Forsætisráðherra ekki með veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 18:07 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ekki með kórónuveiruna. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. Katrín segist þakklát fyrir að hafa ekki greinst með veiruna. Hins vegar hafi „hefðbundnari flensa lagt hálft heimilið í rúmið.“ „Við þreyjum hana, fegin og þakklát því að ekki er um sjálfa kórónuveiruna að ræða.“ Þá segir Katrín fjölda þeirra sem greinst hafa með veiruna undanfarna daga raunverulegt áhyggjuefni. Landsmenn verði að gæta varúðar, þvo sér um hendur, spritta og gæta fjarlægðar. „Það er óhugnanlegt að sjá hraðann í dreifingu veirunnar þegar hún nær sér á strik og það er líka óhugnanlegt að lesa og heyra um eftirköst margra þeirra sem veiktust í vor. Í flugi frá Egilsstöðum í síðustu viku minnti flugstjórinn okkur öll á að spritta okkur og sagði að hann og hans fjölskylda hefðu öll fengið covid í vor - og hefðu mjög gjarnan viljað vera án þeirrar lífsreynslu. Þannig að kæru vinir, gerum okkar besta í þessu verkefni. Við höfum hingað til sýnt ótrúlegan árangur í baráttunni við veiruna - og það munum við gera aftur,“ segir í færslu Katrínar. Katrín, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir heilbrigðisráðherra voru allar fjarverandi á ríkisstjórnarfundi í dag vegna veikinda. Þá sótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heldur ekki fundinn en hann er í sóttkví eftir að hafa komið erlendis frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þrír þingmenn komnir í sóttkví Þrír þingmenn eru nú í sóttkví, auk tveggja starfsmanna Alþingis. 22. september 2020 17:16 Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. 22. september 2020 13:09 Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ekki með kórónuveiruna. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. Katrín segist þakklát fyrir að hafa ekki greinst með veiruna. Hins vegar hafi „hefðbundnari flensa lagt hálft heimilið í rúmið.“ „Við þreyjum hana, fegin og þakklát því að ekki er um sjálfa kórónuveiruna að ræða.“ Þá segir Katrín fjölda þeirra sem greinst hafa með veiruna undanfarna daga raunverulegt áhyggjuefni. Landsmenn verði að gæta varúðar, þvo sér um hendur, spritta og gæta fjarlægðar. „Það er óhugnanlegt að sjá hraðann í dreifingu veirunnar þegar hún nær sér á strik og það er líka óhugnanlegt að lesa og heyra um eftirköst margra þeirra sem veiktust í vor. Í flugi frá Egilsstöðum í síðustu viku minnti flugstjórinn okkur öll á að spritta okkur og sagði að hann og hans fjölskylda hefðu öll fengið covid í vor - og hefðu mjög gjarnan viljað vera án þeirrar lífsreynslu. Þannig að kæru vinir, gerum okkar besta í þessu verkefni. Við höfum hingað til sýnt ótrúlegan árangur í baráttunni við veiruna - og það munum við gera aftur,“ segir í færslu Katrínar. Katrín, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir heilbrigðisráðherra voru allar fjarverandi á ríkisstjórnarfundi í dag vegna veikinda. Þá sótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heldur ekki fundinn en hann er í sóttkví eftir að hafa komið erlendis frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þrír þingmenn komnir í sóttkví Þrír þingmenn eru nú í sóttkví, auk tveggja starfsmanna Alþingis. 22. september 2020 17:16 Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. 22. september 2020 13:09 Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Þrír þingmenn komnir í sóttkví Þrír þingmenn eru nú í sóttkví, auk tveggja starfsmanna Alþingis. 22. september 2020 17:16
Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. 22. september 2020 13:09
Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10