkin sést glöggt að frændur okkar þar greiða húsnæði sitt til baka einu og hálfu sinni. 60 milljón króna eign endar á lánstímanum í 90 milljónum. Hér á Íslandi hefur gilt að 60 milljón króna eign endi í 180 milljónum á lánstímanum. Í hverju liggur munurinn? Munurinn liggur í því að íslensku alþýðufólki er gert að taka lán í íslenskum krónum sem bera gífurlega háa vexti á meðan frændur okkar geta tekið lán í óverðtryggðum Evrum á mun lægri vöxtum. Það má því segja að kostnaðurinn við að halda úti krónunni sé í raun allt að helmingur mánaðarlegrar afborgunar af húsnæðisláninu þínu. Ef þú borgar 300 þúsund krónur á mánuði í afborganir af íbúðarláninu þá fara allt að 150 þúsund krónur í kostnað vegna krónunnar. Það er kannski rétt að nefna að vaxtalækkanir undanfarin misseri hafa ekki farið fram hjá greinarhöfundi. Þessi lækkun hefur haft það í för með sér að vissulega hefur greiðslubyrði nýrra lána lækkað, a.m.k. tímabundið. Þessi lækkun er þó ekki talin varanleg og því hefur Seðlabankinn varað almenning við því að óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum muni nær örugglega hækka verulega. Einnig hefur það ekki farið framhjá undirrituðum að stjórnmálamenn hafa verið iðnir í gegnum tíðina að útvega landsmönnum lengri lán, hærri veðhlutföll, 100% lán og brúarlán í stað þess að taka á rót vandans, krónunni. Krónan kostar þig jafn mikið og húsnæðið þitt. Mér finnst betri tilhugsun að hugsa sem svo að við lok starfsævinnar eigi ég skuldlaust húsnæði og andvirði fasteignarinnar á bankabókinni minni. Þessi framtíðarsýn mín er ekki framkvæmanleg með verðtryggðri íslenskri krónu. Íslenska krónan er fátæktargildra. Viðreisn vill taka upp stóra alþjóðlega mynt. Það vil ég líka. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun