Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 14:40 Mitt Romney var talinn einn fárra repúblikana sem gæti lagst gegn því að staðfesta nýjan hæstaréttardómara fyrir kosningar. Hann var eini repúblikaninn sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði sakfelldur fyrir embættisbrot í febrúar. AP/J. Scott Applewhite Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. Trump hefur þó enn ekki kynnt dómaraefni sitt. Augu allra voru á Romney sem var síðasti öldungadeildarþingmaður repúblikana sem mögulega var talinn geta lagst gegn því að nýr hæstaréttardómari yrði skipaður fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember. Demókratar krefjast þess að beðið verði með það þar til eftir kosningar svo að kjósendur fái að hafa sitt að segja um ákvörðunina. Vísa þeir þar til þess að repúblikanar neituðu að greiða atkvæði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar hæstaréttardómarasæti losnaði tíu mánuðum fyrir kosningarnar 2016 með þeim rökum að of skammt væri til kosninga. Susan Collins frá Maine og Lisa Murkowski frá Alaska höfðu lýst andstöðu við það en repúblikanar sem eiga í harðri baráttu um sæti sitt eins og Corey Garnder í Colorado og Chuck Grassley í Iowa styðja það. Repúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni gegn 47 demókrötum en einfaldur meirihluti dugir til þess að staðfesta hæstaréttardómara. Þeim dugir jafnframt fimmtíu atkvæði þar sem Mike Pence varaforseti getur greitt atkvæði ef pattstaða kemur upp. „Ef sá tilnefndi nær inn á gólf öldungadeildarinnar ætla ég mér að kjósa á grundvelli hæfni hans,“ sagði Romney í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Styðja dómaraefni sem ekki hefur verið tilnefnt AP-fréttastofan segir að þar með sé nær öruggt að Trump geti skipað nýjan hæstaréttardómara í stað Ruth Bader Ginsburg sem lést á föstudag. Íhaldsmenn verða þá með afgerandi meirihluta í réttinum, sex atkvæði gegn þremur frjálslyndari dómurum. Stefna Hæstaréttar, sem hefur mikil áhrif á bandarísk samfélagsmál, er þannig líkleg til að taka skarpa beygju til hægri til næstu áratuganna. Öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa keppst við að lýsa því yfir að þeir muni greiða atkvæði með dómaraefni Trump jafnvel þó að enn liggi ekki fyrir hvert það verður. Forsetinn segist ætla að kynna það á laugardaginn og að hann ætli sér að velja konu. Fjórar til fimm konur eru sagðar koma til greina. Hæst ber þar nafn Amy Coney Barrett, alríkisdómara við áfrýjunardómstól 7. svæðis. Hún er aðeins 48 ára gömul og gæti því setið lífstíðarskipuð við Hæstarétt langt fram á þessa öld. Trump skipaði hana sem dómara árið 2017 en áður var hún lögfræðiprófessor við Notre Dame-háskóla. Hún er talin afar íhaldssöm og andstæðingur rétts kvenna til þungunarrofs. Trump er sagður hafa rætt um það hann væri að „geyma“ Barrett ef sæti Ginsburg opnaðist. Trump fundaði með Barret í Hvíta húsinu í gær en sagðist ætla að ræða við fleiri möguleg dómaraefni, þar á meðal Barböru Lagoa, dómara frá Flórída, sem einnig hefur verið nefnd oft sem mögulegur eftirmaður Ginsburg undanfarna daga. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. 22. september 2020 08:22 Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira
Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. Trump hefur þó enn ekki kynnt dómaraefni sitt. Augu allra voru á Romney sem var síðasti öldungadeildarþingmaður repúblikana sem mögulega var talinn geta lagst gegn því að nýr hæstaréttardómari yrði skipaður fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember. Demókratar krefjast þess að beðið verði með það þar til eftir kosningar svo að kjósendur fái að hafa sitt að segja um ákvörðunina. Vísa þeir þar til þess að repúblikanar neituðu að greiða atkvæði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar hæstaréttardómarasæti losnaði tíu mánuðum fyrir kosningarnar 2016 með þeim rökum að of skammt væri til kosninga. Susan Collins frá Maine og Lisa Murkowski frá Alaska höfðu lýst andstöðu við það en repúblikanar sem eiga í harðri baráttu um sæti sitt eins og Corey Garnder í Colorado og Chuck Grassley í Iowa styðja það. Repúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni gegn 47 demókrötum en einfaldur meirihluti dugir til þess að staðfesta hæstaréttardómara. Þeim dugir jafnframt fimmtíu atkvæði þar sem Mike Pence varaforseti getur greitt atkvæði ef pattstaða kemur upp. „Ef sá tilnefndi nær inn á gólf öldungadeildarinnar ætla ég mér að kjósa á grundvelli hæfni hans,“ sagði Romney í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Styðja dómaraefni sem ekki hefur verið tilnefnt AP-fréttastofan segir að þar með sé nær öruggt að Trump geti skipað nýjan hæstaréttardómara í stað Ruth Bader Ginsburg sem lést á föstudag. Íhaldsmenn verða þá með afgerandi meirihluta í réttinum, sex atkvæði gegn þremur frjálslyndari dómurum. Stefna Hæstaréttar, sem hefur mikil áhrif á bandarísk samfélagsmál, er þannig líkleg til að taka skarpa beygju til hægri til næstu áratuganna. Öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa keppst við að lýsa því yfir að þeir muni greiða atkvæði með dómaraefni Trump jafnvel þó að enn liggi ekki fyrir hvert það verður. Forsetinn segist ætla að kynna það á laugardaginn og að hann ætli sér að velja konu. Fjórar til fimm konur eru sagðar koma til greina. Hæst ber þar nafn Amy Coney Barrett, alríkisdómara við áfrýjunardómstól 7. svæðis. Hún er aðeins 48 ára gömul og gæti því setið lífstíðarskipuð við Hæstarétt langt fram á þessa öld. Trump skipaði hana sem dómara árið 2017 en áður var hún lögfræðiprófessor við Notre Dame-háskóla. Hún er talin afar íhaldssöm og andstæðingur rétts kvenna til þungunarrofs. Trump er sagður hafa rætt um það hann væri að „geyma“ Barrett ef sæti Ginsburg opnaðist. Trump fundaði með Barret í Hvíta húsinu í gær en sagðist ætla að ræða við fleiri möguleg dómaraefni, þar á meðal Barböru Lagoa, dómara frá Flórída, sem einnig hefur verið nefnd oft sem mögulegur eftirmaður Ginsburg undanfarna daga.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. 22. september 2020 08:22 Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira
Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. 22. september 2020 08:22
Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37
Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21