Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2020 11:21 Hæstiréttur Bandaríkjanna stendur nú á tímamótum en allt bendir til þess að stefna hans muni taka skarpa beygju til hægri, jafnvel til fleiri áratuga, þegar Trump forseti skipar eftirmann Ruth Bader Ginsburg. Vísir/Getty Alríkisdómari sem er talinn einna líklegastur til að hljóta útnefningu Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg við Hæstarétt Bandaríkjanna yrði að líkindum einn íhaldssamasti dómarinn við réttinn. Atkvæði hans gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar. Trump forseti hefur þegar tilkynnt að hann ætli sér að tilnefna konu til að taka sæti Ginsburg sem lést á föstudag. Þrátt fyrir að að nú sé aðeins um sex vikur í kosningar er talið að repúblikanar í öldungadeild þingsins muni róa að því öllum árum að staðfesta dómaraefni Trump fyrir þær. Amy Coney Barrett, 48 ára gamall dómari við áfrýjunardómstól 7. svæðis, er talin líklegust til þess að hljóta náð fyrir augum Trump. Hún var nálægt því að vera útnefnd árið 2018 þegar Trump skipaði Brett Kavanaugh til að taka sæti Anthony Kennedy sem settist í helgan stein. Skipan Barrett færði Hæstarétt verulega til hægri. Skoðanir hennar á stórum samfélagslegum deilumálum sem hafa komið fram í fræðaskrifum og dómsorði benda til þess að Barrett yrði á meðal íhaldssömustu dómara við réttinn. Forveri hennar Ginsburg var aftur á móti einn frjálslyndasti dómarinn. Nái repúblikanar að skipa annan dómara við Hæstarétt til lífstíðar verða íhaldssmenn komnir með öruggan meirihluta þar, sex gegn þremur frjálslyndari dómurum. Það gæti mótað stefnu réttarins um áratugi. Heittrúaður kaþólikki gegn þungunarrofi Barrett er nýgræðingur á dómarabekk. Trump skipaði hana sem áfrýjunardómara árið 2017 en fram að því hafði hún verði lögfræðingur við Notre Dame-háskólann. Reynsluleysið er sagt hafa látið suma repúblikana hugsa sig tvisvar um þegar þeir leituðu að eftirmanni Kennedy árið 2018. Kristnir íhaldsmenn og aðrir hægrimenn dást að Barrett og vonast til þess að hún verði hugmyndafræðilegur arftaki Antonins Scalia sem hún starfaði fyrir sem dómritari, að sögn AP-fréttastofunnar. Scalia, sem lést í febrúar árið 2016, þótti harðasti íhaldsmaðurinn við réttinn á eftir Clarence Thomas. Frjálslyndir lögspekingar óttast aftur á móti að Barrett láti persónulega trú sína og hugmyndafræði hafa áhrif á störf sín sem dómari. Barrett er heittrúaður kaþólikki sem virðist einarðlega á móti þungunarrofi. Hjá Notre Dame var hún félagi í hópnum „Háskóladeild hlynnt lífi“ og skrifaði nafn sitt undir bréf til kaþólskra biskupa um „gildi mannlegs lífs frá getnaði til náttúrulegs dauða“ árið 2015. Þegar hún kom fyrir þingnefnd sem staðfesti skipan hennar við áfrýjunardómstólinn árið 2017 hafnaði hún því að hún léti persónulegar skoðanir sínar hafa áhrif á skyldur sínar sem dómari. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Washington Post um Barrett þegar hún kom til greina sem hæstaréttardómari árið 2018. Telur Roe gegn Wade ekki óhagganlegt fordæmi Rétturinn til þungunarrofs hefur ekki komið beint til kasta Barrett sem áfrýjunardómara og hún hefur ekki viljað svara því beint hvort hún telji það alltaf siðlaust, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í þeim málum sem tengjast þungunarrofi hefur hún þó greitt atkvæði með íhaldssömum félögum sínum. Þannig skiluðu þau Barrett sératkvæði þegar áfrýjunardómstóllinn felldi úr gildi umdeild lög sem Mike Pence, þáverandi ríkisstjóri Indiana og núverandi varaforseti skrifaði undir, sem kváðu á um að grafa eða brenna þyrfti líkamsleifar fóstra eftir þungunarrof. Þá vildi Barrett fjalla frekar um önnur lög frá Indiana sem hefðu skyldað heilbrigðisyfirvöld til þess að tilkynna foreldrum stúlkna undir lögaldri um að þær hefðu sóst eftir þungunarrofi jafnvel þegar stúlkurnar hefðu leitað samþykki dómstóls í stað foreldra sinna. Samtök sem berjast fyrir réttindum kvenna til þungunarrofs óttast að með Barrett í öruggum íhaldssömum meirihluta í Hæstarétti verði frægum dómi, Roe gegn Wade frá 1973, sem veitti konum rétt til þungunarrofs snúið við. AP-fréttastofan segir að í grein sem Barrett skrifaði um tímamótadóma Hæstaréttar sem talið væri að enginn dómari myndi snúa við árið 2013 hafi hún ekki nefnt Roe gegn Wade og vísað til þess að harðar deilur stæðu enn yfir um þann dóm. Aðhyllist „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni Fjöldi íhaldssamra lögfræðinga í Bandaríkjunum aðhyllast það sem þeir sjálfir kalla „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni sem gengur út á að reyna að ráða í upphaflega merkingu texta sem var skrifaður fyrir meira en tveimur öldum. Barrett er ein þeirra sem fylgja þessari hugmyndafræði. Þegar hún skilaði sératkvæði í máli sem varðaði það hvort að sakamenn sem hefðu ekki gerst sekir um ofbeldisbrot ættu að vera sviptir rétti til að eiga skotvopn varði hún nær öllu máli sínu í að fara yfir sögu reglna um vopnaeign dæmdra manna á 18. og 19. öld. Þegar kemur að innflytjendamálum hallast Barrett að því að heimila harðlínustefnu eins og þá sem Trump forseti hefur rekið. Í júní greiddi Barrett sératkvæði við áfrýjunardómstólinn þar sem hún vildi leyfa ríkisstjórn Trump að synja fólki um landvistarleyfi ef það hefði nýtt sér eða væri líklegt til að nýta sér aðstoð þess opinbera í framtíðinni. Meðdómarar Barrett stöðvuðu gildistöku reglunnar í Illinois-ríki. Barrett er upphaflega frá Norður-Karólínu og er gift Jesse Barrett, fyrrverandi alríkissaksóknara. Saman eiga þau sjö börn, þar af tvö sem þau ættleiddu frá Haítí. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00 Annar þingmaður Repúblikana mótmælir fyrirhugaðri tilnefningu til Hæstaréttar Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hyggst ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áætlun hans um að tilnefna nýjan dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna áður en kjörtímabili hans lýkur. 20. september 2020 16:59 Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Alríkisdómari sem er talinn einna líklegastur til að hljóta útnefningu Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg við Hæstarétt Bandaríkjanna yrði að líkindum einn íhaldssamasti dómarinn við réttinn. Atkvæði hans gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar. Trump forseti hefur þegar tilkynnt að hann ætli sér að tilnefna konu til að taka sæti Ginsburg sem lést á föstudag. Þrátt fyrir að að nú sé aðeins um sex vikur í kosningar er talið að repúblikanar í öldungadeild þingsins muni róa að því öllum árum að staðfesta dómaraefni Trump fyrir þær. Amy Coney Barrett, 48 ára gamall dómari við áfrýjunardómstól 7. svæðis, er talin líklegust til þess að hljóta náð fyrir augum Trump. Hún var nálægt því að vera útnefnd árið 2018 þegar Trump skipaði Brett Kavanaugh til að taka sæti Anthony Kennedy sem settist í helgan stein. Skipan Barrett færði Hæstarétt verulega til hægri. Skoðanir hennar á stórum samfélagslegum deilumálum sem hafa komið fram í fræðaskrifum og dómsorði benda til þess að Barrett yrði á meðal íhaldssömustu dómara við réttinn. Forveri hennar Ginsburg var aftur á móti einn frjálslyndasti dómarinn. Nái repúblikanar að skipa annan dómara við Hæstarétt til lífstíðar verða íhaldssmenn komnir með öruggan meirihluta þar, sex gegn þremur frjálslyndari dómurum. Það gæti mótað stefnu réttarins um áratugi. Heittrúaður kaþólikki gegn þungunarrofi Barrett er nýgræðingur á dómarabekk. Trump skipaði hana sem áfrýjunardómara árið 2017 en fram að því hafði hún verði lögfræðingur við Notre Dame-háskólann. Reynsluleysið er sagt hafa látið suma repúblikana hugsa sig tvisvar um þegar þeir leituðu að eftirmanni Kennedy árið 2018. Kristnir íhaldsmenn og aðrir hægrimenn dást að Barrett og vonast til þess að hún verði hugmyndafræðilegur arftaki Antonins Scalia sem hún starfaði fyrir sem dómritari, að sögn AP-fréttastofunnar. Scalia, sem lést í febrúar árið 2016, þótti harðasti íhaldsmaðurinn við réttinn á eftir Clarence Thomas. Frjálslyndir lögspekingar óttast aftur á móti að Barrett láti persónulega trú sína og hugmyndafræði hafa áhrif á störf sín sem dómari. Barrett er heittrúaður kaþólikki sem virðist einarðlega á móti þungunarrofi. Hjá Notre Dame var hún félagi í hópnum „Háskóladeild hlynnt lífi“ og skrifaði nafn sitt undir bréf til kaþólskra biskupa um „gildi mannlegs lífs frá getnaði til náttúrulegs dauða“ árið 2015. Þegar hún kom fyrir þingnefnd sem staðfesti skipan hennar við áfrýjunardómstólinn árið 2017 hafnaði hún því að hún léti persónulegar skoðanir sínar hafa áhrif á skyldur sínar sem dómari. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Washington Post um Barrett þegar hún kom til greina sem hæstaréttardómari árið 2018. Telur Roe gegn Wade ekki óhagganlegt fordæmi Rétturinn til þungunarrofs hefur ekki komið beint til kasta Barrett sem áfrýjunardómara og hún hefur ekki viljað svara því beint hvort hún telji það alltaf siðlaust, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í þeim málum sem tengjast þungunarrofi hefur hún þó greitt atkvæði með íhaldssömum félögum sínum. Þannig skiluðu þau Barrett sératkvæði þegar áfrýjunardómstóllinn felldi úr gildi umdeild lög sem Mike Pence, þáverandi ríkisstjóri Indiana og núverandi varaforseti skrifaði undir, sem kváðu á um að grafa eða brenna þyrfti líkamsleifar fóstra eftir þungunarrof. Þá vildi Barrett fjalla frekar um önnur lög frá Indiana sem hefðu skyldað heilbrigðisyfirvöld til þess að tilkynna foreldrum stúlkna undir lögaldri um að þær hefðu sóst eftir þungunarrofi jafnvel þegar stúlkurnar hefðu leitað samþykki dómstóls í stað foreldra sinna. Samtök sem berjast fyrir réttindum kvenna til þungunarrofs óttast að með Barrett í öruggum íhaldssömum meirihluta í Hæstarétti verði frægum dómi, Roe gegn Wade frá 1973, sem veitti konum rétt til þungunarrofs snúið við. AP-fréttastofan segir að í grein sem Barrett skrifaði um tímamótadóma Hæstaréttar sem talið væri að enginn dómari myndi snúa við árið 2013 hafi hún ekki nefnt Roe gegn Wade og vísað til þess að harðar deilur stæðu enn yfir um þann dóm. Aðhyllist „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni Fjöldi íhaldssamra lögfræðinga í Bandaríkjunum aðhyllast það sem þeir sjálfir kalla „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni sem gengur út á að reyna að ráða í upphaflega merkingu texta sem var skrifaður fyrir meira en tveimur öldum. Barrett er ein þeirra sem fylgja þessari hugmyndafræði. Þegar hún skilaði sératkvæði í máli sem varðaði það hvort að sakamenn sem hefðu ekki gerst sekir um ofbeldisbrot ættu að vera sviptir rétti til að eiga skotvopn varði hún nær öllu máli sínu í að fara yfir sögu reglna um vopnaeign dæmdra manna á 18. og 19. öld. Þegar kemur að innflytjendamálum hallast Barrett að því að heimila harðlínustefnu eins og þá sem Trump forseti hefur rekið. Í júní greiddi Barrett sératkvæði við áfrýjunardómstólinn þar sem hún vildi leyfa ríkisstjórn Trump að synja fólki um landvistarleyfi ef það hefði nýtt sér eða væri líklegt til að nýta sér aðstoð þess opinbera í framtíðinni. Meðdómarar Barrett stöðvuðu gildistöku reglunnar í Illinois-ríki. Barrett er upphaflega frá Norður-Karólínu og er gift Jesse Barrett, fyrrverandi alríkissaksóknara. Saman eiga þau sjö börn, þar af tvö sem þau ættleiddu frá Haítí.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00 Annar þingmaður Repúblikana mótmælir fyrirhugaðri tilnefningu til Hæstaréttar Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hyggst ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áætlun hans um að tilnefna nýjan dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna áður en kjörtímabili hans lýkur. 20. september 2020 16:59 Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00
Annar þingmaður Repúblikana mótmælir fyrirhugaðri tilnefningu til Hæstaréttar Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hyggst ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áætlun hans um að tilnefna nýjan dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna áður en kjörtímabili hans lýkur. 20. september 2020 16:59
Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent