Forsætisráðherra sagður flytja falsfréttir til að fegra frammistöðu VG í málefnum flóttafólks Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2020 10:54 Sótt er að Katrínu úr öllum áttum og hún sökuð um að viðhafa blekkingar til að fegra stöðu Vinstri grænna í málefnum flóttafólks. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur mátt sæta mikilli gagnrýni vegna línurits sem hún birti á Facebooksíðu sinni. Línuritið birtir hún til að sýna það og sanna að það skipti flóttafólk verulegu máli að Vinstri græn séu í ríkisstjórn. Í athugasemdum við færsluna hefur þetta verið gagnrýnt harkalega, og sagt að þetta fái hreinlega ekki staðist. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata er þeirra á meðal og ber brigður á þennan málflutning. „Þú veist jafn vel og ég Katrín að fjöldi kjósenda kaus þig og þinn flokk vegna þess að þau trúðu að þú hefðir samkennd með fólki og myndir ekki skýla þér á bak við tölfræði þegar á reyndi fyrir börn af holdi og blóði. Þessi póstur þinn sannar því miður enn og aftur hið gagnstæða.“ Ýmsar ástæður en ekki vera Vg í ríkisstjórn Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands, ritaði grein á Vísi þar sem hann fer í saumana á tölfræðinni sem forsætisráðherra birtir. Hann segir fyrirliggjandi að Katrín teygi sig langt þegar hún vill eigna VG heiður af jákvæðari afgreiðslu Útlendingastofnunar. „Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um,“ skrifar Gunnar Smári og bendir á aukinn þrýsting almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. „Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það.“ Friðþæging fyrir stuðingsfólk Nú í morgun birti Vísir svo grein eftir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson félaga í Samfylkingunni. Hann sakar forsætisráðherra um blekkingarleik. Pistill forsætisráðherra er settur „fram til að menga umræðuna og friðþægja stuðningsfólk Vinstri grænna í skugga umdeildrar brottvísunar fjögurra barna fjölskyldu til Egyptalands,“ skrifar Óskar Steinn og segir athugasemdir við færsluna sýna að blekkingin hefur tilætluð áhrif. „Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður VG, skrifar: „Fróðlegar upplýsingar. Þetta er aðalatriðið. Þátttaka VG í ríkisstjórn ræður úrslitum. Væri ekki ráð að horfa a staðreyndir?“ Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra VG, tekur í sama streng: „Ósköp á fólk erfitt með að kyngja staðreyndum. Ég velti því fyrir mér í alvöru af hverju þessar mikilvægu upplýsingar og tölulegu staðreyndir eru hundsaðar hér á þræðinum. [...] Staðreynd er að við stjórnarskiptin urðu gríðarleg umskipti í málefnum flóttafólks - og það sést hér grænt á rauðu!“ Katrín sökuð um blekkingar Óskar Steinn segir, líkt og Gunnar Smári, að ytri aðstæður skýri hækkun sem teikna megi inn á línurit. Hann segir jafnframt að þó framsetning forsætisráðherra falli í kramið hjá stuðningsfólki flokksins „sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið“ þá sé um blekkingu að ræða. Í kjölfar faraldurs settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og sum lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Því hlaut Útlendingastofnun að taka til meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. „Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar.“ Óskar Steinn lýkur grein sinni á því að segja umhugsunarefni á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu „að forsætisráðherra skuli bera á borð svo villandi framsetningu gagna í þeim augljósa tilgangi að friðþægja baklandið og blekkja almenning.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur mátt sæta mikilli gagnrýni vegna línurits sem hún birti á Facebooksíðu sinni. Línuritið birtir hún til að sýna það og sanna að það skipti flóttafólk verulegu máli að Vinstri græn séu í ríkisstjórn. Í athugasemdum við færsluna hefur þetta verið gagnrýnt harkalega, og sagt að þetta fái hreinlega ekki staðist. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata er þeirra á meðal og ber brigður á þennan málflutning. „Þú veist jafn vel og ég Katrín að fjöldi kjósenda kaus þig og þinn flokk vegna þess að þau trúðu að þú hefðir samkennd með fólki og myndir ekki skýla þér á bak við tölfræði þegar á reyndi fyrir börn af holdi og blóði. Þessi póstur þinn sannar því miður enn og aftur hið gagnstæða.“ Ýmsar ástæður en ekki vera Vg í ríkisstjórn Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands, ritaði grein á Vísi þar sem hann fer í saumana á tölfræðinni sem forsætisráðherra birtir. Hann segir fyrirliggjandi að Katrín teygi sig langt þegar hún vill eigna VG heiður af jákvæðari afgreiðslu Útlendingastofnunar. „Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um,“ skrifar Gunnar Smári og bendir á aukinn þrýsting almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. „Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það.“ Friðþæging fyrir stuðingsfólk Nú í morgun birti Vísir svo grein eftir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson félaga í Samfylkingunni. Hann sakar forsætisráðherra um blekkingarleik. Pistill forsætisráðherra er settur „fram til að menga umræðuna og friðþægja stuðningsfólk Vinstri grænna í skugga umdeildrar brottvísunar fjögurra barna fjölskyldu til Egyptalands,“ skrifar Óskar Steinn og segir athugasemdir við færsluna sýna að blekkingin hefur tilætluð áhrif. „Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður VG, skrifar: „Fróðlegar upplýsingar. Þetta er aðalatriðið. Þátttaka VG í ríkisstjórn ræður úrslitum. Væri ekki ráð að horfa a staðreyndir?“ Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra VG, tekur í sama streng: „Ósköp á fólk erfitt með að kyngja staðreyndum. Ég velti því fyrir mér í alvöru af hverju þessar mikilvægu upplýsingar og tölulegu staðreyndir eru hundsaðar hér á þræðinum. [...] Staðreynd er að við stjórnarskiptin urðu gríðarleg umskipti í málefnum flóttafólks - og það sést hér grænt á rauðu!“ Katrín sökuð um blekkingar Óskar Steinn segir, líkt og Gunnar Smári, að ytri aðstæður skýri hækkun sem teikna megi inn á línurit. Hann segir jafnframt að þó framsetning forsætisráðherra falli í kramið hjá stuðningsfólki flokksins „sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið“ þá sé um blekkingu að ræða. Í kjölfar faraldurs settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og sum lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Því hlaut Útlendingastofnun að taka til meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. „Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar.“ Óskar Steinn lýkur grein sinni á því að segja umhugsunarefni á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu „að forsætisráðherra skuli bera á borð svo villandi framsetningu gagna í þeim augljósa tilgangi að friðþægja baklandið og blekkja almenning.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira