Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 28-22 | Öruggt hjá Fimleikafélaginu Andri Már Eggertsson skrifar 24. september 2020 22:12 Einar Rafn Eiðsson hefur leikið með FH og Fram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þriðja umferð Olís deildarinnar hófst í kvöld með þremur leikjum, Í Kaplakrika áttust við FH og Fram.Jafnræði var með liðunum til að byrja með leiks og skiptust liðin á að skora, Ágúst Birgisson byrjaði leikinn af krafti þar sem hann skilaði þremur af fimm fyrstu mörkum liðsins. FH fann sinn leik þegar tæplega 20 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum, þeir fengu góða vörn og markvörslu sem þeir nýttu með góðum 3-0 kafla og neyddist Sebastian Alexandersson að taka leikhlé. FH voru búnir að finna sinn takt þar sem Phil Döhler hélt áfram að verja og áttu sóknarmenn FH auðvelt með að koma sér í góðar stöður og var staðan 15 - 10 þegar flautað var til hálfleiks og allur meðbyr með FH liðinu. Seinni hálfleikur var betri hjá báðum liðum. Fram byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og minnkuðu muninn í tvö mörk strax í upphafi, það virtist hafa vakið leikmenn FH því þeir svöruðu með því að koma sínu forskoti aftur í fimm mörk. Það var saga leiksins hjá Fram að þeir fengu góðar stöður hvað eftir annað til að minnka forskot FH og gera þetta að spennandi leik en svo fór ekki. FH hélt áfram að kreista fram mörk með herkjum því sóknarleikurinn hjá þeim var ekki nógu góður en fráköst og reynslan í Ásbirni Friðrikssyni og Ágústi Birgissyni skilaði því að FH héldi sínu forskoti og færu með 2 stig út úr þessum leik. Af hverju vann FH Þó það hafi vantað í FH liðið þá eru þeir með betra lið og sýndu reynslu meiri leikmenn styrk sinn þegar á þurfti að koma boltanum yfir línuna. Þeir fengu ágætis markvörslu þegar það reyndi á þá að halda forskoti sínu þá fengu þeir hraðahlaup sem þeir gerðu vel í nýta fyrir utan Birgi Má Birgisson sem átti í miklum erfiðleikum með að koma boltanum framhjá Lárusi Helga. Hverjir stóðu upp úr? Þessi leikur FH var ekki ólíkur því sem við sáum fyrir norðan á móti Þór þar sem þeir spila ekkert sérstaklega sóknarlega en Ásbjörn Friðriksson dregur þá áfram með sínum gæðum.Ágúst Birgisson átti góðan leik á línunni sérstaklega í fyrri hálfleik og endaði hann með 5 mörk og þar af þrjú af þeim eftir tæpan 11 mínútna leik. Vilhelm Poulsen var langbesti leikmaðurinn í Fram hann dróg vagninn einsog hann gat sóknarlega og áttu FH oft á tíðum fá svör við hans leik sem skilaði honum 7 mörkum úr 8 skotum. Hvað gekk illa? Fram fékk endalaust af dauðafærum til að koma sér inn í leikinn en alltaf tókst þeim hvað eftir annað að klikka á þeim. Hægt er að telja upp aftur fyrir bak skot úr horninu frá Kristni Hrannari í stöðunni 13-10 eða arfa slakt undirhanda skot Breka Dagssonar langt framhjá markinu og þrjú klikkuð víti. Hvað er framundan? Föstudaginn 2 október mæta FH ingar í Hleðsluhöllina og mæta þar Selfossi klukkan 19:30, degi síðar fá Fram heimaleik á móti ÍR klukkan 17:30 í beinni á Stöð 2 Sport. Ásbjörn: Líkt og á móti Þór gerum við okkur erfitt fyrir með að klikka á mörgum dauðafærum „Við spiluðum góðan varnarleik og vorum þolinmóðir sóknarlega, við erum með nýja útlínu sóknarlega og var því viðbúið að það væri höggt á þeim, við megum fá meira flot á boltann og draga frá fyrir hvorn annan því við erum góðir í því,” sagði Ási sem vildi að þeir myndu draga betur úr vörn Fram sem myndi gefa þeim fleiri færi. Vilhelm Poulsen var öflugur í liði Fram og áttu varnarmenn FH oft fá svör við hans leik. „Við hleyptum honum oft í gegn utanvert með plathjálp frá þristinum en hann er öflugur með góðar finntur sem var að valda okkur smá usla.” „Við hefðum getað klárað þennan leik fyrr líkt og í leiknum á móti Þór náum við ekki að sigla framúr þar sem við gerum okkur óleik með að klikka á hraðahlaupum og dauðafærum því verða allir í liðinu að læra það að klára helvítis færin,” sagði Ási að lokum. Olís-deild karla FH Fram
Þriðja umferð Olís deildarinnar hófst í kvöld með þremur leikjum, Í Kaplakrika áttust við FH og Fram.Jafnræði var með liðunum til að byrja með leiks og skiptust liðin á að skora, Ágúst Birgisson byrjaði leikinn af krafti þar sem hann skilaði þremur af fimm fyrstu mörkum liðsins. FH fann sinn leik þegar tæplega 20 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum, þeir fengu góða vörn og markvörslu sem þeir nýttu með góðum 3-0 kafla og neyddist Sebastian Alexandersson að taka leikhlé. FH voru búnir að finna sinn takt þar sem Phil Döhler hélt áfram að verja og áttu sóknarmenn FH auðvelt með að koma sér í góðar stöður og var staðan 15 - 10 þegar flautað var til hálfleiks og allur meðbyr með FH liðinu. Seinni hálfleikur var betri hjá báðum liðum. Fram byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og minnkuðu muninn í tvö mörk strax í upphafi, það virtist hafa vakið leikmenn FH því þeir svöruðu með því að koma sínu forskoti aftur í fimm mörk. Það var saga leiksins hjá Fram að þeir fengu góðar stöður hvað eftir annað til að minnka forskot FH og gera þetta að spennandi leik en svo fór ekki. FH hélt áfram að kreista fram mörk með herkjum því sóknarleikurinn hjá þeim var ekki nógu góður en fráköst og reynslan í Ásbirni Friðrikssyni og Ágústi Birgissyni skilaði því að FH héldi sínu forskoti og færu með 2 stig út úr þessum leik. Af hverju vann FH Þó það hafi vantað í FH liðið þá eru þeir með betra lið og sýndu reynslu meiri leikmenn styrk sinn þegar á þurfti að koma boltanum yfir línuna. Þeir fengu ágætis markvörslu þegar það reyndi á þá að halda forskoti sínu þá fengu þeir hraðahlaup sem þeir gerðu vel í nýta fyrir utan Birgi Má Birgisson sem átti í miklum erfiðleikum með að koma boltanum framhjá Lárusi Helga. Hverjir stóðu upp úr? Þessi leikur FH var ekki ólíkur því sem við sáum fyrir norðan á móti Þór þar sem þeir spila ekkert sérstaklega sóknarlega en Ásbjörn Friðriksson dregur þá áfram með sínum gæðum.Ágúst Birgisson átti góðan leik á línunni sérstaklega í fyrri hálfleik og endaði hann með 5 mörk og þar af þrjú af þeim eftir tæpan 11 mínútna leik. Vilhelm Poulsen var langbesti leikmaðurinn í Fram hann dróg vagninn einsog hann gat sóknarlega og áttu FH oft á tíðum fá svör við hans leik sem skilaði honum 7 mörkum úr 8 skotum. Hvað gekk illa? Fram fékk endalaust af dauðafærum til að koma sér inn í leikinn en alltaf tókst þeim hvað eftir annað að klikka á þeim. Hægt er að telja upp aftur fyrir bak skot úr horninu frá Kristni Hrannari í stöðunni 13-10 eða arfa slakt undirhanda skot Breka Dagssonar langt framhjá markinu og þrjú klikkuð víti. Hvað er framundan? Föstudaginn 2 október mæta FH ingar í Hleðsluhöllina og mæta þar Selfossi klukkan 19:30, degi síðar fá Fram heimaleik á móti ÍR klukkan 17:30 í beinni á Stöð 2 Sport. Ásbjörn: Líkt og á móti Þór gerum við okkur erfitt fyrir með að klikka á mörgum dauðafærum „Við spiluðum góðan varnarleik og vorum þolinmóðir sóknarlega, við erum með nýja útlínu sóknarlega og var því viðbúið að það væri höggt á þeim, við megum fá meira flot á boltann og draga frá fyrir hvorn annan því við erum góðir í því,” sagði Ási sem vildi að þeir myndu draga betur úr vörn Fram sem myndi gefa þeim fleiri færi. Vilhelm Poulsen var öflugur í liði Fram og áttu varnarmenn FH oft fá svör við hans leik. „Við hleyptum honum oft í gegn utanvert með plathjálp frá þristinum en hann er öflugur með góðar finntur sem var að valda okkur smá usla.” „Við hefðum getað klárað þennan leik fyrr líkt og í leiknum á móti Þór náum við ekki að sigla framúr þar sem við gerum okkur óleik með að klikka á hraðahlaupum og dauðafærum því verða allir í liðinu að læra það að klára helvítis færin,” sagði Ási að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti