Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2020 14:37 Líkur hafa verið leiddar að því að skipan nýs og íhaldssams hæstaréttardómara eigi eftir að blása stuðningsmönnum Trump forseta eldmóð í brjóst rétt fyrir kosningar. AP/Chris Carlson Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. Repúblikanar stefna að því að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar þrátt fyrir að skoðanakannanir bendi til þess að meirihluti sé því andsnúinn. Í símaviðtali við Fox-sjónvarpsstöðina í morgun sagðist Trump ætla að tilkynna um eftirmann Ruth Bader Ginsburg, sem lést á föstudag, í lok þessarar viku. Þannig væri „nægur tími“ fyrir öldungadeild þingsins að staðfesta skipan dómarans fyrir kosningar sem fara fram 3. nóvember. Valið standi nú á milli fimm mögulegra dómaraefna sem öll eru konur. Líklegast hefur verið talið að Trump veldi Amy Coney Barrett, 48 ára gamlan áfrýjunardómara. Repúblikanar hafa keppst við að skipa unga dómara í embætti sem eru til lífstíðar. „Maður vill velja ungt vegna þess að þeir eru þarna lengi,“ sagði Trump við Fox. Mun hraðari afgreiðsla en undanfarna áratugi Takist repúblikönum að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar yrði það ein snaggaralegasta skipan í sögunni. Washington Post segir að það hafi tekið öldungadeildina að meðaltali 71 dag að staðfesta tilnefningu forseta á hæstaréttardómara frá 1975. Aðeins rúmir fjörutíu dagar eru nú til kjördags. Demókratar hafa gagnrýnt þessi áform og vísað til þess þegar Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildarinnar, kom í veg fyrir að þingið fjallaði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseti, þegar sæti losnaði við Hæstarétt tíu mánuðum fyrir kjördag árið 2010. Rök McConnell þá voru að ekki gengi að staðfesta dómara svo nærri kosningunum og að kjósendur þyrftu að fá að segja hug sinn til hver fengi að skipa nýjan dómara. Hefur McConnell og aðrir repúblikanar verið sakaðir um hræsni fyrir að vilja flýta skipan dómara í gegn nú þegar mun styttra er til kosninga. Líkt og árið 2016 hafa repúblikanar þó meirihluta í öldungadeildinni og geta staðfest dómara ef þeim svo sýnist. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa gefið til kynna að þeir styðji ekki að atkvæði verði greidd um dómaraefni Trump fyrir kosningar. Til þess að stöðva ferlið þyrftu þó að minnsta kosti tveir repúblikanar til viðbótar að ganga úr skaftinu. Repúblikanar eru með 53 þingmenn gegn 47 demókrötum. Féllu atkvæði jafnt gæti Mike Pence, varaforseti, skorið á hnútinn með oddaatkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, reitti demókrata til reiði þegar hann neitaði að leyfa þinginu að fjalla um dómaraefni Obama, Merrick Garland, í tíu mánuði fyrir kosningar árið 2016. Repúblikanar segja að munurinn þá og nú sé að nú fari repúblikanar með bæði forsetaembættið og meirihlutann í öldungadeildinni og því sé þeim frjálst að hespa skipan hæstaréttardómara af þegar enn skemmra er til kosninga.AP/Susan Walsh Helmingur repúblikana vill bíða Ný skoðanakönnun á vegum Reuters-fréttastofunnar bendir til þess að 62% Bandaríkjamanna vilji að sá sem vinnur forsetakosningarnar í nóvember velji nýjan hæstaréttardómara. Tæpur fjórðungur sagðist mótfallinn því. Átta af hverjum tíu demókrötum vilja að nýkjörinn forseti velji dómarann og helmingur repúblikana. Nái repúblikanar að staðfesta hæstaréttardómara fyrir kosningar kæmust íhaldsmenn við réttinn í afgerandi meirihluta, sex gegn þremur frjálslyndari dómurum. Trump hefur þegar skipað tvo dómara við réttinn í forsetatíð sinni, báða í yngri kantinum. Þriðji dómarinn gæti sveigt stefnu hæstaréttar verulega til hægri næstu áratugina. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. Repúblikanar stefna að því að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar þrátt fyrir að skoðanakannanir bendi til þess að meirihluti sé því andsnúinn. Í símaviðtali við Fox-sjónvarpsstöðina í morgun sagðist Trump ætla að tilkynna um eftirmann Ruth Bader Ginsburg, sem lést á föstudag, í lok þessarar viku. Þannig væri „nægur tími“ fyrir öldungadeild þingsins að staðfesta skipan dómarans fyrir kosningar sem fara fram 3. nóvember. Valið standi nú á milli fimm mögulegra dómaraefna sem öll eru konur. Líklegast hefur verið talið að Trump veldi Amy Coney Barrett, 48 ára gamlan áfrýjunardómara. Repúblikanar hafa keppst við að skipa unga dómara í embætti sem eru til lífstíðar. „Maður vill velja ungt vegna þess að þeir eru þarna lengi,“ sagði Trump við Fox. Mun hraðari afgreiðsla en undanfarna áratugi Takist repúblikönum að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar yrði það ein snaggaralegasta skipan í sögunni. Washington Post segir að það hafi tekið öldungadeildina að meðaltali 71 dag að staðfesta tilnefningu forseta á hæstaréttardómara frá 1975. Aðeins rúmir fjörutíu dagar eru nú til kjördags. Demókratar hafa gagnrýnt þessi áform og vísað til þess þegar Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildarinnar, kom í veg fyrir að þingið fjallaði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseti, þegar sæti losnaði við Hæstarétt tíu mánuðum fyrir kjördag árið 2010. Rök McConnell þá voru að ekki gengi að staðfesta dómara svo nærri kosningunum og að kjósendur þyrftu að fá að segja hug sinn til hver fengi að skipa nýjan dómara. Hefur McConnell og aðrir repúblikanar verið sakaðir um hræsni fyrir að vilja flýta skipan dómara í gegn nú þegar mun styttra er til kosninga. Líkt og árið 2016 hafa repúblikanar þó meirihluta í öldungadeildinni og geta staðfest dómara ef þeim svo sýnist. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa gefið til kynna að þeir styðji ekki að atkvæði verði greidd um dómaraefni Trump fyrir kosningar. Til þess að stöðva ferlið þyrftu þó að minnsta kosti tveir repúblikanar til viðbótar að ganga úr skaftinu. Repúblikanar eru með 53 þingmenn gegn 47 demókrötum. Féllu atkvæði jafnt gæti Mike Pence, varaforseti, skorið á hnútinn með oddaatkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, reitti demókrata til reiði þegar hann neitaði að leyfa þinginu að fjalla um dómaraefni Obama, Merrick Garland, í tíu mánuði fyrir kosningar árið 2016. Repúblikanar segja að munurinn þá og nú sé að nú fari repúblikanar með bæði forsetaembættið og meirihlutann í öldungadeildinni og því sé þeim frjálst að hespa skipan hæstaréttardómara af þegar enn skemmra er til kosninga.AP/Susan Walsh Helmingur repúblikana vill bíða Ný skoðanakönnun á vegum Reuters-fréttastofunnar bendir til þess að 62% Bandaríkjamanna vilji að sá sem vinnur forsetakosningarnar í nóvember velji nýjan hæstaréttardómara. Tæpur fjórðungur sagðist mótfallinn því. Átta af hverjum tíu demókrötum vilja að nýkjörinn forseti velji dómarann og helmingur repúblikana. Nái repúblikanar að staðfesta hæstaréttardómara fyrir kosningar kæmust íhaldsmenn við réttinn í afgerandi meirihluta, sex gegn þremur frjálslyndari dómurum. Trump hefur þegar skipað tvo dómara við réttinn í forsetatíð sinni, báða í yngri kantinum. Þriðji dómarinn gæti sveigt stefnu hæstaréttar verulega til hægri næstu áratugina.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira