Liðslæknirinn stakk gat á lunga lykilleikmanns rétt fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2020 09:31 Tyrod Taylor hefur mikla reynslu úr NFL-deildinni enda búinn að spila í henni í níu ár. Hann hefur því séð margt en þó varla það að mistök læknis komi í veg fyrir það að hann spili. Getty/ Harry How NFL-liðið Los Angeles Chargers varð að skipta út leikstjórnenda sínum rétt fyrir leik um helgina eftir að liðslæknir þess gerði stór mistök í aðdraganda leiksins. Reynsluboltinn Tyrod Taylor átti að byrja leikinn eins og í fyrsta umferðinni. Tyrod Taylor hafði hins vegar fengið högg á brjóstkassann og þurfti því meðferð fyrir leikinn. Hann átti alltaf að spila en þurfti smá deyfingu. Liðslæknir Los Angeles Chargers fékk það verðuga verkefni að sprauta Tyrod Taylor með deyfilyfi í rifbeinin stuttu fyrir leik. Honum tókst það ekki betur úr hendi en að hann stakk gat á lunga Tyrod Taylor. The Chargers' team doctor accidentally punctured Tyrod Taylor's lung just before kickoff Sunday while trying to administer a pain-killing injection to the QB's cracked ribs, sources told @AdamSchefter. The NFL Players Association is investigating the medical mishap. pic.twitter.com/Sbr2cEo0UK— SportsCenter (@SportsCenter) September 23, 2020 Tyrod Taylor átti í kjölfarið erfitt með andardrátt og var á endanum fluttur á sjúkrahús. Hann gat því skiljanlega ekki spilað leikinn. Nýliðinn Justin Herbert fékk tækifærið í staðinn og spilaði mjög vel á móti meisturum Kansas City Chiefs. Chiefs liðið vann að lokum endurkomusigur en Herbert fékk mikið hrós. Tyrod Taylor var ekki í lífshættu og þetta ógnar heldur ekki ferli hans. Frammistaða Justin Herbert gæti hins vegar séð til þess að hann fái ekki að spila þegar hann er búinn að ná sér. Anthony Lynn, þjálfari Los Angeles Chargers, vildi ekki gera stórmál úr þessu. „Hann gerði bara mistök,“ sagði Lynn um læknirinn og bætti við: Svona gerist stundum. Tyrod er ekki reiður eða ósáttur,“ sagði Anthony Lynn við ESPN. Leikmannasamtökin ætla að rannsaka málið og hafa verið í sambandið við Tyrod Taylor sjálfan og umboðsmanninn hans síðan á sunnudaginn. "Losing your job because of your own team's malpractice isn t right."NFL fans aren't happy after a team doctor punctured Chargers QB Tyrod Taylor's lung causing him to miss week 2 and now a significant amount of time. https://t.co/s5H3DSjcuP— Complex Sports (@ComplexSports) September 23, 2020 Margir þjálfarar í NFL-deildinni eru á því að leikmenn eigi ekki að missa sæti sitt í byrjunarliði vegna meiðsla ekki síst þegar þau koma til vegna mistaka læknis liðsins. Haldi Justin Herbert áfram að spila svona vel gæti hins vegar orðið erfitt að taka hann úr byrjunarliðinu. Læknar hafa ráðlagt Tyrod Taylor að spila ekki fótbolta á næstunni. Anthony Lynn segir hins vegar að hann sé aðalleikstjórnandi Los Angeles Chargers liðsins um leið og hann er hundrað prósent heill. NFL Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira
NFL-liðið Los Angeles Chargers varð að skipta út leikstjórnenda sínum rétt fyrir leik um helgina eftir að liðslæknir þess gerði stór mistök í aðdraganda leiksins. Reynsluboltinn Tyrod Taylor átti að byrja leikinn eins og í fyrsta umferðinni. Tyrod Taylor hafði hins vegar fengið högg á brjóstkassann og þurfti því meðferð fyrir leikinn. Hann átti alltaf að spila en þurfti smá deyfingu. Liðslæknir Los Angeles Chargers fékk það verðuga verkefni að sprauta Tyrod Taylor með deyfilyfi í rifbeinin stuttu fyrir leik. Honum tókst það ekki betur úr hendi en að hann stakk gat á lunga Tyrod Taylor. The Chargers' team doctor accidentally punctured Tyrod Taylor's lung just before kickoff Sunday while trying to administer a pain-killing injection to the QB's cracked ribs, sources told @AdamSchefter. The NFL Players Association is investigating the medical mishap. pic.twitter.com/Sbr2cEo0UK— SportsCenter (@SportsCenter) September 23, 2020 Tyrod Taylor átti í kjölfarið erfitt með andardrátt og var á endanum fluttur á sjúkrahús. Hann gat því skiljanlega ekki spilað leikinn. Nýliðinn Justin Herbert fékk tækifærið í staðinn og spilaði mjög vel á móti meisturum Kansas City Chiefs. Chiefs liðið vann að lokum endurkomusigur en Herbert fékk mikið hrós. Tyrod Taylor var ekki í lífshættu og þetta ógnar heldur ekki ferli hans. Frammistaða Justin Herbert gæti hins vegar séð til þess að hann fái ekki að spila þegar hann er búinn að ná sér. Anthony Lynn, þjálfari Los Angeles Chargers, vildi ekki gera stórmál úr þessu. „Hann gerði bara mistök,“ sagði Lynn um læknirinn og bætti við: Svona gerist stundum. Tyrod er ekki reiður eða ósáttur,“ sagði Anthony Lynn við ESPN. Leikmannasamtökin ætla að rannsaka málið og hafa verið í sambandið við Tyrod Taylor sjálfan og umboðsmanninn hans síðan á sunnudaginn. "Losing your job because of your own team's malpractice isn t right."NFL fans aren't happy after a team doctor punctured Chargers QB Tyrod Taylor's lung causing him to miss week 2 and now a significant amount of time. https://t.co/s5H3DSjcuP— Complex Sports (@ComplexSports) September 23, 2020 Margir þjálfarar í NFL-deildinni eru á því að leikmenn eigi ekki að missa sæti sitt í byrjunarliði vegna meiðsla ekki síst þegar þau koma til vegna mistaka læknis liðsins. Haldi Justin Herbert áfram að spila svona vel gæti hins vegar orðið erfitt að taka hann úr byrjunarliðinu. Læknar hafa ráðlagt Tyrod Taylor að spila ekki fótbolta á næstunni. Anthony Lynn segir hins vegar að hann sé aðalleikstjórnandi Los Angeles Chargers liðsins um leið og hann er hundrað prósent heill.
NFL Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira